Síða 1 af 1

Raid 5 vs JBOD

Sent: Mið 21. Apr 2010 21:39
af ElbaRado
Sælir

Getur eitthver sagt mér muninn á Raid 5 og JBOD? Kosti og galla?

Ég er með lítinn ftp server heima með 3 ide diskum og einum sata disk og svo stýriskerfisdiskurinn.

Hvort væri betra fyrir mig að vera með Raid 5 eða JBOD?

Þessi vél sem er 7 ára gömul er bara notuð sem media server, streamað af henni og ftp.

Re: Raid 5 vs JBOD

Sent: Fim 22. Apr 2010 00:24
af Sydney
ElbaRado skrifaði:Sælir

Getur eitthver sagt mér muninn á Raid 5 og JBOD? Kosti og galla?

Ég er með lítinn ftp server heima með 3 ide diskum og einum sata disk og svo stýriskerfisdiskurinn.

Hvort væri betra fyrir mig að vera með Raid 5 eða JBOD?

Þessi vél sem er 7 ára gömul er bara notuð sem media server, streamað af henni og ftp.
RAID5 hefur parity, JBOD stendur fyrir Just a Bunch of Disks, sem sagt, bara allir diskar eins og þeir leggja sig.

Myndi skella á RAID0 í staðinn fyrir JBOD, færð mikla stærð og meiri hraða, en ef einn diskur fer missir þú öll gögn.

Re: Raid 5 vs JBOD

Sent: Fim 22. Apr 2010 12:47
af ElbaRado
En í JBOD er þá verri hraði en ef maður væri bara með diskana staka? Í JBOD þá missir maður ekki öll gögn ef einn diskur fer?

Vitið hvort það er hægt að vera með S-ata og P-ata saman í Raid0 eða JBOD?

Re: Raid 5 vs JBOD

Sent: Fim 22. Apr 2010 15:26
af Minuz1
ElbaRado skrifaði:En í JBOD er þá verri hraði en ef maður væri bara með diskana staka?
Nei, betri hraði sem þú hefur ekkert við að gera nema þú sért með 100 mbit tengingu heima hjá þér fyrir ftp serverinn.
ElbaRado skrifaði:Í JBOD þá missir maður ekki öll gögn ef einn diskur fer?

ElbaRado skrifaði:Vitið hvort það er hægt að vera með S-ata og P-ata saman í Raid0 eða JBOD?
Já, allt hægt

P.S Raid 5 og Raid 0 eiga ekkert sameiginlegt fyrir utan stafina RAID og sameiningu diska í 1 virtual drif.

Raid 5 er gagnaöryggi með performance
Raid 0 er performance án gagnaöryggis

Google er vinur þinn.....
Mynd

Re: Raid 5 vs JBOD

Sent: Fim 22. Apr 2010 15:53
af ElbaRado
Jájá ég er alveg búinn að gúggla þetta:) En ég hélt að ég hefði lesið eitthverstaðar að í annað hvort raid 5 eða JBOD væri í lagi að missa einn disk ef þú myndir svo setja nýjann í staðinn. Er eitthvað til í því?

Edit: Búinn að átta mig á þessu!

Re: Raid 5 vs JBOD

Sent: Fim 22. Apr 2010 17:01
af Minuz1
ElbaRado skrifaði:Jájá ég er alveg búinn að gúggla þetta:) En ég hélt að ég hefði lesið eitthverstaðar að í annað hvort raid 5 eða JBOD væri í lagi að missa einn disk ef þú myndir svo setja nýjann í staðinn. Er eitthvað til í því?

Edit: Búinn að átta mig á þessu!
Já, Raid 5 leyfir þér að missa 1 disk, hægir gríðalega á vinnslu disksins og hættir að veita þér gagnaöryggi.