Síða 1 af 1
sjónvarpskort
Sent: Mán 29. Jún 2009 20:59
af littel-jake
Er með 8800 GT 512 mb kort en er að spá hvort að maður ætti að blæða í sjónvarps kort til að horfa á myndir í sjónvarpinu.
Ef ekki. Hvar fæ ég snúru til að tengja skjákortið í sjónvarpið?
Re: sjónvarpskort
Sent: Mán 29. Jún 2009 22:06
af hagur
Sjónvarpskort er ekki til að horfa á myndir í sjónvarpinu úr tölvunni .... Sjónvarpskort er til að horfa á sjónvarpsrásir í tölvunni. Tvennt ólíkt.
Til að horfa á tölvuna á sjónvarpsskjá þarftu bara réttu snúruna. Ef þú ert með LCD/Plasma sjónvarp, þá eru miklar líkur á því að það sé með VGA/DVI eða HDMI tengi. Ef það er í eldri kantinum og ekki með HDMI tengi, þá er það með VGA eða DVI tengi. Þú ættir að geta tengt þá bara beint í það úr tölvunni, annaðhvort með VGA, DVI eða HDMI.
Ef þú ert með túbusjónvarp, þá þarftu að nota TV-Out dongle-ið sem ætti að hafa fylgt skjákortinu. Á öðrum endanum er MINI-DIN tengi sem tengist í kringlótta tengið á skjákortinu og á hinum endanum er ýmist S-Video, Composite eða Component tengi. Ef sjónvarpið er með S-Video, þá notarðu það, annars composite. Afskaplega fá túbusjónvörp eru með component tengi, en það er þó til í dæminu.