Síða 1 af 1

Eru til e-r Internet"splitterar"?

Sent: Þri 08. Des 2009 20:05
af andrespaba
Sæl, tölvan mín er í um 35m frá router(í kapallengd) og er ég því með kapal tengdann frá router í Tölvuna mína, en ég ætla að setja upp annað tæki, nálægt tölvunni, sem er internet tengt í gegnum Ethernet kapal en ég vill helst ekki vera setja annan fáránlega langan kapal um allt hús. Get ég tengt e-n splitter við upprunalegu snúruna (inn)og fengið 2 eða fleiri snúrur (út)?, t.d annan router, hub eða e-ð annað. Þannig að aðrar tölvur og tæki í húsinu grein mun á bæði tölvunni og hinu tækinu ínní skúr hjá mér og bæði tölvan og tækið þurfa að komast á Internetið.

Takk, Andrés

Re: Eru til e-r Internet"splitterar"?

Sent: Þri 08. Des 2009 20:09
af Glazier
Svona apparat: http://kisildalur.is/?p=2&id=533
Tengir snúruna sem er tengd í router-inn í port númer eitt svo geturðu tengt 7 tölvur með snúru við þetta apparat ;)

Re: Eru til e-r Internet"splitterar"?

Sent: Þri 08. Des 2009 20:12
af CendenZ
Ég er orðlaus!

Maður með þessa tölvu í undirskrift og veit ekki hvað Sviss er ! :lol:

Re: Eru til e-r Internet"splitterar"?

Sent: Þri 08. Des 2009 20:15
af andrespaba
Kemst ég alveg á Internetið í gegnum þetta?, sé nefninlega allstaðar bara nefnt "innranet" í upplýsingum á svona tækjum í netverslunum.

Re: Eru til e-r Internet"splitterar"?

Sent: Þri 08. Des 2009 20:16
af palmi6400
andrespaba skrifaði:Kemst ég alveg á Internetið í gegnum þetta?, sé nefninlega allstaðar bara nefnt "innranet" í upplýsingum á svona tækjum í netverslunum.


Re: Eru til e-r Internet"splitterar"?

Sent: Þri 08. Des 2009 20:27
af andrespaba
Takk kærlega fyrir þessar upplýsingar.

Re: Eru til e-r Internet"splitterar"?

Sent: Þri 08. Des 2009 20:55
af Nariur
CendenZ skrifaði:Ég er orðlaus!

Maður með þessa tölvu í undirskrift og veit ekki hvað Sviss er ! :lol:



haha, þetta hljómaði virkilega eins og eitthvað orðatiltæki með stóra s-inu :lol:

Re: Eru til e-r Internet"splitterar"?

Sent: Fim 10. Des 2009 10:08
af jonr
CendenZ skrifaði:Ég er orðlaus!

Maður með þessa tölvu í undirskrift og veit ekki hvað Sviss er ! :lol:



Sviss

Re: Eru til e-r Internet"splitterar"?

Sent: Fim 10. Des 2009 10:29
af Daz
jonr skrifaði:
CendenZ skrifaði:Ég er orðlaus!

Maður með þessa tölvu í undirskrift og veit ekki hvað Sviss er ! :lol:



Sviss


Þú meinar Sviss

Re: Eru til e-r Internet"splitterar"?

Sent: Fim 10. Des 2009 22:06
af Nariur
nei, það er stórt s

Re: Eru til e-r Internet"splitterar"?

Sent: Fim 10. Des 2009 22:28
af bixer
meinar hann ekki switch? like lan switch? http://www.pricerunner.co.uk/prod/19_17 ... GS105.jpeg

Re: Eru til e-r Internet"splitterar"?

Sent: Fim 10. Des 2009 22:53
af kazgalor
bixer skrifaði:meinar hann ekki switch? like lan switch? http://www.pricerunner.co.uk/prod/19_17 ... GS105.jpeg



Ég geri ráð fyrir því að sviss sé eithver íslenskun á orðinu :roll:

Re: Eru til e-r Internet"splitterar"?

Sent: Fim 10. Des 2009 23:40
af Nariur
hann skrifaði Sviss með stóru s-i, þ.e. sérnafn eða landið Sviss... þetta er aðeins augljósara en svo að maður þurfi að útskýra það svona vel #-o