Síða 1 af 1

ÞARF GRAFÍSKA REIKNIVÉL FYRIR STÆ203!!!

Sent: Mán 14. Sep 2009 18:48
af svanurorn
Getur einhver selt mér grafíska reiknivél, t.d. Casio FX 9570G???? Hef ekki mikinn pening til handa en þarf virkilega á svona reiknivél á að halda eins og skot!

Re: ÞARF GRAFÍSKA REIKNIVÉL FYRIR STÆ203!!!

Sent: Mán 14. Sep 2009 19:14
af axyne
það er eingin þörf fyrir grafíska reiknivél fyrir STÆ203.....

Re: ÞARF GRAFÍSKA REIKNIVÉL FYRIR STÆ203!!!

Sent: Mán 14. Sep 2009 19:24
af KermitTheFrog
Stæ 203? wooot?

Er í 403 og hef aldrei þurft á grafískri reiknivél að halda.

Re: ÞARF GRAFÍSKA REIKNIVÉL FYRIR STÆ203!!!

Sent: Mán 14. Sep 2009 19:35
af arnar7
það var meira að segja bannað að nota grafíska eða mjög flóknar vélar hjá mér...

Re: ÞARF GRAFÍSKA REIKNIVÉL FYRIR STÆ203!!!

Sent: Mán 14. Sep 2009 19:37
af ManiO
Grafískar reiknivélar eru bull og vitleysa. Lærðu bara að diffra og finna skurðpunkta við ása og teiknaðu þetta upp sjálfur.

Re: ÞARF GRAFÍSKA REIKNIVÉL FYRIR STÆ203!!!

Sent: Mán 14. Sep 2009 20:17
af Cascade
ManiO skrifaði:Grafískar reiknivélar eru bull og vitleysa. Lærðu bara að diffra og finna skurðpunkta við ása og teiknaðu þetta upp sjálfur.
Það er nú fátt ljúfara en Ti-89

Re: ÞARF GRAFÍSKA REIKNIVÉL FYRIR STÆ203!!!

Sent: Mán 14. Sep 2009 22:27
af DoofuZ
Hvað kostar svona Casio fx-9750G í dag? Fæst sú týpa einhverstaðar? Eru ekki komnar einhverjar nýrri týpur? Og hvað gæti maður selt eina svona á mikið ef maður lumar á einni? :-k

Re: ÞARF GRAFÍSKA REIKNIVÉL FYRIR STÆ203!!!

Sent: Mán 14. Sep 2009 23:36
af svanurorn
FX 9570G Plus II kostar 16.490 kr. í Office 1. Það stendur í bókalistanum að ég eigi að kaupa FX 9570G fyrir áfangann.

Re: ÞARF GRAFÍSKA REIKNIVÉL FYRIR STÆ203!!!

Sent: Þri 15. Sep 2009 00:39
af ManiO
Cascade skrifaði:
ManiO skrifaði:Grafískar reiknivélar eru bull og vitleysa. Lærðu bara að diffra og finna skurðpunkta við ása og teiknaðu þetta upp sjálfur.
Það er nú fátt ljúfara en Ti-89

Tjah, Casio fx-570 ES vélin mín er þrusu góð, gefur svör í brotum, getur gert summur, leyst jöfnur, tegrar og diffrar fyrir ákveðin gildi, með innbyggðum föstum o.fl. Svo nota ég bara mína stærðfræði kunnáttu til að sjá fyrir mér grafið.

Re: ÞARF GRAFÍSKA REIKNIVÉL FYRIR STÆ203!!!

Sent: Þri 15. Sep 2009 00:47
af DoofuZ
Þú mátt fá mína á 10.000 ;) Þetta er bara svona venjuleg fx-9750G, s.s. ekkert svona Plus dæmi. Hún er frekar lítið notuð, hef bara geymt hana óní skúffu í nokkur ár :roll: enda ekki mikill skólamaður, hvað þá stærðfræðinörd :sleezyjoe