Síða 1 af 1

Vantar álit/hjálp með val á tæki

Sent: Mið 31. Mar 2010 19:35
af GGG
Sjónvarpið er að gefa upp öndina og kominn tími á nýtt,
búinn að vera skoða tæki í Elko og Sjónvarpsmiðstöðinni,
og mér líst einna best á þetta tæki:

http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=47PFL7864H" onclick="window.open(this.href);return false;
Soldið dýrt(finnst mér), þess vegna er ég hikandi.

Hvað segið þið vaktarar um þetta tæki?

Budgetið hjá mér er ca. 250-300ish í mesta lagi,
og ég vil helst ekki minna tæki en 44-47 tommur.

Er persónulega mun hrifnari af LCD en plasma,
allavega í þeim tækjum sem ég hef verið að skoða síðustu daga,
finnst myndin bara eitthvað fallegri í LCD-unum.

Anyway, allar ábendingar vel þegnar.

Einn sem getur ekki ákveðið sig. :?

Re: Vantar álit/hjálp með val á tæki

Sent: Mið 31. Mar 2010 19:42
af Enginn
http://buy.is/" onclick="window.open(this.href);return false;

/thread

Re: Vantar álit/hjálp með val á tæki

Sent: Mið 31. Mar 2010 19:48
af GGG
Enginn skrifaði:http://buy.is/

/thread
buy.is opnast ekki hjá mér, og hvað með Philips tækið?
Er það til þar ódýrara eða er eitthvað annað tæki þar sem er betra?

Re: Vantar álit/hjálp með val á tæki

Sent: Mið 31. Mar 2010 22:07
af playmaker
Sæll.

Ágætis þumalputtaregla fyrir sjónvarpsgláp er að fjarlægðin frá áhorfanda að tækinu sé þrisvar sinnum horn í horn á sjónvarpinu. Stórt er ekki alltaf betra. Færð náttúrulega alltaf öflugra tæki þeim minni sem skjárinn er fyrir sama pening. (42" tæki á 300.000 ætti alltaf að vera betra en 47" tæki á 300.000).
Veit ekki hvort þú þekkir EISA awards en það eru sameiginleg evrópsk verðlaun fyrir allskonar tæknidót, m.a. sjónvörp. http://www.eisa.eu/awards/video" onclick="window.open(this.href);return false;
Þarna er LG tæki að fá verðlaun sem besta tæki á "viðráðanlegu verði" Þetta tæki er selt í elko á 320.000 http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1705" onclick="window.open(this.href);return false;
Spurning hvort það sé ekki betri kaup ef 42" duga þér. Nýja týpan af sama tæki frá LG er líka þarna til sölu á 350.000. Ég myndi ráðleggja þér að skoða þessi tæki við hliðina á tækjunum sem þú ert að spá í áður en þú tekur ákvörðun allavegana.

Gangi þér vel.

Re: Vantar álit/hjálp með val á tæki

Sent: Mið 31. Mar 2010 23:04
af GGG
playmaker skrifaði:Sæll.

Ágætis þumalputtaregla fyrir sjónvarpsgláp er að fjarlægðin frá áhorfanda að tækinu sé þrisvar sinnum horn í horn á sjónvarpinu. Stórt er ekki alltaf betra. Færð náttúrulega alltaf öflugra tæki þeim minni sem skjárinn er fyrir sama pening. (42" tæki á 300.000 ætti alltaf að vera betra en 47" tæki á 300.000).
Veit ekki hvort þú þekkir EISA awards en það eru sameiginleg evrópsk verðlaun fyrir allskonar tæknidót, m.a. sjónvörp. http://www.eisa.eu/awards/video" onclick="window.open(this.href);return false;
Þarna er LG tæki að fá verðlaun sem besta tæki á "viðráðanlegu verði" Þetta tæki er selt í elko á 320.000 http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1705" onclick="window.open(this.href);return false;
Spurning hvort það sé ekki betri kaup ef 42" duga þér. Nýja týpan af sama tæki frá LG er líka þarna til sölu á 350.000. Ég myndi ráðleggja þér að skoða þessi tæki við hliðina á tækjunum sem þú ert að spá í áður en þú tekur ákvörðun allavegana.

Gangi þér vel.
Já, það er mikið til í þessu hjá þér, kannski er 42" bara alveg nóg, þarf kannski að hugsa þetta eitthvað meira.

En þetta 42" tæki samanborið við Philips 47" tækið, mér sýnist eini munurinn vera að það er 200 Hz vs 100 Hz hjá Philips.
Verst að það er ekki hægt að skoða þau hlið við hlið, því að stærðargræðgin í mér segir mér að 47" sé betra :?

óþolandi hvað það er erfitt að ákveða sig, allar ábendingar vel þegnar #-o

Re: Vantar álit/hjálp með val á tæki

Sent: Fim 01. Apr 2010 09:21
af GGG
Nú stendur valið á milli þessara 3 tækja:

LG 42SL8000
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1705" onclick="window.open(this.href);return false;

LG 47LH4000
http://buy.is/product.php?id_product=760" onclick="window.open(this.href);return false;

Philips - 47PFL7864H
http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=47PFL7864H" onclick="window.open(this.href);return false;


Hvaða tæki munduð þið taka og hversvegna? 8-[

Re: Vantar álit/hjálp með val á tæki

Sent: Fim 01. Apr 2010 10:05
af Olafst
GGG skrifaði:

Hvaða tæki munduð þið taka og hversvegna? 8-[
Eina ráðið sem ég get gefið þér er að fara á staðinn og HORFA á tækin sjálf. Það er það sem skiptir mestu máli.
Að skoða tölur og specca er fínt upp að vissu marki, en þegar upp er staðið þá endaru á því að góna á tækið sjálft, ekki speccana í bæklingnum.

Re: Vantar álit/hjálp með val á tæki

Sent: Fim 01. Apr 2010 11:51
af GGG
Olafst skrifaði: Eina ráðið sem ég get gefið þér er að fara á staðinn og HORFA á tækin sjálf. Það er það sem skiptir mestu máli.
Að skoða tölur og specca er fínt upp að vissu marki, en þegar upp er staðið þá endaru á því að góna á tækið sjálft, ekki speccana í bæklingnum.
Já, en gallinn við það er að tækin eru ekki öll til á sama stað, svo veit maður ekkert hvað er mikið að marka það sem maður sér í búðunum, mismunandi góð signals sem eru send í tækin...