Síða 1 af 1

HJÁLP með ViCO TViX R-3300

Sent: Mið 13. Jan 2010 22:00
af Kennarinn
Var að kaupa þennan um daginn og mér er sagt að það sé hægt að taka upp úr sjónvarpinu á hann. En mér er fyrirmunað að skilja hvernig það er gert. Kann þetta einhver hérna?

Re: HJÁLP með ViCO TViX R-3300

Sent: Mið 13. Jan 2010 22:11
af Cikster
Ýtir á takkann með rauða punktinum sem stendur REC undir .... (Neðst niðri hægra megin)

Virkar fínt með spilaranum hjá mér (reyndar búinn að uppfæra í nýjasta firmware) að taka upp á harðadiskinn sem ég er með í honum. Veit ekki hvort virki að taka upp á harðandisk sem er tengdur í usb en minnir að ég hafi séð að það virki einhverstaðar.

Re: HJÁLP með ViCO TViX R-3300

Sent: Mið 13. Jan 2010 22:13
af hagur
Hann er með composite og S-Video inngang. Þú tengir einfaldlega slíkar snúrur úr afruglaranum þínum (digital ísland eða breiðband, eða hvað það er sem þú ert með) í þessi tengi og þannig fær flakkarinn sjónvarpsmerkið inn og getur tekið upp.

Hann tekur semsagt ekki við loftnetsmerki beint og er ekki með innbygðan TV-tuner, heldur reiðir hann sig á að þú sért með set-top box (afruglara) sem þú tengir við eins og ég talaði um hér að ofan.

Re: HJÁLP með ViCO TViX R-3300

Sent: Mið 13. Jan 2010 22:46
af Kennarinn
Er ekki með neinn afruglara, er ég þá allveg stopp eða?

Re: HJÁLP með ViCO TViX R-3300

Sent: Mið 13. Jan 2010 23:41
af Cikster
Eða nota scart út á video eða dvd spilara.

Re: HJÁLP með ViCO TViX R-3300

Sent: Fim 14. Jan 2010 00:07
af Pandemic
Kennarinn skrifaði:Er ekki með neinn afruglara, er ég þá allveg stopp eða?
Það gegur lítið þar sem flakkarinn er ekki með tuner.

Re: HJÁLP með ViCO TViX R-3300

Sent: Fim 14. Jan 2010 08:50
af valdij
Sælir,

Ég var að fá sama flakkara fyrir 2-3 dögum síðan og allt gengið fínt þangað til í gær þegar ég stakk USB-lyklinum mínum í og ætlaði að fara spila af honum. Það kom ljós á lykilinn en hvar sem ég leitaði í flakkaranum fann ég ekki neinstaðar fídusinn með USB og gafst einfaldlega upp eftir google leit með hvað væri eiginlega að gerast.

Á gamla flakkaranum mínum þá var alveg sér-gluggi eins og "Movies" "Music" og annað slíkt sem hét einfaldlega "USB" sem maður fór væntanlega bara í þegar maður pluggaði USB lyklinum sínum í og vildi spila eitthvað af honum. Þannig nú spyr ég: Það hlýtur að vera hægt að tengja USB við þennan flakkara og spila af USB lyklinum (Það eru jú 2x USB tengi á honum) og hvar/hvernig í ósköpunum ég geri það þá eiginlega?

Mbk

Re: HJÁLP með ViCO TViX R-3300

Sent: Fim 14. Jan 2010 10:22
af AntiTrust
Valdi, getur ekki verið að USB lykillinn sé á vitlaustu formati? Þeas að flakkarinn lesi ekki bæði NTFS og FAT32.

Re: HJÁLP með ViCO TViX R-3300

Sent: Fim 14. Jan 2010 11:48
af addi32
valdij skrifaði:Sælir,

Ég var að fá sama flakkara fyrir 2-3 dögum síðan og allt gengið fínt þangað til í gær þegar ég stakk USB-lyklinum mínum í og ætlaði að fara spila af honum. Það kom ljós á lykilinn en hvar sem ég leitaði í flakkaranum fann ég ekki neinstaðar fídusinn með USB og gafst einfaldlega upp eftir google leit með hvað væri eiginlega að gerast.

Á gamla flakkaranum mínum þá var alveg sér-gluggi eins og "Movies" "Music" og annað slíkt sem hét einfaldlega "USB" sem maður fór væntanlega bara í þegar maður pluggaði USB lyklinum sínum í og vildi spila eitthvað af honum. Þannig nú spyr ég: Það hlýtur að vera hægt að tengja USB við þennan flakkara og spila af USB lyklinum (Það eru jú 2x USB tengi á honum) og hvar/hvernig í ósköpunum ég geri það þá eiginlega?

Mbk
Jú jú það er hægt, lenti í allveg eins og leitaði og leitaði og fann það að lokum. Maður ýtir til vinstri á fjarstýringunni (Hringurinn í miðjunni sem er upp niður vinstri hægri). Þá getur maður flakkað á milli HDD, USB nr 1 og 2, Network og fleira.

Mynd Stendur Jump við takkann.