Síða 1 af 1

Hljóðlátt skjákort

Sent: Þri 13. Jan 2004 19:16
af dabbi2000
Vantar skjákort í sjónvarpstölvu og geri því kröfur um góð tv-out gæði. Bónus að hafa smá 3d en þar sem þetta er hljóðlát tölva má ekki heyrast í sjónvarpskortinu.

Hverju mælið þið með í svona??

Re: Hljóðlátt skjákort

Sent: Þri 13. Jan 2004 19:58
af Hlynzit
dabbi2000 skrifaði:Vantar skjákort í sjónvarpstölvu og geri því kröfur um góð tv-out gæði. Bónus að hafa smá 3d en þar sem þetta er hljóðlát tölva má ekki heyrast í sjónvarpskortinu.

Hverju mælið þið með í svona??

þú segir að þig vanti skjákort í sjónvarpstölvu og svo segiru "má ekki heyrast í sjónvarpskortinu." ertu að fá þér sjónvarpskort eða skjákort?

Sent: Þri 13. Jan 2004 20:03
af dabbi2000
video kort, rgb!

Sent: Þri 13. Jan 2004 22:50
af nomaad
Það er nú frekar ólíklegt að þú fáir nokkurs staðar kort með RGB útgangi (ég býst við að þú eigir við component útganga), en SVHS eða RCA virkar fínt. Ég er með RCA/Composite út á mínu Radeon 9500 Pro tengt í switchbox og síðan í SCART á sjónvarpinu og gæðin eru bara mjög fín fyrir video (og einstaka leik).

Ég myndi mæla með Powercolor Radeon 9200 SE korti frá Tölvuvirkni, kannski ekki alveg það öflugasta í leikina, en samt ágætis kort sem ég hef smellt í margar tölvur sem ekki þurfa þrívíddarvinnslu. Ef þú vilt fá video-in líka, þá er Tölvulistinn með nokkur þannig Nvidia kort, en ég mæli ekkert svakalega með þeim, of dýr að mínu mati.

Ég setti Asus Radeon 9600XT frá Boðeind í eina tölvu sem þurfti video-in og einhverja getu til að spila leiki og ég get varla sagt frá því hvað það sparkaði í marga rassa. Mæli hiklaust með því, þó verðið sé kannski í hærri kantinum (~27þús).

Sent: Þri 13. Jan 2004 23:18
af nomaad
Ákvað að kíkja á Start að ganni, og þetta kort er alveg örugglega helvíti gott fyrir þínar þarfir: http://start.is/product_info.php?cPath= ... cts_id=364

Sent: Þri 13. Jan 2004 23:38
af dabbi2000
rgb var reyndar til að leggja áherslu á að þetta er video kort en svona því tengt... er RGB ekki úttakið til að tengja í VGA skjá??

Radeon 9200... er með viftu, bannað!

Shuttle tölvan mín nýja er ofurhljóðlát ætla ekki að skemma það með ryksugu í skjákortinu, takk samt!

Sent: Þri 13. Jan 2004 23:43
af Pandemic
Hendir bara viftunni af og settur headZink

Sent: Mið 14. Jan 2004 00:27
af kid
Pandemic skrifaði:Hendir bara viftunni af og settur headZink


(headzink) :shock: Hvað er nú það? :lol:

það heitir "heatsink"


:wink:

Sent: Mið 14. Jan 2004 14:11
af nomaad
dabbi2000 skrifaði:rgb var reyndar til að leggja áherslu á að þetta er video kort en svona því tengt... er RGB ekki úttakið til að tengja í VGA skjá??

Radeon 9200... er með viftu, bannað!

Shuttle tölvan mín nýja er ofurhljóðlát ætla ekki að skemma það með ryksugu í skjákortinu, takk samt!


Nei, það heitir bara VGA (eða DSUB15) eftir minni bestu vitund.

Ryksuga er soldið djúpt í árina tekið, oftast heyrist mjög lítið í skjákortaviftum (nema þá að þú hafir slysast til að fá þér FX 5800). En ef þú ert alveg harður á engri viftu, þá eru bæði Radeon 9200 kortin hjá Tölvuvirkni án viftu:
http://tolvuvirkni.net/pw?inc=view&flo= ... 9200_128MB

http://tolvuvirkni.net/pw?inc=view&flo= ... _PC_9200SE

Sent: Mið 14. Jan 2004 16:06
af SkaveN
Mæli allavega með þessu http://www.task.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=587 heyrist auðvita ekkert og alveg mjög góð kæling :8)

Sent: Mið 14. Jan 2004 23:55
af Buddy
MSI skjákort eru mörg með fjarstýringu sem að gæti henntað þér vel miðað við hverskonar vél þú ert að stefna á. Sum eru með viftu en þær eiga að vera sérlega hljóðlátar.
Fæst hjá Tolvulistanum.

msi remote

Sent: Fim 15. Jan 2004 00:06
af SIKO
eg á mjog hljoðlágt skjá kort med fjarstiringu 128 mb ddr fx5200 msi 2ja mánada gamalt. sel það á 8 þús, kostar 13.900... í ábyrgð 2 ár held ég??