Síða 1 af 1

Kaup á Thinkpad

Sent: Fim 29. Apr 2010 23:48
af kiddii
Er að leita að nýrri ferðavél fyrir háskólanám í haust. Er eiginlega kominn á þá niðurstöðu að kaupa Thinkpad vél frá Nýherja. Nú er bara spurningin hvaða vél á ég að taka. Er að fara í hugbúnaðarverkfræði og mun því vera mikið í að notast við hina og þessa editora og þurfa hafa slatta að minni til að keyra mörg forrit í einu og slíkt. Vill helst að geta stækkað minnið í henni í framtíðinni. Örgjörvar eru eitthvað sem ég þekki lítið til.
Svo er það skjákortið. Er að skoða vélar sem eru með sjálfstætt skjákort og svo með skjástýringu. Veit ekki hvort er betra en það hefur líklega eitthvað með batterís endingu að gera. Vil þó, hvort sem kortið er sjálfstætt eða skjástýrt, að það ráði við kannski ekki alveg nýjust leikina en alla þessa eldri og sé gott í bæði grafískavinnslu og vinnslu með tölvugrafík. Annað er frekar basic og skiptir kannski ekki máli mér vitanlega. Spurning hvernig harðan disk ég vil en hef í raun ekkert annað í huga en 250GB+ 7200sn disk.
Batterís ending er svolítið óvissumál. Þó það sé ekki það mikilvægasta þá vill maður samt geta treyst á batteríið í amk 3-6 tíma við venjulega notkun, við lærdóm og net flakki og í einhverjum editorum, word og slíku. Hiti á einnig að vera í meðallagi og helst ekki að hún sé að hitna mikið. Stýrikerfið þarf bara að vera Win 7 eiginlega sama hvaða útgáfu. Veit ekki hvort 64 bita sé betra en 32. EN þetta er vél sem ég hugsa sem frambúðar vél næstu 3-5 árin , þeas ef þróunin tekur ekki risastökk framm á þessum árum.

En af þeim vélum sem Nýherji býður uppá verið að skoða eftirfarandi:

http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 1,327.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.netverslun.is/Verslun/produc ... 9,327.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.netverslun.is/Verslun/produc ... 7,327.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.netverslun.is/Verslun/produc ... 8,327.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;

W510 hef ég skoðað og var heitur fyrir henni en las svo nokkru review þar sem bæði batterís ending var ekki mikil og hita myndun svona yfir meðallagi. En kemur þó enn til greina. En langar endilega að fá álit frá öðrum aðilum sem kannski geta ráðlagt mér meira og sagt til.

Re: Kaup á Thinkpad

Sent: Fim 20. Maí 2010 09:06
af valurth
Er í svipuðum pælingum en á erfitt með ákvörðun, þarf að velja mér nýja vinnuvél og hef verið að skoða:
ThinkPad T510
ThinkPad T410
ThinkPad W510
Apple MacBook Pro með i7 örgjörvanum

Hef verið að reyna finna góðan samanburð á þessum vélum en án árangurs.
Hefur einhver fundið samanburð á MAC og þessum ThinkPad vélum?
Eru einhverjar aðrar vélar sem endast eins vel og *ThinkPad?

Ég hef átt ThinkPad T42 frá því 2005 og hún er ennþá eins og ný út úr boxinu þrátt fyrir mikið flakk, en hardwareið er outdated.

Re: Kaup á Thinkpad

Sent: Fim 20. Maí 2010 11:03
af davidorri
Ég er með eina Thinkpad T400 til sölu
hún var keypt okt. 2008 frá Nýherja

látið vita ef þið hafið áhuga

Re: Kaup á Thinkpad

Sent: Fim 20. Maí 2010 11:57
af rapport
i7 örri í ferðavél ...

Er það ekki Mobile workstation frekar en notebook..

Re: Kaup á Thinkpad

Sent: Fim 20. Maí 2010 13:11
af Hargo
Ef ég væri þú þá myndi ég customiza sjálfur vél á lenovo.com og flytja inn sjálfur. Lenovo senda ekki beint til Íslands en hægt er að nota http://www.myus.com til að senda þetta hingað, já eða ShopUSA en þeir eru dýrari. Get lofað þér því að þú færð betra verð en hjá Nýherja og vél sem þú getur algjörlega customizað eftir þínu eigin höfði. Flestum Thinkpad vélunum fylgir einnig stöðluð 1 árs alþjóðleg ábyrgð sem Nýherji þjónustar, svo er hægt að borga smá extra fyrir lengri ábyrgð.

Ég gerði þetta sjálfur og sé ekki eftir því. Sparaði mér væna summu og gat sett SSD í vélina líka.