Síða 1 af 1
Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Mán 13. Júl 2009 19:08
af steinarth
Sæl,
Er að spá í að kaupa flatskjá en þar sem ég kann ekki þumalputtaregluna yfir það hvaða sjónvörp eru góð. Á víst að vera til einhver formúla
en það sem eg er að pæla er bara vitiði um góðan flatskjá 32"+ með góð gæði og einnig ekkert of dýrt. Því maður hefur allveg séð sjónvörp sem eru upp á 500 þús krónur og myndin er ekki einu sinni skýr.
En ef þið vitið um einhver góð og ódýr endilega sendið mér link
Re: Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Mán 13. Júl 2009 21:07
af SteiniP
Ég er mjög ánægður með Philips 37PFL tækið sem er inn í stofu, mjög skýr mynd og mikið af tengimöguleikum. Svo kemur ekki mikill glampi á það út frá sólinni sem er kostur
Passaðu að láta ekki blekkja þig með að borga fullt verð fyrir sjónvarp sem er ekki full hd heldur hd ready, það er ruglinslegt fyrir suma.
Re: Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Þri 14. Júl 2009 16:05
af steinarth
Hvar keyptiru það kvikindi? og Hvað kostaði það?
Re: Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Þri 14. Júl 2009 16:18
af SteiniP
steinarth skrifaði:Hvar keyptiru það kvikindi? og Hvað kostaði það?
Held það sé orðið hátt í 2 ára gamalt, var keypt í elko á kannski 150-200þ.
Sjónvarpsmiðstöðin er líka með philips tæki í kringum 200 kallinn.
Re: Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Mið 15. Júl 2009 15:52
af steinarth
Er að pæla í þessum tvem eini munurinn á þeim er 30 þús króna verðmunur. Ódýra tækið er 24000:1 50 hz og 8 ms. En dýrara tækið er 50000:1 60hz og 5 ms
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1732http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1732
Re: Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Mið 15. Júl 2009 16:05
af Hvati
Ég myndi kaupa
þetta frekar en hin 2
Re: Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Mið 15. Júl 2009 16:38
af TwiiztedAcer
Hvati skrifaði:Ég myndi kaupa
þetta frekar en hin 2
Sammála
Re: Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Mið 15. Júl 2009 20:27
af steinarth
Þetta var einmitt dýrara sjónvarpið sem ég var að tala um í seinasta comennti
Re: Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Mið 15. Júl 2009 20:35
af Hvati
steinarth skrifaði:Þetta var einmitt dýrara sjónvarpið sem ég var að tala um í seinasta comennti
Þetta sem ég benti á er Full HD, hitt er það ekki, reyndar sé ég ekki annan mun heldur en upplausn og endurnýjunartíðni
Re: Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Mið 15. Júl 2009 21:18
af steinarth
já sry leit bara nákvæmlega eins út
En er þetta Full hd allgjört must?
Re: Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Mið 15. Júl 2009 21:27
af TwiiztedAcer
steinarth skrifaði:já sry leit bara nákvæmlega eins út
En er þetta Full hd allgjört must?
Ef þú villt fá góð gæði, þá jamm
Re: Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Mið 15. Júl 2009 21:48
af Matti21
TwiiztedAcer skrifaði:steinarth skrifaði:já sry leit bara nákvæmlega eins út
En er þetta Full hd allgjört must?
Ef þú villt fá góð gæði, þá jamm
Rugl! Full HD er sölutrikk. Lítið annað en það. Sérstaklega á 32" tæki. Gjörsamlega gagnslaust. Sérð ekki muninn nema þú sért algjörlega upp við tækið...
Samt sem áður margfallt betri kaup í þessu tæki en 3403 tækið fyrir lítinn meiri pening. Betri skerpa, svartími og örgjörvi.
Ég hef samt alltaf verið meiri panasonic maður en philips. Litirnir finnst mér alltaf betri í panasonic og svo finnst mér philips eiga við pínu over-sharpening vandamál að stríða. Sjálfsagt eitthvað hægt að stilla þetta og nýja línan hefur skánað töluvert en mér finnst panasonic samt sem áður hafa náttúrulegri og eðlilegri mynd.
Ég mundi skoða td. þetta tæki
http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=TXL32C10Mundi líka skoða hver er með umboðið fyrir það tæki sem þú ætlar að kaupa. Alltaf auðveldara að kaupa beint frá umboðsaðila svo verslunin sem þú kaupir frá sé ekki að senda tækið eitthvað annað í viðgerð.
Re: Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Mið 15. Júl 2009 22:19
af steinarth
Tækið sem þú mælir með er á 150 þus og ekki nema 15000:1 veit ekki hz né ms
Re: Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Mið 15. Júl 2009 23:07
af Matti21
15.000:1 í native skerpu. Skerpan sem philips gefur upp er dynamic skerpa sem segir þér ekki neitt (getur lesið um þetta
hér).
Þetta er ekki 100hz tæki sem þýðir að það keyrir á um 50-60hz. Hinsvegar tekur það við 24fps merki. Svartíminn er 5ms veit ekki afhverju ht.is gefur það ekki upp.
Það þýðir hinsvegar ekkert að horfa á tölurnar, farðu í verslunina og skoðaðu tækin. Biddu um að fá að sjá bæði sjónvarpsútsendingu og DVD. Prófaðu fjarstýringuna og viðmótið og ákveddu hvort tækið þér líkar betur við. Allir hlutir geta litið vel út á blaði en þú veist ekki hvort hann sé góður fyrr en þú prófar hann í alvöru.
Re: Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Fim 16. Júl 2009 10:35
af ÓmarSmith
Full HD skiptir aldrei máli í þessum litlu tækjum, bara gleymdu því.
Myndvinnslubúnaðurinn og panellinn skipta mun meira máli. OG lægri svartími einnig.
Myndi alveg mæla með þessu tæki hjá Elko sem er á 149990 á tilboði því það er massa gott tæki.
Svo eru
http://www.sm.is með mjög gott Panasonic LCD á 149990 á tilboði líka.. það sem það hefur framyfir er IPS panell sem er mikið svartari en Philips panellinn.. getur setið meira á hlið en samt fengið rétta svarta liti. Kemur líka mun betur út þegar þú tengir PC við tækið.
Klárlega bæði tækin góð, en auðvitað er umboð fyrir Philips hjá SM en ekki Elko sem og Panasonic.
Re: Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Fim 16. Júl 2009 19:12
af TwiiztedAcer
ÓmarSmith skrifaði:Full HD skiptir aldrei máli í þessum litlu tækjum, bara gleymdu því.
Myndvinnslubúnaðurinn og panellinn skipta mun meira máli. OG lægri svartími einnig.
Myndi alveg mæla með þessu tæki hjá Elko sem er á 149990 á tilboði því það er massa gott tæki.
Svo eru
http://www.sm.is með mjög gott Panasonic LCD á 149990 á tilboði líka.. það sem það hefur framyfir er IPS panell sem er mikið svartari en Philips panellinn.. getur setið meira á hlið en samt fengið rétta svarta liti. Kemur líka mun betur út þegar þú tengir PC við tækið.
Klárlega bæði tækin góð, en auðvitað er umboð fyrir Philips hjá SM en ekki Elko sem og Panasonic.
Jamm þetta er alveg rétt hjá þér
"1080p vs 720p is harder to perceive on smaller sets. But definitely, anything larger than a 36-37", you can tell the difference. If you go 40+, you
definitely better get a 1080p capable tv."
Re: Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Fös 17. Júl 2009 10:05
af stebbi23
Re: Hvernig sjónvarp á ég að kaupa mér?
Sent: Fös 17. Júl 2009 10:54
af Godriel
Þetta er geðveikt gott sjónvarp, ég keypti mér fyrri útgáfu af þessu, og það er mjööög gott, alveg sáttur, og það er ekkert svo dýrt miðað við hvað það er svakalegt
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... H4000#elko