Síða 1 af 1

Val á netbook

Sent: Fim 16. Júl 2009 22:10
af dori
Sælir,

Ég er búinn að vera að hugsa mikið um að fá mér svona litla netbook. S.s. til að hafa á ferðinni og nota í basic netstöff og kannski eitthvað smá shell stöff. Ég hef hins vegar ekki fundið neitt sem heillar mig uppúr skónum svo ég var að vonast eftir að einhvert ykkar hafi séð tölvu sem svipar eitthvað til minna þarfa.

Þær tölvur sem ég hef hins vegar séð virðast ekki uppfylla alveg þau "skilyrði" sem ég set fyrir þá tölvu sem mig langar í. Ég hef ekkert við 160GB (hvað þá stærra) harðan disk að gera, vefmyndavél er bara sóun á plássi sem gæti farið í að vera loft og ég hef engan áhuga á að hafa windows uppsett (bara sóun á peningum). Það sem ég myndi vilja sjá er eftirfarandi (raðað eftir mikilvægi).

* alvöru "íslenskt" lyklaborð, srsly, hversu erfitt er að hafa <> takkann og alvöru enter takka, ég er að verða brjálaður á þessu bandaríska drasli
* 10"+ skjár (helst 10-11")
* 3g net (vital)
* bluetooth/evrópskt þráðlaust (ég nenni ekki veseni útaf því að channelið sem netið er á er ekki stutt af netkortinu)
* solid state diskur (má alveg vera bara 8/16GB)
* smart card reader
* linux (ég vil ekki foruppsett windows því að þá er ég búinn að borga fyrir leyfi sem ég vil ekki)
* nokkur USB2/eSATA

Þetta er svona það sem ég vil basicly. Mér er nokkurnvegin sama um örgjörva/minni þar sem ég er ekki að fara að nota tölvuna í hluti sem krefjast mikils af þeim þáttum. Innbyggðir hátalarar eru í rauninni mínus þar sem þeir eru ekki að fara að hjálpa mér neitt og springa bara á endanum (góður 3,5mm jack er alveg nóg).

Ef einhver hefur séð eitthvað sem nálgast þetta þá væri alveg geðveikt ef þið gætuð póstað því hér.

Re: Val á netbook

Sent: Fös 17. Júl 2009 09:05
af Cascade
Hvað er budgettið hátt?

Re: Val á netbook

Sent: Fös 17. Júl 2009 09:37
af arnar7
Fá sér bara Iphone 3G/3Gs
http://www.isimi3g.com/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Val á netbook

Sent: Fös 17. Júl 2009 09:42
af Cascade
Cascade skrifaði:Hvað er budgettið hátt?

Það er hægt að custimize-a Dell Mini 10 virkilega mikið, mæli með að fara á dell.com og sjá hvað þú getur gert, en hjá ejs kemur hún með:
Danskt Lyklaborð m/álímdum ísl. stöfum og TouchPad
Sýnist samt tölvan kosta það sama með ubuntu og windows xp

Spurning hvort þú getir pantað eina svona "custimizaða" af ejs og fengið allt sem þú vilt (þeas til að fá íslenska lyklaborðið)

Svo þar færðu <>| takkan

Nokkuð viss samt um að þú fáir engin esata port á neinni netbook

Re: Val á netbook

Sent: Fös 17. Júl 2009 13:44
af Victordp
http://www.pcworld.idg.com.au/review/no ... _10/311590" onclick="window.open(this.href);return false;
Cool art work, good keyboard, displays high definition TV, 250GB hard drive, HDMI, 1366x768 resolution
What's Not

Touchpad is very awkward to use, Dell digital TV utility can't record programs, no vents on the sides, relatively slow application performance
The Final Word

The Dell Inspiron Mini 10 is a great netbook, especially if you want a high resolution, a large amount of storage space and the convenience of an HDMI output. It's let down by the poor digital TV software, slow performance and the awkward touchpad. We also liked the super cool lid artwork!

Re: Val á netbook

Sent: Fös 17. Júl 2009 14:35
af dori
arnar7 skrifaði:Fá sér bara Iphone 3G/3Gs
http://www.isimi3g.com/" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég skil ekki hvað í andskotanum ég á að gera við síma þegar mig langar í netbook. Þetta er held ég heimskulegasta komment sem ég hef séð lengi.
Cascade skrifaði:Það er hægt að custimize-a Dell Mini 10 virkilega mikið, mæli með að fara á dell.com og sjá hvað þú getur gert, en hjá ejs kemur hún með:
Danskt Lyklaborð m/álímdum ísl. stöfum og TouchPad
Sýnist samt tölvan kosta það sama með ubuntu og windows xp

Spurning hvort þú getir pantað eina svona "custimizaða" af ejs og fengið allt sem þú vilt (þeas til að fá íslenska lyklaborðið)

Svo þar færðu <>| takkan

Nokkuð viss samt um að þú fáir engin esata port á neinni netbook
Dell Mini hljómar svosem ágæt. Ætla að skoða það aðeins. En það eru alveg til svona combo USB2/eSATA tengi sem ég hef séð á stöku netbook. Takk kærlega.