Síða 1 af 1

ÓE öflugri örgjörva á GB 965P S3 móðurborð

Sent: Lau 31. Okt 2009 21:47
af Garri
Sælir

Er með P4 örgjörva sem keyrir aðeins á 133mhz host CPU og minnið þar af leiðandi á aðeins 533mhz. Var að uppfæra þessa vél og keypti í hana 1066mhz minni og alvöru skjákort, Radeon HD 5770. Var að setja Windows 7 á hana og hún lifnaði heldur betur við þannig.

Móðurborðið styður eitthvað öflugri örgjörva og 800mhz DDR2 minni. Veit að móðurborðið er orðið gamalt, um 3ja ára eða svo. Þess vegna ill mögulegt að fá örgjörva í það, en langar að athuga hvort einhver þarna úti eigi örgjörva og eða móðurborð sem hann er tilbúinn að selja fyrir sanngjarnt verð og að sjálfsögðu öflugri en P4 örrinn sem ég er þegar með.

Og já, móðurborðið sem ég er með heitir: Gigabyte 965P S3 ekki alveg viss með hvaða Rev er á því.