Síða 1 af 1
Flakkari
Sent: Lau 28. Nóv 2009 15:49
af 0li
Nú er komið að því að mig vantar nýjan flakkara sem er að minnsta 1tb.
Ég er til í að eyða um svona 20.000 - 25.000kr í hann.
Endilega komið með eitthverjar uppástungur

Re: Flakkari
Sent: Lau 28. Nóv 2009 15:58
af chaplin
Tölvutek er /m 2 gerðir af 1tb flökkurum á 19.900kr..
Re: Flakkari
Sent: Lau 28. Nóv 2009 16:52
af Meso
Ég persónulega myndi kaupa mér þetta combo, er nýbúinn að gera það reyndar
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=935" onclick="window.open(this.href);return false;
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=1367" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég er með 5x svona flakkarabox og hef mjög góða reynslu af þeim, innbyggður spennubreytir og engar kæliviftur.
Re: Flakkari
Sent: Lau 28. Nóv 2009 17:09
af ElbaRado
Hitnar þetta þá ekki rosalega?
Re: Flakkari
Sent: Lau 28. Nóv 2009 17:42
af Glazier
ElbaRado skrifaði:
Hitnar þetta þá ekki rosalega?
Ekki hjá mér

Annars sé ég eftir því að hafa ekki fengið mér hýsingu með eSATA tengi líka

Re: Flakkari
Sent: Lau 28. Nóv 2009 17:44
af Meso
ElbaRado skrifaði:
Hitnar þetta þá ekki rosalega?
Hitnar eitthvað, en ekkert til að hafa áhyggjur af, hýsingin er úr áli svo hún á að leiða hitann.
Re: Flakkari
Sent: Lau 28. Nóv 2009 17:45
af ElbaRado
Meso skrifaði:ElbaRado skrifaði:
Hitnar þetta þá ekki rosalega?
Hitnar eitthvað, en ekkert til að hafa áhyggjur af, hýsingin er úr áli svo hún á að leiða hitann.
Ókei... ertu með þetta í gangi 24/7?
Re: Flakkari
Sent: Lau 28. Nóv 2009 18:51
af Glazier
ElbaRado skrifaði:Ókei... ertu með þetta í gangi 24/7?
Ég er með svona hýsingu og með þetta í gangi 24/7 downloada og deila á fullu, hitnar ekki svona mikið eins og einhverjir hafa verið að tala um hérna á spjallinu.