Síða 1 af 1

Hjálp! Error code 8.2. á Abit AB9 Pro

Sent: Lau 14. Nóv 2009 19:10
af Livingstone
Já, heyrðu ég lenti semsagt í því að tölvan slökkti skyndilega á sér og neitar að fara í gang.
Það virtist sem það kæmi straumur á móðurborðið, örgjörvaviftan hreyfðist bara oggupínuponsu lítið en annars gerðist ekkert þegar ég reyndi að boota henni.
Ég hélt fyrst að þetta gæti verið aflgjafinn, svo ég prufaði að skipta um aflgjafa en fékk sömu villu.
Móðurborðið, ABIT AB9 Pro, hefur gefið upp villumeldinguna 8.2. við allar tilraunir til að ræsa tölvuna.
8.2. villumeldingin stendur fyrir Enable ATX Power Supply.
Dettur einhverjum í hug hvað gæti bjátað á?

Re: Hjálp! Error code 8.2. á Abit AB9 Pro

Sent: Lau 14. Nóv 2009 20:01
af SteiniP
báðir 4 pinna power tenglarnir tengdir?

Re: Hjálp! Error code 8.2. á Abit AB9 Pro

Sent: Lau 14. Nóv 2009 20:04
af emmi

Re: Hjálp! Error code 8.2. á Abit AB9 Pro

Sent: Lau 14. Nóv 2009 20:39
af Livingstone
Jebb þeir voru báðir tengdir, tölvan var fullkomlega starfhæf, og hafði verið í meira en ár, þangað til að hún slökkti skyndilega á sér.

Takk emmi, en eins og kom fram í fyrsta pósti veit ég hvað error codinn stendur fyrir, ég veit bara ekki afhverju hann kemur.

Gæti þetta mögulega verið straumleysi í einhverjum circuitum í móðurborðinu?

Re: Hjálp! Error code 8.2. á Abit AB9 Pro

Sent: Sun 15. Nóv 2009 00:02
af Taxi
Tja erum við ekki bara að tala um bilaðann aflgjafa eða móðurborð ef allt er vel tengt.

Ertu viss um aflgjafinn sem þú settir í hafi verið í lagi, ef það er ekki aflgjafinn þá ertu líklega með bilað móðurborð, eins ömurlegt og það er.

Re: Hjálp! Error code 8.2. á Abit AB9 Pro

Sent: Sun 15. Nóv 2009 14:13
af Livingstone
Já það var það sem ég óttaðist.
Aflgjafinn sem ég setti í er í góðu lagi og virkar mjög vel.
Þá er bara að fara að skoða ný móðurborð :cry: