Val á netbook
Sent: Fim 16. Júl 2009 22:10
Sælir,
Ég er búinn að vera að hugsa mikið um að fá mér svona litla netbook. S.s. til að hafa á ferðinni og nota í basic netstöff og kannski eitthvað smá shell stöff. Ég hef hins vegar ekki fundið neitt sem heillar mig uppúr skónum svo ég var að vonast eftir að einhvert ykkar hafi séð tölvu sem svipar eitthvað til minna þarfa.
Þær tölvur sem ég hef hins vegar séð virðast ekki uppfylla alveg þau "skilyrði" sem ég set fyrir þá tölvu sem mig langar í. Ég hef ekkert við 160GB (hvað þá stærra) harðan disk að gera, vefmyndavél er bara sóun á plássi sem gæti farið í að vera loft og ég hef engan áhuga á að hafa windows uppsett (bara sóun á peningum). Það sem ég myndi vilja sjá er eftirfarandi (raðað eftir mikilvægi).
* alvöru "íslenskt" lyklaborð, srsly, hversu erfitt er að hafa <> takkann og alvöru enter takka, ég er að verða brjálaður á þessu bandaríska drasli
* 10"+ skjár (helst 10-11")
* 3g net (vital)
* bluetooth/evrópskt þráðlaust (ég nenni ekki veseni útaf því að channelið sem netið er á er ekki stutt af netkortinu)
* solid state diskur (má alveg vera bara 8/16GB)
* smart card reader
* linux (ég vil ekki foruppsett windows því að þá er ég búinn að borga fyrir leyfi sem ég vil ekki)
* nokkur USB2/eSATA
Þetta er svona það sem ég vil basicly. Mér er nokkurnvegin sama um örgjörva/minni þar sem ég er ekki að fara að nota tölvuna í hluti sem krefjast mikils af þeim þáttum. Innbyggðir hátalarar eru í rauninni mínus þar sem þeir eru ekki að fara að hjálpa mér neitt og springa bara á endanum (góður 3,5mm jack er alveg nóg).
Ef einhver hefur séð eitthvað sem nálgast þetta þá væri alveg geðveikt ef þið gætuð póstað því hér.
Ég er búinn að vera að hugsa mikið um að fá mér svona litla netbook. S.s. til að hafa á ferðinni og nota í basic netstöff og kannski eitthvað smá shell stöff. Ég hef hins vegar ekki fundið neitt sem heillar mig uppúr skónum svo ég var að vonast eftir að einhvert ykkar hafi séð tölvu sem svipar eitthvað til minna þarfa.
Þær tölvur sem ég hef hins vegar séð virðast ekki uppfylla alveg þau "skilyrði" sem ég set fyrir þá tölvu sem mig langar í. Ég hef ekkert við 160GB (hvað þá stærra) harðan disk að gera, vefmyndavél er bara sóun á plássi sem gæti farið í að vera loft og ég hef engan áhuga á að hafa windows uppsett (bara sóun á peningum). Það sem ég myndi vilja sjá er eftirfarandi (raðað eftir mikilvægi).
* alvöru "íslenskt" lyklaborð, srsly, hversu erfitt er að hafa <> takkann og alvöru enter takka, ég er að verða brjálaður á þessu bandaríska drasli
* 10"+ skjár (helst 10-11")
* 3g net (vital)
* bluetooth/evrópskt þráðlaust (ég nenni ekki veseni útaf því að channelið sem netið er á er ekki stutt af netkortinu)
* solid state diskur (má alveg vera bara 8/16GB)
* smart card reader
* linux (ég vil ekki foruppsett windows því að þá er ég búinn að borga fyrir leyfi sem ég vil ekki)
* nokkur USB2/eSATA
Þetta er svona það sem ég vil basicly. Mér er nokkurnvegin sama um örgjörva/minni þar sem ég er ekki að fara að nota tölvuna í hluti sem krefjast mikils af þeim þáttum. Innbyggðir hátalarar eru í rauninni mínus þar sem þeir eru ekki að fara að hjálpa mér neitt og springa bara á endanum (góður 3,5mm jack er alveg nóg).
Ef einhver hefur séð eitthvað sem nálgast þetta þá væri alveg geðveikt ef þið gætuð póstað því hér.