Síða 1 af 1
Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!
Sent: Fös 04. Des 2009 03:49
af DoofuZ
Jæja, nú er ég búinn að vera að spá og spekúlera mikið og í stað þess að rjúka út og kaupa það næst besta (eins og ég ætlaði að gera
) þá tók ég aðeins meiri tíma í pælingarnar og datt inná eftirfarandi uppfærslupakka sem ætti að gera góða hluti næstu árin. Ég hef engan áhuga á móðurborðum með 4 sata tengi, 6 svoleiðis tengi er fínt en svo fann ég þetta svakalega góða móðurborð, Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, sem er með hvorki meira né minna en 10 sata tengi
Og eftir að hafa gúglað og skoðað nokkur review þá fíla ég það í tætlur, minnir mig að mjög mörgu leiti á LanParty móðurborðið mitt
En já, ég setti sem sagt eftirfarandi pakka saman í Tölvuvirkni.
Móðurborð: Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P DDR3 ATX (1) 34.860
Aflgjafi: 900W - Tagan BZ PipeRock Series Modular (1) 29.860
Örgjörvi: AMD Phenom II X4 955 3.2GHz 45nm 6MB (1) 38.860
Skjákort: MSI ATI Radeon R5850-PM2D1G (1) 43.950
Verð Samtals: (4) Kr. 147.530
Aflgjafinn er certified af ATI fyrir skjákortið og örgjörvinn er öflugri en mig hefur nokkurn tímann getað dreymt um að eiga undir mínu tölvuhúddi
Allt þetta fer svo í CoolerMaster Stacker kassann minn með Big Typhoon örgjörvakælinguna, er það ekki bara nokkuð gott?
Hvað segið þið um þetta, er eitthvað vit í þessu hjá mér?
Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!
Sent: Fös 04. Des 2009 04:03
af MrT
Ég ætla ekkert að segja um AMD eða Intel.. Það er bara álitamál.. en AMD ætti að vera ódýrari allavega.
Anyway.. Ef þú ætlar að fá þér annað 5850 í Crossfire þá er þessi aflgjafi rúmlega passlegur (geri ég ráð fyrir út frá wöttunum.. býst við a.m.k. 750W fyrir 12V railin.. nenni ekki að fletta því upp.. /yawn) En ef þú ætlar ekki að fá þér annað 5850 þá er hann overkill, sparaðu heldur pening og fáðu þér ~750W aflgjafa (jafnvel minni myndi duga.. Passaðu bara að hann sé a.m.k. 80 PLUS certified).
Og, btw.. það vantar ennþá RAM í þetta hjá þér.
Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!
Sent: Fös 04. Des 2009 04:36
af DoofuZ
Já, ég gæti svosem alveg frekar tekið 700w týpuna frá Tagan, en spara bara 5þús. á því, er ekki betra uppá framtíðina þó ég muni líklega ekki nota Crossfire að hafa aðeins öflugri aflgjafa eða er það óþarfi?
Og já, ég gleymdi ekki minninu, bara gleymdi að minnast á það að ég mun kaupa það lítið notað
Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!
Sent: Fös 04. Des 2009 04:50
af MrT
DoofuZ skrifaði:Já, ég gæti svosem alveg frekar tekið 700w týpuna frá Tagan, en spara bara 5þús. á því, er ekki betra uppá framtíðina þó ég muni líklega ekki nota Crossfire að hafa aðeins öflugri aflgjafa eða er það óþarfi?
Og já, ég gleymdi ekki minninu, bara gleymdi að minnast á það að ég mun kaupa það lítið notað
Minni (i.e. passlegur) hágæða aflgjafi væri betri en allt of stór aflgjafi. Það getur haft neikvæð áhrif að hafa aflgjafa með litla nýtni.
Leitaðu í öðrum búðum að betra verði og betri PSU.. Eða á erlendum review síðum og biddu svo Friðjón í Buy.is að flytja inn það sem þig nákvæmlega vantar.
Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!
Sent: Fös 04. Des 2009 08:12
af Glazier
Samt ekkert svo vitlaust að kaupa þennan aflgjafa sem þú ert að tala um þá þarftu bara ekki að uppfæra aflgjafann strax í næstu uppfærslu (ef þú átt fyrir þessum aflgjafa þá mundi ég sleppa því að spara þennan 5.000 kall)
Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!
Sent: Fös 04. Des 2009 08:36
af JODA
Flottar græjur þarna en vonandi finnast lægri verð á dótinu.
Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!
Sent: Fös 04. Des 2009 08:45
af blitz
buy.is er með cpu ódýrari... þarft að fá ansi góðan afslátt til að það borgi sig að versla þarna
Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!
Sent: Fös 04. Des 2009 09:06
af Ulli
I Like
Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!
Sent: Fös 04. Des 2009 10:57
af blitz
Annars er þetta dúndur pakki hjá þér
Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!
Sent: Fös 04. Des 2009 19:04
af Nariur
ég ætlaði að segja að ég myndi frekar taka i5 þegar ég væri kominn upp í þetta mikinn pening en...
http://www.tomshardware.com/charts/2009 ... .html?prod" onclick="window.open(this.href);return false;[2617]=on&prod[2884]=on&prod[2607]=on
Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!
Sent: Fös 04. Des 2009 20:04
af coldone
Örgjafinn kostar kr.26990.- hjá buy.is.
Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!
Sent: Lau 19. Des 2009 18:00
af DoofuZ
JÆJA! Þá er ég kominn með þetta!
Var að kaupa eftirfarandi í Tölvuvirkni áðan:
Móðurborð: Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P
Örgjörvi: AMD Phenom II X4 955 3.2GHz 45nm 6MB
Aflgjafi: Tagan BZ 700 Modular
Skjákort: MSI ATI Radeon R5850
Harður diskur: Seagate Barracuda 500GB 7200
Og þetta fékk ég á tæpar 144þús. krónur
Nú er bara að setja allt saman!
Ein pæling einmitt varðandi það, með örgjörvanum fylgir þessi standard AMD kæling en ég ætla mér að nota Big Typhoon kælinguna mína, var samt að spá, er eitthvað vit í því að prófa hina fyrst eða væri ég bara að eyða tíma í vitleysu?
Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!
Sent: Lau 19. Des 2009 18:11
af Hnykill
AMD Phenom II X4 955 er í raun með 8MB í cache.. L2 er með 4 x 512KB og L3 pakkar heilum 6MB.
góð samsetning hjá þér annars
Skella svo Big Typhoon bara beint á þetta held ég. 4 kjarnar á hvað.. 125W minnir mig
það kemur smá velgja frá þessu :Þ
Re: Alvöru uppfærsla/ný innyfli í kassann!
Sent: Lau 19. Des 2009 18:31
af DoofuZ
Já, ætli ég geri það bara ekki
Get þá líka selt hina kælinguna fyrir einhvern aur alveg ónotaða
En jæja, best að drífa í þessu...