Síða 1 af 1

Pæling...

Sent: Mið 17. Jún 2009 15:53
af gunnicruiser
Sælir

Ég er með eina tölvu sem mér finnst ekki vera að standa sig nógu vel í leikjum. Ég er reyndar að notast við þráðlaust net með netkorti sem ég var að kaupa.

Þetta:
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1169

Áður en ég keypti mér kortið þá notaðist ég við USB-netkort og skilaði það sömu niðurstöðum. Ég spila CSS núna í lægstu gæðum með upplausnina 1400 x 1050 og er að lagga semi. Ég nenni því ekki og var að hugsa hvort ég þyrfti að uppfæra tölvuna ( nenni ekki að eyða miklum pening ) og hélt kannski að ég gæti sloppið með 15-20þús (notað dót). Uppfæri hana þó bara ef ég þarf þess þ.e.a.s ef þessi sleppur ekki í CSS.

Hún er nuna:
AMD Athlon (tm) 64 Processor 3500+, MMX, 3DNow, 2.2GHz.
1534MB RAM
NVIDIA GeForce 7300GT 256MB
XP Pro
Stór turn.
(hvar sé ég móbóið?)

Megið benda mér á ódyrar uppfærslur ef þess þarfog hvort það sé vesen að setja í.

MBK
Gunni

Re: Pæling...

Sent: Mið 17. Jún 2009 15:56
af Sallarólegur
Verður að fá þér öflugra skjákort ef þú vilt flæða CSS vel í þessari upplausn.

Re: Pæling...

Sent: Mið 17. Jún 2009 17:23
af SteiniP
Þú getur séð hvernig móðurborð þú ert með pcwizard
Ef það er ekki pci-e rauf á móðurborðinu þá eru ekki margir möguleikar á skjákortsuppfærslu.
Gætir spilað í lægri upplausn til að fá hærra fps.

Re: Pæling...

Sent: Mið 17. Jún 2009 17:25
af Glazier
Þennan örgjörva: http://kisildalur.is/?p=2&id=1008
Þetta skjákort: http://kisildalur.is/?p=2&id=930

og þá geturu spilað css í hvaða gæðum sem er ;)

Re: Pæling...

Sent: Mið 17. Jún 2009 18:31
af SteiniP
Glazier skrifaði:Þennan örgjörva: http://kisildalur.is/?p=2&id=1008
Þetta skjákort: http://kisildalur.is/?p=2&id=930

og þá geturu spilað css í hvaða gæðum sem er ;)

Örrinn sem hann er með núna er socket 939 og þessi er am2 þannig hann þyrfti móðurborð líka og ddr2 minni.

Re: Pæling...

Sent: Mið 17. Jún 2009 20:49
af gunnicruiser
ég er ekki að fara að eyða 13þús í örgjörva og 15þús í skjákort. var að hugsa ódýrara...

Re: Pæling...

Sent: Mið 17. Jún 2009 21:03
af SteiniP
gunnicruiser skrifaði:ég er ekki að fara að eyða 13þús í örgjörva og 15þús í skjákort. var að hugsa ódýrara...

Það er voða lítið hægt að uppfæra þessa vél. Það er kominn nýr staðall í skjákortum sem notar aðra tengirauf.
Þú gætir kannski fengið þér eitthvað aðeins öflugra skjákort en það væri ekki munur sem að borgar sig.

Þessi vél ætti samt þannig séð að ráða við CSS í ágætis gæðum. Hvað ertu að fá hátt fps núna?
Prufaðu að lækka upplausnina í 1024*### og slökkt á AA og gáðu hvort það er ekki einhver munur.

Re: Pæling...

Sent: Mið 17. Jún 2009 22:19
af KermitTheFrog
gunnicruiser skrifaði:ég er ekki að fara að eyða 13þús í örgjörva og 15þús í skjákort. var að hugsa ódýrara...


Það er voða erfitt að fara að gera sér vonir um að fá þetta eitthvað mikið ódýrara.