Síða 1 af 1
Líftími tölvunnar
Sent: Fös 15. Jan 2010 16:12
af appel
Er að velta fyrir mér hvað fólk er virkt í því að uppfæra tölvuna hjá sér. Þá á ég við annaðhvort móðurborð+cpu+ram uppfærsla eða bara allt heila klabbið.
Ég er á 2ja ára gamalli vél, sem kostaði um 120þ á sínum tíma, sem mér finnst alveg ÞRUSUGÓÐ. Var að kaupa aukaminni í hana til að geta keyrt Windows 7 almennilega. Held að hún eigi allavega 2 góð ár eftir.
En svo er ég hissa á að sjá suma einstaklinga hér spreðandi fullt af pening í að uppfæra vélina sína þegar þeir eru með alveg ágætis hardware fyrir!!
Ég er nískupúki og uppfæri ekki nema ég virkilega þurfi.
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Fös 15. Jan 2010 16:19
af vesley
uppfæri alltaf eitthvað á allavega 2 ára fresti og þá nýtt skjákort vinnsluminni eða eitthvað í þá áttina.
er að keyra á vél núna sem er nýlega orðin 2 ára búinn að upgrada hana 1 sinni og var með sjónvarpskort líka um tímabil en kalla það varla uppfærslu
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Fös 15. Jan 2010 16:21
af biturk
ég uppfæri bara þegar ég þarf þess nauðsynlega, ég er nískur á að spreða peningum í hluti sem úreldast fljótar heldur en maturinn minn kólnar
ég hef einu sinni keipt mér tölvu í heilu með öllu og það var þegar ég fermdist, ég er til dæmis bara ný búinn að leggja skjánum sem ég fékk þá og er enn að nota hátalarana
en ég stefni á nýjann psu, annan harðann disk og meira minni og þegar það er komið verður sennielga ekki uppfært nema skjákort eftir 2 ár eða svo!
nema eitthvað hrynji
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Fös 15. Jan 2010 16:28
af urban
ég sagði 4 ár.
það er þetta 3- 4 ár síðustu 2 skipti sem að ég hef endurnýjað (er einmitt að standa í því núna)
en ég líka spila ekki leiki að staðaldri og er ekki í þungum forritum þannig að ég þarf í raun ekkert að endurnýja nema eitthvað hreinlega bili einsog gerðist núna.
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Fös 15. Jan 2010 16:30
af AntiTrust
Ég spila reyndar enga leiki, en finnst þó nauðsynlegt að hafa nokkuð öfluga vél, enda multitasking mitt miðjunafn. Ég hugsa ég uppfæri alltaf e-rn component í vélinni eða jaðarbúnað nokkrum sinnum á ári, en allann pakkann ca 1,5-2ára fresti. Er akkúrat að fara í i7 setup núna bráðlega, 2 ár síðan ég pússlaði fyrst saman í kassann sem ég er með núna, þrátt fyrir að vera talsvert öðruvísi íhlutir í honum í dag.
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Fös 15. Jan 2010 16:43
af Frost
Ég tel að það sé nauðsynlegt á 2 ára fresti. Allanvegna ég því að ég spila svo gríðalega mikið af leikjum.
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Fös 15. Jan 2010 16:50
af appel
Frost skrifaði:Ég tel að það sé nauðsynlegt á 2 ára fresti. Allanvegna ég því að ég spila svo gríðalega mikið af leikjum.
Ég skil þetta ekki. Ég keypti mér Geforce 8800GT fyrir 2 árum með nýrri vél, ég get spilað alla nýjustu leikina tel ég. Reyndar er ég ekki mikið að spila leiki nema gamla leiki frá 20. öldinni! LOL.
En eru það tölvuleikirnir sem öskra á uppfærslu?
Mjög margir segjast uppfæra á 2ja ára fresti. Athyglisvert. Sem þýðir að ég er með eldgamalt hardware... hehe, mér finnst vélin mín bara þrusugóð!!
Q6600, 4GB 800Mhz RAM, P35 móðurborð, 8800GT.
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Fös 15. Jan 2010 16:53
af kiddi
Ég er nýbúinn að uppfæra úr Core2Duo E6700 frá árinu 2007 yfir í i7 920, með sama 8800GTS 320mb skjákortið, það er 0% munur á tölvuleikjum - sýnir bara að það er skjákortið sem skiptir öllu máli í tölvuleikjunum. Hinsvegar er Photoshop/Lightroom/After Effects orðið 3-5falt hraðvirkara.
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Fös 15. Jan 2010 16:54
af vesley
kiddi skrifaði:Ég er nýbúinn að uppfæra úr Core2Duo E6700 frá árinu 2007 yfir í i7 920, með sama 8800GTS 320mb skjákortið, það er 0% munur á tölvuleikjum - sýnir bara að það er skjákortið sem skiptir öllu máli í tölvuleikjunum. Hinsvegar er Photoshop/Lightroom/After Effects orðið 3-5falt hraðvirkara.
fer nú auðvitað algjörlega eftir tölvuleikjum
sumir þurfa kraftlítið skjákort en svakalegann örgjörva
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Fös 15. Jan 2010 16:56
af Frost
appel skrifaði:Frost skrifaði:Ég tel að það sé nauðsynlegt á 2 ára fresti. Allanvegna ég því að ég spila svo gríðalega mikið af leikjum.
Ég skil þetta ekki. Ég keypti mér Geforce 8800GT fyrir 2 árum með nýrri vél, ég get spilað alla nýjustu leikina tel ég. Reyndar er ég ekki mikið að spila leiki nema gamla leiki frá 20. öldinni! LOL.
En eru það tölvuleikirnir sem öskra á uppfærslu?
Mjög margir segjast uppfæra á 2ja ára fresti. Athyglisvert. Sem þýðir að ég er með eldgamalt hardware... hehe, mér finnst vélin mín bara þrusugóð!!
Q6600, 4GB 800Mhz RAM, P35 móðurborð, 8800GT.
Ég er svolítil grafík hóra. Spila varla leiki nema að þeir séu fallegir. Eins og með crysis. Ég hætti að spila hann þangað til að ég uppfærði tölvuna til að hann væri meira "eye candy". Annars er ég líka fiktari í photoshop og converta mikið af video-um fyrir ipodinn minn.
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Fös 15. Jan 2010 17:12
af urban
AntiTrust skrifaði:Ég spila reyndar enga leiki, en finnst þó nauðsynlegt að hafa nokkuð öfluga vél, enda multitasking mitt miðjunafn. Ég hugsa ég uppfæri alltaf e-rn component í vélinni eða jaðarbúnað nokkrum sinnum á ári, en allann pakkann ca 1,5-2ára fresti. Er akkúrat að fara í i7 setup núna bráðlega, 2 ár síðan ég pússlaði fyrst saman í kassann sem ég er með núna, þrátt fyrir að vera talsvert öðruvísi íhlutir í honum í dag.
tilhvers að skipta um jaðarbúnað nokkrum sinnum á ári ?
ég mundi kaupa mér nýja tölvuskjái núna ef að ég hefði efni á því, langar í 24" og helst 2x24"
er núna með 2x20" og er alveg hæst ánægður, en það eru líka orðnir 2 ára gamlir skjáir.
þeir koma alveg til með að duga heillengi í viðbót. það er bara spurning um hvenar mig langar í stærra og fæ mér það.
en að skipta um svona búnað nokkrum sinnum á ári er að mínu mati vitleysa.
skjáir, hljóðkort/hátalarar/heyrnatól, lyklaborð, mús og tölvustóll.
þetta eru hlutir sem að ég legg mikið uppúr, en allt nema stóllinn hjá mér er samt "hundgamalt"
skjáirnir ca 2 ára, lyklaborðið ca 3 ára og músin enn eldri.
stóllinn er reyndar tiltölulega nýlegur.
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Fös 15. Jan 2010 17:22
af AntiTrust
urban skrifaði:tilhvers að skipta um jaðarbúnað nokkrum sinnum á ári ?
ég mundi kaupa mér nýja tölvuskjái núna ef að ég hefði efni á því, langar í 24" og helst 2x24"
er núna með 2x20" og er alveg hæst ánægður, en það eru líka orðnir 2 ára gamlir skjáir.
þeir koma alveg til með að duga heillengi í viðbót. það er bara spurning um hvenar mig langar í stærra og fæ mér það.
en að skipta um svona búnað nokkrum sinnum á ári er að mínu mati vitleysa.
Afhverju er það vitleysa?
Ég tók nú "jaðarhluti og íhluti" saman í setningunni, þeas meinti að ég skipti oftast um annaðhvort e-ð af íhlutum eða jaðarbúnaði, eða jafnvel bæði á ári. Fyrir mér er alveg jafn mikilvægt að vera með mikið og gott skjápláss og góða skjái á bakvið og fyrir suma að vera með dýrasta skjákortið á markaðnum eða þarnæst - sem mér finnst rosalega kjánalegt. Gott lyklaborð er mér mjög mikilvægt og ég hef farið í gegnum mörg á ári ef því er að skipta, bara til þess að reyna að finna það besta - sem ég er líklega búinn að gera, með MS Ergonomic 4000 og skipti seint yfir í annað nema e-ð svipað.
Svo lengi sem maður hefur vel efni á þessum duttlungum sínum er það í góðu lagi. Það sem ég eyði oftast peningum í gerir mér kleift að vinna meira í einu, og hraðar. Ég er þó ekki að eyða pening í hluti til þess að geta spilað Crysis í hæstu gæðum. Sitt sýnist hverjum, þannig er það bara.
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Fös 15. Jan 2010 18:15
af Frost
AntiTrust skrifaði:urban skrifaði:tilhvers að skipta um jaðarbúnað nokkrum sinnum á ári ?
ég mundi kaupa mér nýja tölvuskjái núna ef að ég hefði efni á því, langar í 24" og helst 2x24"
er núna með 2x20" og er alveg hæst ánægður, en það eru líka orðnir 2 ára gamlir skjáir.
þeir koma alveg til með að duga heillengi í viðbót. það er bara spurning um hvenar mig langar í stærra og fæ mér það.
en að skipta um svona búnað nokkrum sinnum á ári er að mínu mati vitleysa.
Afhverju er það vitleysa?
Ég tók nú "jaðarhluti og íhluti" saman í setningunni, þeas meinti að ég skipti oftast um annaðhvort e-ð af íhlutum eða jaðarbúnaði, eða jafnvel bæði á ári. Fyrir mér er alveg jafn mikilvægt að vera með mikið og gott skjápláss og góða skjái á bakvið og fyrir suma að vera með dýrasta skjákortið á markaðnum eða þarnæst - sem mér finnst rosalega kjánalegt. Gott lyklaborð er mér mjög mikilvægt og ég hef farið í gegnum mörg á ári ef því er að skipta, bara til þess að reyna að finna það besta - sem ég er líklega búinn að gera, með MS Ergonomic 4000 og skipti seint yfir í annað nema e-ð svipað.
Svo lengi sem maður hefur vel efni á þessum duttlungum sínum er það í góðu lagi. Það sem ég eyði oftast peningum í gerir mér kleift að vinna meira í einu, og hraðar. Ég er þó ekki að eyða pening í hluti til þess að geta spilað Crysis í hæstu gæðum. Sitt sýnist hverjum, þannig er það bara.
Alveg sammála þér með lyklaborðið en hinsvegar tel ég músina líka mikilvæga.
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Fös 15. Jan 2010 19:14
af gardar
Ég uppfæri amk eitthvað eitt hjá mér á ári, og er þá oftast búinn að skipta út á 2 ára fresti.
Þetta er ekki svo dýrt sport þannig séð, ef rétt er farið að... Ég reyni að fara virkilega gætilega með mína hluti og á orginal umbúðir, það er lítið mál að fá stórann hluta kosnaðarins til baka með því að selja gamla dótið.
En þá þarf maður líka að passa sig að sofna ekki á verðinum, ná að selja dótið áður en það hrapar of mikið í verði.....
Hef stundað þetta með hinum ýmsu raftækjum, tölvum, símum, mp3 spilurum osfrv.... Grunnurinn er kannski dýr en að uppfæra telur svo bara í nokkrum þúsundköllum.
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Fös 15. Jan 2010 19:40
af littli-Jake
ég reyni að uppfæra í pörtun en út af þessu leiðinda chipsettrugli er það ekki alltaf hægt. Ég er TD núna að runna á E8400. Kanski fer maður í Q9550 Einhvern daginn. En ef maður ætlar í i7 eða eitthvað álíka þarf maður að skipta bæði um móðurboðr og minni þar sem DDR2 verður gjörsamlega orðið úrelt þegar ég loksins fer í i7 (þ.e.a.s. ef i7 verður ekki líka orðið úrelt as hell)
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Fös 15. Jan 2010 21:44
af urban
AntiTrust skrifaði:urban skrifaði:tilhvers að skipta um jaðarbúnað nokkrum sinnum á ári ?
ég mundi kaupa mér nýja tölvuskjái núna ef að ég hefði efni á því, langar í 24" og helst 2x24"
er núna með 2x20" og er alveg hæst ánægður, en það eru líka orðnir 2 ára gamlir skjáir.
þeir koma alveg til með að duga heillengi í viðbót. það er bara spurning um hvenar mig langar í stærra og fæ mér það.
en að skipta um svona búnað nokkrum sinnum á ári er að mínu mati vitleysa.
Afhverju er það vitleysa?
Ég tók nú "jaðarhluti og íhluti" saman í setningunni, þeas meinti að ég skipti oftast um annaðhvort e-ð af íhlutum eða jaðarbúnaði, eða jafnvel bæði á ári. Fyrir mér er alveg jafn mikilvægt að vera með mikið og gott skjápláss og góða skjái á bakvið og fyrir suma að vera með dýrasta skjákortið á markaðnum eða þarnæst - sem mér finnst rosalega kjánalegt. Gott lyklaborð er mér mjög mikilvægt og ég hef farið í gegnum mörg á ári ef því er að skipta, bara til þess að reyna að finna það besta - sem ég er líklega búinn að gera, með MS Ergonomic 4000 og skipti seint yfir í annað nema e-ð svipað.
Svo lengi sem maður hefur vel efni á þessum duttlungum sínum er það í góðu lagi. Það sem ég eyði oftast peningum í gerir mér kleift að vinna meira í einu, og hraðar. Ég er þó ekki að eyða pening í hluti til þess að geta spilað Crysis í hæstu gæðum. Sitt sýnist hverjum, þannig er það bara.
ahh þú ert pínu að misskilja mig held ég
einsog ég sagði, þá legg ég mikið uppúr jaðarbúnaði.
en þegar að maður dettur niður á góðan jaðarbúnað, t.d. skjá, lyklaborð og mús, þá tel ég óþarfi að skipta þessu reglulega út, hvað þá 1 - 2 á ári
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Fös 15. Jan 2010 21:53
af SolidFeather
ég er búinn að eiga skjáinn og hátalarana í meira en 4 ár hugsa ég, allaveganna hátalarana. Ég finn enga þörf fyrir því að uppfæra tölvuna mína, þó hún sé orðin 1-2 ára.
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Lau 16. Jan 2010 02:54
af DoofuZ
Hingað til hef ég keypt svotil splunkunýja vél á 3ára fresti að meðaltali. Keypti þá fyrstu fyrir fermingarpeninginn 1996 (Tulip Universa hlúnkur, úrelt við kaup
á hana ennþá, samt dauð), svo var það fyrsta turnvélin keypt í Tölvulistanum 1999 (fylgdi með henni 5.1 hátalarasett sem var farið illa með en hent mjög seint), síðan var það notuð tölva árið 2002 (ekki skynsöm kaup, var með einn gallaðan minniskubb sem uppgvötaðist seint), svo fyrsta samsetta tölvan árið 2005 (CM Stacker kassinn og LanParty móðurborðið með meiru), síðan var það fyrsta fartölvan árið 2007 (Acer Aspire 5672) og að lokum fyrsta alvöru mulningsvélin í lok 2009 (Gigabyte móðurborð, 4ra kjarna örgjörvi, DDR3 minni og þrusugott skjákort)
Held að ég sé nokkuð góður í bili núna, efast um að ég þurfi að uppfæra mikið eftir næstu þrjú ár amk. ekki að fullu, kannski bara meira minni og auka/nýtt skjákort seinna.
Svo hef ég skipt nokkrum sinnum um lyklaborð, bæði til að redda öðrum í fjölskyldunni með því gamla og líka einstaka sinnum vegna þess hve það gamla hefur orðið skítugt eða eitthvað í þeim dúr. Mýsnar hafa líka verið nokkrar en bæði þær og lyklaborðin ávalt bara eitthvað ódýrt og einfalt. Svo var ég með 17" túbuskjá frá '99 til 2007 (sem var gallaður, var smá dimmur og varð svo verri með tímanum) og hef síðan þá verið með 20" LCD Acer skjá
Hátalarar og headphone hefur svo verið uppfært minnst en er með það helvíti gott í dag, Creative GigaWorks T20 og Sennheiser HD201 headphones
Ég uppfæri yfirleitt ekki nema ég sjái mjög góða ástæðu til þess og þegar ég geri það þá reyni ég að vanda mig rosa vel við valið, leita oftast að því hagkvæmasta en jafnframt með því öflugasta og besta fyrir peninginn
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Sun 17. Jan 2010 12:57
af CraZy
Ég held að borðtölvan sé orðin 7 ára, virkar fínt í browsing og torrent.
Nota lappann í allt annað en hann er orðinn 4 ára. Virkar fínt í eina leikinn sem ég spila á pc, eve
spila nýju leikina bara á ps3
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Mið 20. Jan 2010 11:30
af JReykdal
Borðtölvan er að verða 5 ára, þótt ég sé nú búinn að bæta við minni og uppfæra skjákortið á þeim tíma. Keyrði þó MW2 alveg skítsæmilega í 1280x720
Það er samt farið að síga á seinni hlutann á henni. Viðurkenni það alveg
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Mið 20. Jan 2010 12:59
af gRIMwORLD
Ég byrjaði fyrir 2 1/2 ári með Q6600, 8800GTX, 22" skjá osfrv. Er núna með 24" skjá sem á eftir að endast mér í nokkur ár, uppfærði fyrir jól í QX9650 því ég fékk hann á fínu verði og skipti út móðurborði í leiðinni, náði að selja hitt þannig að kostnaður þar á milli var hverfandi.
Var mikið búinn að velta fyrir mér að uppfæra í i7 en þegar allt var tekið til greina þá var það hreinlega of dýr pakki miðað við performance increase.
Ætla mér að keyra á núverandi setupi í óákveðinn tíma. Mögulega breyta system HDD í eitthvað hraðvirkara.
En eins og aðrir hafa verið að benda á þá er mjög gott að fylgjast með markaðnum eftir tækifærum til að losa sig við núverandi búnað og fá nýtt inn á tilboðum. Þannig er uppfærslukostnaðnum haldið í lágmarki .
Re: Líftími tölvunnar
Sent: Mið 20. Jan 2010 13:03
af hsm
Uppfæri nú bara eftir þörfum.