Síða 1 af 1
Vandamál með lappann
Sent: Lau 30. Maí 2009 01:29
af @Arinn@
Sælir, ég lenti í smá vandamáli með lappann minn. Ég er með HP TC4400 tablet pc. Það sem skeði var það að ég drap á tölvunni með því að halda inni power takkanum og startaði svo aftur og þá kom alltaf blue screen um leið og windowsið reyndi að starta sér. Þá ætlaði ég bara að starta HP recovery og setja windowsið aftur upp en það virkaði ekki heldur fraus bara alltaf þegar það var að starta sér. Þannig það lítur út fyrir það að diskurinn hafi hrunið. Þá ætlaði ég að formatta vélina í gegnum usb geisladrif þar sem það er ekkert geisladrif á tölvunni. Þegar windowsið var komið að því að velja hvaða disk ég ætlaði að formatta fann það engann disk. Þá tók ég diskinn úr fartölvunni og tengdi hann í usb box og formattaði hann í annarri tölvu og virkaði hann þar. Þá prófaði ég að setja hann aftur í lappann og keyrði upp windows diskinn og hann fannst ekki. Þá prófaði ég að keyra disk Sanitizer í gegnum lappann í biosnum sem á að djúphreinsa diskinn, síðan reyndi ég að keyra windows setuppið og diskurinn finnst ekki. En þegar ég set diskinn í usb box og keyri setuppið í gegnum það finnst diskurinn en það kemur blue screen þegar windowsið loadar til að fara í seinni hlutann á uppsettningunni. Þar sem ég er búinn að formatta diskinn er HP recovery dæmið farið útaf disknum svo eina leiðin er að setja windowsið upp í gegnum usb geisladrifið held ég allavega er ég ekki kominn með betri hugmyndir og leita því hingað til að fá fleiri hugmyndir. Það sem ég hef komist að núna er það að ég hugsa það að það sé í lagi með harða diksinn. Tölvan er farin úr ábyrgð þannig það er ekki það einfalt að henda henni bara í opin kerfi svo ég ætla að reyna að laga þetta. Eru ekki einhverjir expertar sem hafa einhverja hugmynd um hvað ég get reynt að gera?
kv. Arinn
Re: Vandamál með lappann
Sent: Lau 30. Maí 2009 02:44
af AntiTrust
Disk controllerinn er líklegast bilaður, þeas foulty móðurborð. Keyrðu bara full system PC Check diagnostic, er á flestum af þessum self help boot diskum, MRI, Hirens, UBC.
Re: Vandamál með lappann
Sent: Lau 30. Maí 2009 03:25
af @Arinn@
ok... ef það er málið þýðir það þá nýtt móðurborð eða?
Re: Vandamál með lappann
Sent: Lau 30. Maí 2009 05:33
af Hyper_Pinjata
eina problemið er bara það að fartölvumóðurborð kosta heeeeeeeeelling...
Re: Vandamál með lappann
Sent: Lau 30. Maí 2009 08:20
af Starman
Mér finnst ólíklegt að móðurborðið sé bilað, frekar að minniskubbur sé bilaður. Hvaða installation CD ertu að nota ?
Ef þú ert að nota "standard" XP disk þá vantar drivera fyrir SATA controllerinn og þess vegna sérðu ekki diskinn og vélin fer í blue screen.
Náðu í driverana frá HP og notaðu nlite
http://www.nliteos.com/download.html til búa til nýjan XP CD með réttum driverum.
Eða prufaðu að nota Ubuntu
http://ubuntu.hugi.is/releases/jaunty/u ... p-i386.iso , það ætti að fara létt með þetta.
Re: Vandamál með lappann
Sent: Lau 30. Maí 2009 09:13
af lukkuláki
Kemur diskurinn upp í BIOS ?
Re: Vandamál með lappann
Sent: Lau 30. Maí 2009 10:42
af @Arinn@
Það virðist vera að diskurinn komi í BIOS já. Það er samt ekki hægt að sjá það en þegar hann er í er hægt að gera þetta disk sanitizer og HDD Check en ef hann er ekki í er það ekki hægt... Starman ég sé ekki hvaða driver í ætti að nota í það hér
http://h20000.www2.hp.com/bizsupport/Te ... nvOID=1059" onclick="window.open(this.href);return false; og hvernig nota ég þetta dót til að breyta xp disknum.?
Re: Vandamál með lappann
Sent: Lau 30. Maí 2009 11:13
af Starman
Ég hefði haldið að það væri þessi
http://h20000.www2.hp.com/bizsupport/Te ... ob-39831-1
Keyra þessa sp32492.exe skrá, driverinn fer í möppu sem heitir c:\swsetup\SP32492
Ef þú átt USB floppy drif þá getur þú sleppt að nota nlite, ýta á F6 þegar install er að byrja til að bæta við driver af floppy.
En ef ekki þá verður þú að nota nlite, ræsa það , vísa því á XP diskinn sem source og svo velja einhvers staðar "add drivers", það er einhver álfur(wizard) sem ætti að leiða þig áfram. Svo býr nlite til nýtt ISO image fyrir þig sem þú brennir á CD.
Re: Vandamál með lappann
Sent: Lau 30. Maí 2009 11:15
af lukkuláki
Ég myndi ná í sama BIOS eða nýrri BIOS ef hann er til og prófa að flassa hann.
Og ég myndi prófa annan disk.
Re: Vandamál með lappann
Sent: Lau 30. Maí 2009 13:11
af AntiTrust
Mér finnst afar óliklegt að annarhvor RAM kubburinn valdi þessari villu, en til þess að útiloka það víxlaru þeim bara úr og sérð hvað gerist. Finnst einnig afar ólíklegt að þú þurfir Disk driver á SATA disk, hélt það væri einunigs fyrir afar gamlar vélar eða SCSI, en auðvitað þess virði að prufa ef þeir eru til staðar hjá framleiðanda.
Finnst einnig hæpið að BIOS update hafi áhrif núna, ef þú ert að nota réttan OS disk og þetta er OEM HDD, en again, má alltaf prufa.
Keyrðu UBCD, GeekSquadMRI, Hirens eða e-rn svipaðann self test disk og keyrðu full system test (PC-Check 6.21) t.d., þá þarftu ekkert að pæla í þessu frekar heldur færðu það svart á hvítu hvort það er hardware vandamál eða ekki.
Re: Vandamál með lappann
Sent: Mán 01. Jún 2009 01:45
af @Arinn@
Þakka kærlega vandamálið var það sem starman kom með...
Re: Vandamál með lappann
Sent: Mán 01. Jún 2009 03:38
af Pandemic
Bara svona note
þá er afar sjaldgjæft að móðurborð og örgjörvi bili. Í svona 80% tilvika er það annaðhvort harður diskur eða vinnsluminni.
Re: Vandamál með lappann
Sent: Mán 01. Jún 2009 03:39
af AntiTrust
Pandemic skrifaði:Bara svona note
þá er afar sjaldgjæft að móðurborð og örgjörvi bili. Í svona 80% tilvika er það annaðhvort harður diskur eða vinnsluminni.
Þú ættir nú að vita betur, það er langt í frá óalgengt í fartölvum.
Hinsvegar rosalega sjaldgæft að örgjörvar gefi sig.