Síða 1 af 1
Hægt að sjá Liverpool-Manchester leikinn í beinni á netinu?
Sent: Lau 24. Okt 2009 22:15
af DoofuZ
Einhver hér sem veit hvort það verði hægt að sjá leikinn milli Liverpool og Manchester United á morgun í beinni með einhverju svona live feed forriti eða á einhverri síðu? Ég hef sjálfur prófað nokkur svoleiðis forrit áður og þau virkuðu ansi vel en það er svoldið langt síðan, væri gott að geta sparað tímann sem færi í að prófa það allt aftur

Hafið þið horft eitthvað á leiki í beinni á netinu? Hvað virkar best? Veit einvher hvort þessi leikur verði einhverstaðar streamaður?
Re: Hægt að sjá Liverpool-Manchester leikinn í beinni á netinu?
Sent: Lau 24. Okt 2009 23:05
af Manager1
Mér er sagt að justin.tv , myp2p.eu og atdhe.net séu góðir staðir til að leita að stream-um á...
Re: Hægt að sjá Liverpool-Manchester leikinn í beinni á netinu?
Sent: Lau 24. Okt 2009 23:54
af Verisan
Ég nota
http://livefooty.doctor-serv.com/" onclick="window.open(this.href);return false;
Bara sækja SopCast spilarann og Volai.
Þarna eru allir leikir sem skipta máli.
Re: Hægt að sjá Liverpool-Manchester leikinn í beinni á netinu?
Sent: Sun 25. Okt 2009 18:04
af Mongol
hvernig eru gæðin þarna hjá þér??
Re: Hægt að sjá Liverpool-Manchester leikinn í beinni á netinu?
Sent: Mán 26. Okt 2009 19:12
af DoofuZ
Já takk æðislega fyrir þetta Verisan

Eftir smá leit að réttu stöðinni þá var þetta allt fullkomið! Ég byrjaði fyrst að hafa þetta á 20" lcd skjánum hjá mér en setti þetta svo upp á lappanum, tengdi hann við sjónvarpið og bingó! Mjög góð gæði, en einstaka sinnum kom smá lagg þegar það þurfti að böffera, svo gerði ég tenginguna betri með því að skipta úr þráðlausu neti yfir í snúrutengt, enda routerinn bara rétt hjá sjónvarpinu
Eina sem fór smá í taugarnar á mér, en ekki systkynum mínum (sem voru meira að horfa á leikinn en ég), voru svörtu rendurnar sem komu bæði fyrir ofan og neðan á skjánum. Ég smellti þá á takka í Sopcast sem opnaði streymið í Media Player, en þar var það ekkert betra svo ég prófaði VLC og þar gat ég lagað aspect ratio-ið svo myndin varð rétt og fyllti í skjáinn

En til að fá allt til að virka svoleiðis þá þurfti ég fyrst að smella á takkann í Sopcast sem opnaði Media Player, smella þar á stop, afrita svo þaðan slóðina á streymið (sem Media Player gaf upp sem localhost:port) og opna það í VLC

Re: Hægt að sjá Liverpool-Manchester leikinn í beinni á netinu?
Sent: Mán 26. Okt 2009 19:58
af hagur
... og þá að því sem máli skiptir: Úrslitum leiksins
Hvort ætli það hafi verið sundboltarnir eða cantona-grímurnar sem voru að þvælast svona rosalega fyrir United-mönnum?
YNWA!!
Re: Hægt að sjá Liverpool-Manchester leikinn í beinni á netinu?
Sent: Mán 26. Okt 2009 20:27
af Daz
DoofuZ skrifaði:
Eina sem fór smá í taugarnar á mér, en ekki systkynum mínum (sem voru meira að horfa á leikinn en ég), voru svörtu rendurnar sem komu bæði fyrir ofan og neðan á skjánum. Ég smellti þá á takka í Sopcast sem opnaði streymið í Media Player, en þar var það ekkert betra svo ég prófaði VLC og þar gat ég lagað aspect ratio-ið svo myndin varð rétt og fyllti í skjáinn

En til að fá allt til að virka svoleiðis þá þurfti ég fyrst að smella á takkann í Sopcast sem opnaði Media Player, smella þar á stop, afrita svo þaðan slóðina á streymið (sem Media Player gaf upp sem localhost:port) og opna það í VLC

Ertu s.s. að meina að breiðtjaldsútsendingin hafi farið í taugarnar á þér? (eða var útsending í röngu aspect ratio-i?). Þú getur alveg breytt um "external player" í sopcast, einn af fáum möguleikum í boði raunar

Re: Hægt að sjá Liverpool-Manchester leikinn í beinni á netinu?
Sent: Mán 26. Okt 2009 21:18
af DoofuZ
Re: Hægt að sjá Liverpool-Manchester leikinn í beinni á netinu?
Sent: Mán 26. Okt 2009 21:21
af gardar
TVUPlayer
http://www.tvunetworks.com/" onclick="window.open(this.href);return false;
