Síða 1 af 1
Netbook eða bara ódýr fartölva
Sent: Fim 05. Nóv 2009 02:02
af Landon
Heyrðu ég er að leita mér að nýrri fartölvu. Til í að borga í mesta lagi 60 þúsund fyrir. Vantar að finna einhverja tölvu þar sem maður fær mikið fyrir lítið. Eina sem ég þarf að nota tölvuna í nánast er netið, tónlist og kannski skólann. Er ekki að fara nota hana í leiki nema kannski FM10.
Lýst best á þessa Asus EPC-904HA netbook frá computer.is virðist vera rocksolid
http://www.computer.is/vorur/7175#
Þessi gæti líka verið málið
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... 0012M#elko
Hvað eru bestu kaupin og einhverjar aðrar tölvur sem mætti bæta inn?
Re: Netbook eða bara ódýr fartölva
Sent: Fim 05. Nóv 2009 02:04
af JohnnyX
viss um að þú viljir svona litla tölvur? Mér finnst persónulega ekki þægilegt að vélrita á svona lítil lyklaborð
Re: Netbook eða bara ódýr fartölva
Sent: Fim 05. Nóv 2009 02:12
af Landon
Já langar alveg í svona litla, ég held að maður sé fljótur að venjast þessu.
Re: Netbook eða bara ódýr fartölva
Sent: Fim 05. Nóv 2009 03:26
af Legolas
Ehh.. það er einhver ástæða fyrir því að ótrúlega margir eru að selja þessar litlu vélar á
barnalandi og slíkum sölusíðum en
ég held að málið sé að það er æðislegt að eiga þær í
nokkra mánuði og svo verður maður leiður á þeim, en ég væri til í að eiga bæði full sice og mini

Re: Netbook eða bara ódýr fartölva
Sent: Fim 05. Nóv 2009 03:36
af JohnnyX
Held að 13 tommu skjár sé góður millivegur. Mæli með að kíkja á þá stærð eða þar í kring
Re: Netbook eða bara ódýr fartölva
Sent: Fim 05. Nóv 2009 08:20
af gardar
Ég mæli með 12" ferðatölvum, átti eina slíka en fór svo í 15"
Ég sakna gömlu vélarinnar mikið, skjárinn var passlega stór með 1200x800 upplausn, nennti að taka hana hvert sem er annað en 15" hlunkinn sem ég er með núna.
Re: Netbook eða bara ódýr fartölva
Sent: Fim 05. Nóv 2009 10:18
af IL2
Ég held að ef þú ætlar að nota hana í skólan sé best að vera með sem stærst lyklaborð. Reyndar minnir mig að 904 sé með jafnstórt lyklaborð og 10" eee tölvunar.