Síða 1 af 1
viftuvandræði
Sent: Mán 08. Mar 2010 16:52
af Lizard
ég er með frekar ágætis vél
ég ætla að bæta við mig viftu í tölvuna bara 1-2stk
ég hef ekki fleiri raufar fyrir viftuna?
er ekki hægt að gera mótor eða nota batterý eða eitthvað til að knúa viftuna áfram
spurning mín er
hvernig fæ ég svona litla viftu til ad snúast
hægt að fá mótor til ad tengja fleiri viftur? hvar þá
þetta er Dragon turn rosastór
takk fyrir
btw get ekki keypt mér nýrri tölvu hehe
Re: viftuvandræði
Sent: Mán 08. Mar 2010 17:03
af Gunnar
hver vifta er með litlum mótor inní sér, sem þú tengir við 4 pinna, 12V úr aflgjafann eða í móðurborðið með 3 pinna tengi

vona að ég fari með rétt mál.
Re: viftuvandræði
Sent: Þri 09. Mar 2010 22:27
af Lizard
enginn mótór ?
Re: viftuvandræði
Sent: Þri 09. Mar 2010 22:29
af Lexxinn
kaupa bara stóra vinnustofu viftu eða svona skrifstofu og hafa beint á tölvuna gerði það áður en ég skipti um kassa
Re: viftuvandræði
Sent: Þri 09. Mar 2010 22:30
af biturk
hvað ertu að meina?
hver vifta er með lítinn segul inn í sér og straumur sem fer í kringum hann lætur hana snúast
enginn mótor í rauninni
Re: viftuvandræði
Sent: Fös 12. Mar 2010 22:53
af Godriel
biturk skrifaði:hvað ertu að meina?
hver vifta er með lítinn segul inn í sér og straumur sem fer í kringum hann lætur hana snúast
enginn mótor í rauninni
eh... það er mótor

Re: viftuvandræði
Sent: Lau 13. Mar 2010 00:53
af mercury
biturk skrifaði:hvað ertu að meina?
hver vifta er með lítinn segul inn í sér og straumur sem fer í kringum hann lætur hana snúast
enginn mótor í rauninni
hahaha þetta er það sem menn kalla mjög einfaldur rafmagnsmótor.
En allavegana...
Tjahh á voðalega erfitt með að skilja hvað þú ert að meina en flestar viftur sem ég hef séð eru með molex 4pin tengi

ef þú hefur ekki laust pláss fyrir fleiri viftur þá er spurning um að fá sér bara öflugri viftur. ég sjálfur er með 2stk
svona
http://kisildalur.is/?p=2&id=819" onclick="window.open(this.href);return false; og þær blása alveg helvíti vel. en auðvitað mælir maður með því sem allir eru að tala um
http://buy.is/product.php?id_product=635" onclick="window.open(this.href);return false; hef bara heyrt að þær séu mjög háværar.
ef þú hefur ekki pláss fyrir fleiri viftur en villt bæta loftflæðið þá er alveg spurning um að gera það sem ég er að spá í að fórna antec p182 mínum í, og það er að bora út göt fyrir festingum og skera gat á hliðina sem snýr að tölvukraminu, fyrir
http://buy.is/product.php?id_product=1095" onclick="window.open(this.href);return false; lætur hana miða sirka mitt á milli skjákorts og örgjörfa. Mæli sterklega með því að þú reddir þér samt einhverskonar vírneti til að setja milli hliðar og viftu til að losna við sem allra mest ryk.
Re: viftuvandræði
Sent: Lau 13. Mar 2010 00:58
af mercury
ef þú ert að tala um það að þú hafir ekki fleiri molex tengi fyrir viftur þá er ekkert mál að fá sér bara fjöltengi...
http://www.computer.is/vorur/1318/" onclick="window.open(this.href);return false;
vona að ég hafi geta hjálpað þér einhvað
