Síða 1 af 1
kviknar ekki á kvikindinu!
Sent: Mið 07. Apr 2010 21:37
af Robin
ekkert gerist þegar ýtt er á start eða ON takkann, ég keypti nýtt power supply sem ég hélt að væri vandamálið en ekkert gerist, allt er í sambandi sem á að vera í sambandi, einhverjar hugmyndir? getur þetta verið eitthvað annað en móðurborðið?
kv.robert
Re: kviknar ekki á kvikindinu!
Sent: Mið 07. Apr 2010 21:45
af GuðjónR
Er þetta tölvan sem þú varst að
overclocka?
Re: kviknar ekki á kvikindinu!
Sent: Mið 07. Apr 2010 21:56
af Robin
nei ekkert overclockuð, aldrei verið það, ég bara slökkti á henni í gærkveldi og ætlaði að kveikja á henni aftur í dag en þá gerðist bara ekkert, yfirleitt set ég hana bara í sleep mode, en í þetta skipti slökkti ég á henni, er nokkuð vont fyrir tölvur að vera í sleep mode?
Re: kviknar ekki á kvikindinu!
Sent: Mið 07. Apr 2010 22:25
af AntiTrust
Eru gaumljós á móðurborðinu?
Annars, taktu allt úr sambandi við móðurborðið og sjáðu hvort hún ræsir í gang án skjákorts, HDD, USB external tengja og því öllu. Taktu RAM-ið líka úr og sjáðu hvað gerist, hún ætti að fara í gang, snúa viftum og pípa á þig. Svo bara tengiru eitt í einu og sérð þannig hvað veldur, eða hvort móðurborðið sjálft sé dautt.
Re: kviknar ekki á kvikindinu!
Sent: Mið 07. Apr 2010 22:46
af Robin
tók allt úr sambandi af borðinu nema nema örran og viftuna á honum, en ekkert gerist, er ekki hægt að sjokka móðurborðið einhvernvegin, með skrúfjárni eða vír? nei ég spyr? hef ekki miklu að tapa ef það er ónýtt hvort eð er?
Re: kviknar ekki á kvikindinu!
Sent: Mið 07. Apr 2010 22:54
af vesley
getur verið að þú sért með pluggið fyrir start takkann á vitlausum stað. s.s. þetta hér
Re: kviknar ekki á kvikindinu!
Sent: Fim 08. Apr 2010 00:22
af chaplin
Robin: Það er hægt að "shocka" það, tengdu PWR pinnan á móðurborðinu saman, fínt að nota bara skrúfjárn til þess.. Þegar ég segi tengdu þá meina ég ekki að beyja þá saman, bara svo þeir snertast gegnum annan málm.
Re: kviknar ekki á kvikindinu!
Sent: Fim 08. Apr 2010 03:13
af biturk
ef ekkert dugar get ég kíkt til þín og skoðað tölvuna fyrir smá aur, fljótlegt að dæma hvort móðurborð sé ónýtt eða ekki ef þú treistir þér ekki í þetta.
Re: kviknar ekki á kvikindinu!
Sent: Fim 08. Apr 2010 10:14
af Robin
hehe.... þetta virkaði takk fyrir það danielin
Re: kviknar ekki á kvikindinu!
Sent: Fim 08. Apr 2010 11:36
af Robin
nýtt vandamál, nú kemur ekki myndin í skjáin, prufaði að flytja skjákortið 8800gts í aðra vél og þar virkaði það, prufaði einnig að taka kort úr annari vél og setja í þessa og ekki kom heldur mynd með það kort 8600gt, þegar ég shockaði vélina var ekkert tengt nema örrinn og viftan oná honum, erum við að tala um nýtt móðurborð? eða er eitthvað annað sem ég get reynt?
Re: kviknar ekki á kvikindinu!
Sent: Fim 08. Apr 2010 11:48
af Oak
alltaf gott að prufa að taka batteríið úr í smá stund og sjá hvort að lagi eitthvað
Re: kviknar ekki á kvikindinu!
Sent: Mið 23. Jún 2010 14:48
af Benzmann
getur prófað að checka á vinnsluminnunum, taka öll úr nema eitt, og prófa að keyra hana svo upp,
Re: kviknar ekki á kvikindinu!
Sent: Mið 23. Jún 2010 23:42
af biturk
vil minna þig á að ég get ennþá kíkt á þetta fyrir þig
Re: kviknar ekki á kvikindinu!
Sent: Fim 24. Jún 2010 01:04
af rapport
Hvaða móðurborð ertu með?