Síða 1 af 1
Norton..hvað?
Sent: Mán 13. Jan 2003 23:27
af Voffinn
Ég ætlaði bara að kíkja hver reynsla ykkar er af norton antivirus hefur verið í gengum tíðina ?
Mín reynsla; NORTON ER FUKKING DRASL!!! , virkar ekkert og hægir bara á tölvunni. Norton m/ systemwoorkspakkanum ; enn verra, virkar enn verr og hægir enn meir á tölvunni.
Ófá hafa þau nú verið restörtin og formötin sem ég hef þurft að þola vegna Norton, svo hugsið ykkur 2x, nei kannski bara 5x um áður enn þið einu sinni hugsið um að innstalla norton,
Lyklapétur, er fínn, hann er ekkert bara fínn, hann er FR'ABÆR!!!, góð fjárfesting!!! mæli með honum, enda ætla ég að kaupa hann ekki á morgun heldur hinn!
Sent: Þri 14. Jan 2003 01:06
af kemiztry
Já, ég er alveg sammála þér. Norton gerir lítið annað en að hægja á tölvunni. Jafnvel þó svo maður hafi slökkt á auto-protect þá samt er hún slow
Sent: Þri 14. Jan 2003 08:10
af Castrate
uh ég er nú með norton antivirus 2002 og hef ekkert að kvarta. Plús þá hef ég ekkert þurft að skipta mér neitt að norton hann gerir allt sjálfur. Annað en þegar ég var með Lykla pétur þá var alltaf að koma upp einhver spurning sem ég þurfti að skipta mér að.
Sent: Þri 14. Jan 2003 12:52
af GuðjónR
Þetta er svolítið einhæf könnun...hvort finnst þér forritið vera vont eða verra...hehehehe
Ég er búinn að nota Norton lengi og hann truflar mig ekkert, þvert á móti þá er hann búinn að bjarga mér frá vírusum mörgum sinnum.
Sent: Þri 14. Jan 2003 22:50
af Voffinn
Castrate skrifaði:uh ég er nú með norton antivirus 2002 og hef ekkert að kvarta. Plús þá hef ég ekkert þurft að skipta mér neitt að norton hann gerir allt sjálfur. Annað en þegar ég var með Lykla pétur þá var alltaf að koma upp einhver spurning sem ég þurfti að skipta mér að.
Þetta er þveröfugt hjá mér , Lyklapétur var til friðs og sat bara inndæll og hleipi ekki inn neinum vágestum, svo þurfti mar að formata og dadaradad... en hins vegar er norton alltaf með eitthvað vesen og leiðindi... ég hef aldrei verið með jafnþæga og góða vírusvörn og lyklapétur,, ejs... we luv u ! (og endilega sendu nýjasta eintalið af lyklapétri heim til mín
)
Sent: Þri 14. Jan 2003 23:48
af Atlinn
já...nei... þetta er ekki góð könnun sorry bara en *prump*ull*
Ég hef ekkert nema gott að segja um Norton Antivirus.
Sent: Mið 15. Jan 2003 01:14
af Hannesinn
Nú hef ég ekki reynslu af Norton AntiVirus, en ég hef verið að nota McAfee AntiVirus 4.51 í langan tíma og finnst það alveg ágætt. Það er ekki oft sem það poppar upp hjá mér, en þegar það gerist eru það yfirleitt þegar maður er að browsa eitthvað skuggalegt (:mrgreen:) og McAfee-inn stoppar einhverja javascript vírusa sem geta opnað milljón og einn browserglugga á skjánum hjá manni, eða eitthvað í þeim dúr.
Póstinn minn, eins og alvöru nerðir, opna ég í mutt og þ.a.l. hef ég ekki miklar áhyggjur af honum
Sent: Mið 15. Jan 2003 02:39
af galldur
prófaðu coprorate útgáfuna !
ég skil nú ekki alveg þetta með restartið og formöttin ?
setur vörnina upp og lætur hana leita að uppfærslu einu sinni á dag.
svo má skanna hvern disk einu sinni í viku, og upload og opnar möppur einu sinni á dag.
hefur virkað hingað til og hananú..