Síða 1 af 1

Verið að svindla á manni?

Sent: Sun 02. Maí 2010 21:03
af grimzzi5
Góðan dag.

Ég er að pæla samkvæmt þessari auglýsingu http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 8f822cf6e2" onclick="window.open(this.href);return false;

Þá er minnið í vélinni ddr3 1066mhz

En síðan setti ég upp speccy forritið snilldar forrit og fékk þessar upplýsingar:
Mynd

Þarna er sýnt

Minni: 531mhz


Hvað getiði sagt mér um þettaþð Getur vel verið að þetta sé rétt eða hvað?

Re: Verið að svindla á manni?

Sent: Sun 02. Maí 2010 21:04
af vesley
Þú margfaldar þessa tölu með 2 svo það er ekki verið að svindla á þér.

Re: Verið að svindla á manni?

Sent: Sun 02. Maí 2010 21:06
af Gunnar
double data rate.
þú gerir ss. 531 * 2 = 1062 ;)

Re: Verið að svindla á manni?

Sent: Sun 02. Maí 2010 21:24
af grimzzi5
Já oke takk gott mál hehe:D

En er þetta ekki ágætisvél fyrir 140þus?

Re: Verið að svindla á manni?

Sent: Sun 02. Maí 2010 22:08
af Danni V8
Frekar hár hiti á örgjörvanum finnst mér. Var hann í mikilli vinnslu þegar þú tókst þetta screen shot?

Re: Verið að svindla á manni?

Sent: Sun 02. Maí 2010 22:19
af vesley
Danni V8 skrifaði:Frekar hár hiti á örgjörvanum finnst mér. Var hann í mikilli vinnslu þegar þú tókst þetta screen shot?
Verður nú að gera þér grein fyrir því að þetta er Fartölva. ;)

Re: Verið að svindla á manni?

Sent: Mán 03. Maí 2010 14:28
af grimzzi5
vesley skrifaði:
Danni V8 skrifaði:Frekar hár hiti á örgjörvanum finnst mér. Var hann í mikilli vinnslu þegar þú tókst þetta screen shot?
Verður nú að gera þér grein fyrir því að þetta er Fartölva. ;)

Mikið rétt.

En nei er t.d nuna með utorrent google crhome msn og itunes opið og hitinn er 63 gráður

Re: Verið að svindla á manni?

Sent: Mán 03. Maí 2010 15:18
af grimzzi5
Þegar ég tengi tölvuna við sjónvarp með hdmi þá rauk hitinn i 70-72 er það óeðlinlegt eða?

Re: Verið að svindla á manni?

Sent: Mán 03. Maí 2010 16:33
af chaplin
Fartölvuörgjörvar eru hannaðir til að þola meiri hita, prufaðu að setja tölvuna í stress test, sjá hvað kemur út úr því, ertu svo ekki viss um að tölvan sé kannski bara full af ryki? :roll:

Re: Verið að svindla á manni?

Sent: Mán 03. Maí 2010 17:39
af playmaker
daanielin skrifaði:Fartölvuörgjörvar eru hannaðir til að þola meiri hita, prufaðu að setja tölvuna í stress test, sjá hvað kemur út úr því, ertu svo ekki viss um að tölvan sé kannski bara full af ryki? :roll:
Svo maður spyrji eins og bjáni. Hvernig lætur maður tölvuna framkvæma stress test? :oops:

Re: Verið að svindla á manni?

Sent: Mán 03. Maí 2010 17:56
af vesley
playmaker skrifaði:
daanielin skrifaði:Fartölvuörgjörvar eru hannaðir til að þola meiri hita, prufaðu að setja tölvuna í stress test, sjá hvað kemur út úr því, ertu svo ekki viss um að tölvan sé kannski bara full af ryki? :roll:
Svo maður spyrji eins og bjáni. Hvernig lætur maður tölvuna framkvæma stress test? :oops:
keyrðu forrit eins og Prime95

Re: Verið að svindla á manni?

Sent: Mán 03. Maí 2010 19:47
af BjarkiB
Prime95 tld. keyrir alla kjarna örgjörvans á 100% load. Og fylgist svo með hita.

Re: Verið að svindla á manni?

Sent: Mán 03. Maí 2010 20:38
af Bioeight
grimzzi5 skrifaði:Þegar ég tengi tölvuna við sjónvarp með hdmi þá rauk hitinn i 70-72 er það óeðlinlegt eða?
Hvíldarhiti þessa örgjörva ætti að vera á milli 40-50° gráður, það telst líklega alveg eðlilegt. Hækkun um 20 gráður er ekki svo mikið. Þessi örgjörvi á að þola 90° samkvæmt intel síðunni : http://processorfinder.intel.com/detail ... pec=SLB54#. Myndi kannski fara að hafa einhverjar áhyggjur ef hann fer yfir 80 gráður við þunga keyrslu. En til að skilja þetta betur þá spyr ég: Keyptirðu tölvuna nýja frá att.is eða keyptirðu vélina notaða frá einhverjum sem keypti hana á att.is ? Hún er varla orðin mjög gömul, nokkurra mánaða? Efast um að ryk sé farið að verða vandamál, nema tölvan hafi búið í mjög rykugu umhverfi. Fyrir 140 þúsund krónur þá eru þetta fín kaup miðað við nýja fartölvu.

Til að svara því sem ég er að vitna í: Það að nota HDMI tengið ætti ekki að hafa nein mælanleg áhrif á hitann, að því gefnu að ekkert annað hafi breyst. En ef þú hækkaðir upplausnina fyrir HDMI-tengda skjáinn þá gæti það útskýrt hækkunina. Líka ef þú hefur verið að spila HD video eða eitthvað. Ég notaði HDMI tengið á minni fartölvu mikið og það hafði engin mælanleg áhrif, en upplausnin á fartölvuskjánum og sjónvarpinu var sú sama, og ég gerði allt það sama og ég gerði á fartölvuskjánum, spila tölvuleiki, HD video og svo framvegis.

Edit: Lagaði smá orðalag til að hljóma ekki of bjartsýnn, 80° gráður á fartölvu finnst mér vera of mikið(megið samt alveg leiðrétta mig ef þið hafið aðra skoðun þar sem þetta er bara tilfinningalegt mat mitt á celsíus-skala).