Síða 1 af 2

i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 00:12
af Illmennið
Ég var að pæla er i7 þess virði að fá sér eða ætti maður bara að fá sér Quad Core?

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 00:28
af Selurinn
Ekki fá þér i7.

Þetta socket fer að deyja.....

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 00:40
af chaplin
Með i7 þarftu DDR3, held þú þurfir líka x58 borð
Mynd
Mynd

http://www.insidehw.com/Reviews/CPU/Gam ... age-2.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Áður en þú kaupir samt i7 afþví þeir fá betri dóma þarna, skoðaðu þá verðmuninn.

Q9550
- 42.500. hjá kísildal.

i7-965
- 174.900. hjá tölvutek.

Meira en fjórfalt dýrari, worth it?

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 00:56
af JohnnyX
Selurinn skrifaði:Ekki fá þér i7.

Þetta socket fer að deyja.....
en var það ekki að koma ?

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 01:10
af AntiTrust
Selurinn skrifaði:Ekki fá þér i7.

Þetta socket fer að deyja.....
Ertu ekki að fara með rangt mál? Intel i920, i940 og i950 eiga reyndar skv. orðrómum að hætta í framleiðslu fljótlega, en LGA1366 socketið á samt sem áður að verða high end/SMP socket. Áttu ekki fyrstu P55 móðurborðin / Lynnfield CPU-in ekki að koma út núna 1. sept? Varð e-ð úr því?

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 07:13
af Hnykill
það eru komin nokkur P55 móðurborð á klakan sko. en sum eru ekkert mikið ódýrari en LGA1399 fyrir i7

http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... A-P55-UD3R" onclick="window.open(this.href);return false;
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1523" onclick="window.open(this.href);return false; .. kemur á morgun skv. þeim
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1522" onclick="window.open(this.href);return false; ..þetta kemur líka á morgun
http://www.tolvulistinn.is/vara/19103" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.tolvulistinn.is/vara/19142" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.tolvulistinn.is/vara/19104" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.tolvutek.is/index.php?cPath=1_2_437" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 11:48
af Illmennið
En hver er munurinn á þessu? Þetta eru bæði fjögura kjarna örgjörvar þannig ég skil ekki hvernig i7 ætti að vera betri en Quad.

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 12:19
af BlackDeath
Hvað með i5? talsvert ódýrari og mér skilst að hann sé að sumu leiti betri en i7

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 12:59
af SteiniP
BlackDeath skrifaði:Hvað með i5? talsvert ódýrari og mér skilst að hann sé að sumu leiti betri en i7
i5 er mainstream örgjörvinn í core línunni og i7 er high end, þannig i5 er viljandi lélegri heldur en i7.
Illmennið skrifaði:En hver er munurinn á þessu? Þetta eru bæði fjögura kjarna örgjörvar þannig ég skil ekki hvernig i7 ætti að vera betri en Quad.
Fleiri kjarnar er ekki sama og meira afl. i7 er allt öðruvísi uppbyggður en quad.
Hann hefur t.d. turbo boost, sem að slekkur á þeim kjörnum sem eru ekki í notkun og klukkar hina upp á móti.

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 13:05
af Hnykill
Illmennið skrifaði:En hver er munurinn á þessu? Þetta eru bæði fjögura kjarna örgjörvar þannig ég skil ekki hvernig i7 ætti að vera betri en Quad.
Intel Core i7 örgjörvarnir eru með innbyggðan "triple channel DDR3 memory controller" sem Core 2 Quad kemst ekki með tærnar nálægt í performance. Core i7 er einnig með "Quick Path Interconnect" sem kemur þannig lagað í staðinn fyrir FSB í venjulegum örgjörvum og er margfalt hraðvirkara.

hérna er Memory Read / Write benchmark miðað við Quad örgjörva.
http://www.guru3d.com/article/intel-cor ... -review/12" onclick="window.open(this.href);return false;

og DhryStone CPU test sem reynir á alhliða reiknigetu örgjörva.
http://www.guru3d.com/article/intel-cor ... -review/11" onclick="window.open(this.href);return false;

Core 2 Quad og Core i7 eiga það eitt sameiginlegt að vera bæði "örgjörvar".. fátt annað ;)

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 13:19
af Hnykill
Ég spáði mikið í þessu sjálfur þegar ég ætlaði að upgradea tölvuna.. Quad Core eða i7. það sem fékk mig til að fara í i7 var SLI og Crossfire möguleikarnir sem fylgdu móðurborðunum. ég er hvorki ATI né Nvidia fan eitthvað sérstaklega og kaupi bara það kort sem er best í sínum verðflokki, og það er gott að þurfa ekki að spá í hvoru þeirra móðurborðið styður í multi GPU setup.

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 14:08
af Illmennið
En eins of daanielin segir er það þess virði? Verð munurinn er svo mikill

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 14:44
af Hnykill
Illmennið skrifaði:En eins of daanielin segir er það þess virði? Verð munurinn er svo mikill
hehe já vá.. hann tók líka dæmi um helv dýran Core i7 örgjörva og ekki einusinni top Core quad örgjörvan á móti.

þessi er alveg nóg til að byrja með í Core i7 setupi.. getur stækkað við þig seinna ef þú þarft.
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1075" onclick="window.open(this.href);return false; kostar 49.500 kall

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 15:10
af chaplin
Hnykill skrifaði:
Illmennið skrifaði:En eins of daanielin segir er það þess virði? Verð munurinn er svo mikill
hehe já vá.. hann tók líka dæmi um helv dýran Core i7 örgjörva og ekki einusinni top Core quad örgjörvan á móti.

þessi er alveg nóg til að byrja með í Core i7 setupi.. getur stækkað við þig seinna ef þú þarft.
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1075" onclick="window.open(this.href);return false; kostar 49.500 kall
Ég kom bara með nákvæmlega þá örgjörva sem notaðir voru í testinu, fer ekki að sýna uppá performance úr 965 og sýni svo verðið fyrir 920.. sérstaklega þar sem það muna meira en þrefalt á þeim. Og finnst þetta test frekar ósanngjarnt, finnst þeir ættu að taka fram verðið á öllum örgjörvunum..

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 15:13
af Selurinn
AntiTrust skrifaði:
Selurinn skrifaði:Ekki fá þér i7.

Þetta socket fer að deyja.....
Ertu ekki að fara með rangt mál? Intel i920, i940 og i950 eiga reyndar skv. orðrómum að hætta í framleiðslu fljótlega, en LGA1366 socketið á samt sem áður að verða high end/SMP socket. Áttu ekki fyrstu P55 móðurborðin / Lynnfield CPU-in ekki að koma út núna 1. sept? Varð e-ð úr því?
Það sem ég er að segja er að socket 1366 deyr fljótlega.
i5 er með öðruvísi socketi, ég var ekkert að tala um það, enda meira vit að fjárfesta í þeim hlut.

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 15:40
af Hnykill
Hvaðan færðu það eiginlega að Socket 1366 sé að deyja fljótlega?. Intel er ekki að fara hætta að framleiða Core i7 örgjörva sko. og eru nýbúnir að gefa út Core i7 860 og Core i7 870.
Og svo ég vitni aðeins í grein sem ég var að lesa á http://www.Guru3d.com" onclick="window.open(this.href);return false;. ...

"It's very simple: Core i3 will be reserved for entry-level products, Core i5 for mid-range products and i7 for flagship offerings. And Core i9... well that remains to be discussed and to be announced."

i5 er ágætt líka en i7 er ekki að fara neitt.

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 15:48
af chaplin
Þótt að 860 sé i7, er þetta samt 1156 sökkull ekki 1366, annars veit ég ekkert um hvað er að fara hætta í framleiðslu ect.. bara benda á þetta..

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 15:52
af Hnykill
daanielin skrifaði:Þótt að 860 sé i7, er þetta samt 1156 sökkull ekki 1366, annars veit ég ekkert um hvað er að fara hætta í framleiðslu ect.. bara benda á þetta..
nei vá.. satt er það, þetta er i7 á 1156 sökkli. en Socket 1366 fer ekki neitt. það er alveg á hreinu ;)

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 16:51
af chaplin
Hnykill skrifaði:
daanielin skrifaði:Þótt að 860 sé i7, er þetta samt 1156 sökkull ekki 1366, annars veit ég ekkert um hvað er að fara hætta í framleiðslu ect.. bara benda á þetta..
nei vá.. satt er það, þetta er i7 á 1156 sökkli. en Socket 1366 fer ekki neitt. það er alveg á hreinu ;)
Það myndi ég stórlega efa.. verður ekki i9 á 1366 sökklinum?

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 17:05
af vesley
daanielin skrifaði:
Hnykill skrifaði:
daanielin skrifaði:Þótt að 860 sé i7, er þetta samt 1156 sökkull ekki 1366, annars veit ég ekkert um hvað er að fara hætta í framleiðslu ect.. bara benda á þetta..
nei vá.. satt er það, þetta er i7 á 1156 sökkli. en Socket 1366 fer ekki neitt. það er alveg á hreinu ;)
Það myndi ég stórlega efa.. verður ekki i9 á 1366 sökklinum?

jú i9 er á 1366 sökklinum .. 1366 er LANGT frá því að fara að deyja ....

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mán 28. Sep 2009 17:11
af chaplin
Truedat.

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mið 30. Sep 2009 22:12
af hazufel
hver er munurin á OEM og Retail?

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Mið 30. Sep 2009 22:23
af SteiniP
Retail kemur í kassa með kælingu. OEM er bara örgjörvinn í einföldum umbúðum.

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Fim 01. Okt 2009 00:02
af Frost
i7 er örugglega sjúkur í hardcore gaming :D

Re: i7 eða Quad Core?

Sent: Fim 01. Okt 2009 20:15
af hazufel
hvort mælið þið með quad core eða i5?