Síða 1 af 1
Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P
Sent: Fim 18. Mar 2010 01:19
af DoofuZ
Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P
Sent: Fim 18. Mar 2010 10:58
af oskarom
Hahaha, þetta minnir mig bara á þegar ég var 17 ára..
Þá var ég bara með 2 litla glugga sem hægt var að opna í herberginu mínu en það var aldrei þannig vindátt að loftið hreyfðist eitthvað. Á sumrin var ég með einhverja 220v viftu úr einhverri iðnaðartölvu eða einhverjum andksotanum, hún var ca. 180mm held ég og úr stáli, versta var að þetta hljómaði eins og að vera með stóra borvél á fullu inní herbergi, en þetta blés svaðalega.
En sniðugt "mod" engu að síður, græjaðu þér aðra svona 120mm viftu og síðan einhver fan grills sem covera viftuna þá er þetta orðið smekklegt líka

, spurning hvort það myndi minka hávaða ef þú hefur svampinn allan hringinn.
Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P
Sent: Fim 18. Mar 2010 14:26
af Danni V8
Fara alla leið og redda barka eins og er oft notaður á þurrkara og blása kalda loftinu að utan beint inn í tölvukassann

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P
Sent: Fim 18. Mar 2010 14:28
af chaplin
Danni V8 skrifaði:Fara alla leið og redda barka eins og er oft notaður á þurrkara og blása kalda loftinu að utan beint inn í tölvukassann

Haha það sem ég ætlaði að segja..
..og gera fljótlega.. ferskar 3°c af ísköldu lofti beint í kassann.. ooooverclock!

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P
Sent: Fim 18. Mar 2010 14:30
af biturk
daanielin skrifaði:Danni V8 skrifaði:Fara alla leið og redda barka eins og er oft notaður á þurrkara og blása kalda loftinu að utan beint inn í tölvukassann

Haha það sem ég ætlaði að segja..
..og gera fljótlega.. ferskar 3°c af ísköldu lofti beint í kassann.. ooooverclock!

en í sumar þegar sólin skín á gluggan með rúmlega 20 gráðu hita
doooooownvardclock

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P
Sent: Fim 18. Mar 2010 14:31
af Halli25
Minnir mig á kárahnjúkadagana mína, það var einn sem moddaði vél hjá sér þannig að hún hékk útum gluggan í kassa...
Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P
Sent: Fim 18. Mar 2010 14:39
af emmi
Danni V8 skrifaði:Fara alla leið og redda barka eins og er oft notaður á þurrkara og blása kalda loftinu að utan beint inn í tölvukassann

Já og blása kannski rakanum inn í leiðinni?

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P
Sent: Fim 18. Mar 2010 14:48
af chaplin
biturk skrifaði:daanielin skrifaði:Danni V8 skrifaði:Fara alla leið og redda barka eins og er oft notaður á þurrkara og blása kalda loftinu að utan beint inn í tölvukassann

Haha það sem ég ætlaði að segja..
..og gera fljótlega.. ferskar 3°c af ísköldu lofti beint í kassann.. ooooverclock!

en í sumar þegar sólin skín á gluggan með rúmlega 20 gráðu hita
doooooownvardclock

Uss!!
En já á sumrin þá get ég svo lítið spila, work 24/5 - djamm 24/2 svo..
faraldur skrifaði:Minnir mig á kárahnjúkadagana mína, það var einn sem moddaði vél hjá sér þannig að hún hékk útum gluggan í kassa...
Wait for it..
emmi skrifaði:Danni V8 skrifaði:Fara alla leið og redda barka eins og er oft notaður á þurrkara og blása kalda loftinu að utan beint inn í tölvukassann

Já og blása kannski rakanum inn í leiðinni?

..BOOM! Annars eru leiðir til að "blocka" raka, en stöðvar erfiðlega óvænta íslenska rigningu.

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P
Sent: Fim 18. Mar 2010 15:35
af Danni V8
Láta barkann bara benda niður úti. Það er aldrei nógu mikill sogkraftur á svona viftu til að ná að sjúga inn eitthvað hættulega mikið magn af raka.
Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P
Sent: Fim 18. Mar 2010 15:56
af DoofuZ
oskarom skrifaði:spurning hvort það myndi minka hávaða ef þú hefur svampinn allan hringinn.
Hávaða? Hvaða hávaða? Heyri ekki boffs í þessu!

Annars aldeilis sniðugar hugmyndir hjá ykkur öllum, að hafa barka gæti svosem verið sniðugt að einhverju leyti en ég myndi samt ekki ganga það langt að hafa einn svoleiðis að tölvunni, þessi tölva sem er þarna rétt hjá glugganum (á gólfinu reyndar en samt við ofninn sem er beint undir glugganum) er bara gömul vél sem ég er mest að nota í eitthvað smáfikt. Er aðallega að nota hana í bruteforcetest þessa dagana

en hún verður seint notuð í einhverja þunga leikjaspilun þó hún sé ágæt í svoleiðis þar sem aðaltölvan mín sér alfarið um það og sú tölva er lengst til hægri á gólfinu á meðan þessi gamla er vinstra megin þar sem glugginn er.
Það er nokkuð góð hugmynd annars að setja eitthvað fangrill á þetta en ég vil samt helst hafa einhverja síu eða eitthvað sem gæti safnað öllum óhreinindunum saman svo hvorki viftan né skrifborðið verði skítugt. Get ég ekki bara keypt einhverja venjulega ryksíu í næstu tölvubúð og notað eitthvað svoleiðis?
Hvort er svo betra að láta viftuna soga loft inn eða blása út?
Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P
Sent: Fim 18. Mar 2010 16:35
af chaplin
DoofuZ skrifaði:
Hvort er svo betra að láta viftuna soga loft inn eða blása út?
Inn = Miklu kaldari búnaður
Út = Kaldari búnaður, líklegast, þó örugglega ekki mjög mikið..
Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P
Sent: Fös 26. Mar 2010 00:53
af hauksinick
Hvort er svo betra að láta viftuna soga loft inn eða blása út?
held það virki voða lítið að vera eh að reyna að blása lofti út af einhverju ráði.Þarftu ekki aaðeins öflugri viftu til þess ?
Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P
Sent: Fös 30. Apr 2010 20:21
af Gunnar
http://kisildalur.is/?p=2&id=1111" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P
Sent: Fös 30. Apr 2010 21:08
af mercury
eina vitið að reyna að finna ónýta rafsuðuvél og taka úr henni viftuna. það eru græjur sem blása

Re: Mitt fyrsta "mod", samt ekki beint alvöru mod :P
Sent: Þri 04. Maí 2010 01:14
af DoofuZ
Djö, var einmitt í 'dalnum í dag en datt þetta ekki í hug

Var samt búinn að skoða allt hjá þeim áður en ég mætti, geri það alltaf þegar ég þarf að kaupa eitthvað til að sjá hvort það sé eitthvað annað sniðugt sem ég get keypt í leiðinni

Geri það bara næst þegar ég er á svæðinu.