Síða 1 af 1
Bólstrun á bílsæti/tölvustól
Sent: Fös 01. Maí 2009 10:20
af Danni V8
Fyrir rúmum fimm árum síðan bjó ég til tölvustól úr bílstjórasætinu á fyrsta bílnum mínum eftir að drukkunn ökumaður keyrði í hliðina á mér og eyðilagði bílinn. Sætið var eins og nýtt þá en núna er farið að rifna úr sessunni og svampurinn orðinn slæmur.
Nú er ég að spá í að láta bólstra sætið, leðurklæða það og setja nýjan svamp ef að það er hægt.
Vitið þið um einhvern góðan bólstrara sem getur unnið svona verk fyrir gott verð? Og hvað svona verk myndi taka sirka langan tíma?
Re: Bólstrun á bílsæti/tölvustól
Sent: Fös 01. Maí 2009 12:24
af Minuz1
Þessi er þekktur í viðgerðum á mótorhjólafatnaði hérna á íslandi, spurning hvort hann geti hjálpað þér
Ég tek þetta að mér í aukavinnu
Ég Get sagt þér verð fyrirfram um leið ég sé hlutinn .
Ég er mjög sanngjarn á verði
Ég geri þetta alltaf á kvöldinn og vanda mig og er ekkert stressa mig frekar geri vel og tek kannski 1-3 daga max fer eftir viðgerð
3Dagar max á lás
2dagar Litunn
1Dagur bera á og smá Saumaskapur .
Smile Ég geri flest allt nema skipta um Carbon-plast eða plasthlífarnar.
Ég Lita leður
Sauma
Rennilása
fóðra
Franskalása
Ég get gert allt nema skipta um plasthlífarnar .Og Sauma Bíllbelti
Ég segji 99% aldrei nei við viðgerðum,litunum eða viðhaldi á göllum .
Bara Bjallaðu á mig
Thorir@heima.sidan.is Msn
Thorir@smaraskoari.is email
5442277 vinnu sími
7706108 gsm
5643274 Heima sími
Ég er með aðstöðu í smáralind
Kíktu á mig og Biddu um Þórir
Pabbi Tekur þetta ekki að sér þanning fólk verður biðja um mig
Ég er lærður í skósmíði (sveinspróf)
Búinn fara á expo sýningu í þýsklandi og kynningu á birki sútuðuleðri,
Búinn vinna við það í ca 10-11 ár búinn vera með aðra hendina í því síðan 13 ára .
ég er 25ára
ég er 5 ættliður í skósmíði
Langa langafi
Langafi
Afi
Pabbi - Bróðir hans pabba
ég og Sonur bróðir hans pabba
þanning ég veit hvað ég er gera og kann þetta
Re: Bólstrun á bílsæti/tölvustól
Sent: Fös 01. Maí 2009 12:33
af KermitTheFrog
Það er bólstrari í Garðabæ sem myndi sennilega gera það
Re: Bólstrun á bílsæti/tölvustól
Sent: Fös 01. Maí 2009 13:06
af Minuz1
KermitTheFrog skrifaði:Það er bólstrari í Garðabæ sem myndi sennilega gera það
Býr hann þar, vinnur þar eða á hann bara leið þar hjá?
Þetta er örugglega lélegasta svar sem ég hef nokkurn tíman séð.
Re: Bólstrun á bílsæti/tölvustól
Sent: Fös 01. Maí 2009 13:44
af KermitTheFrog
Minuz1 skrifaði:KermitTheFrog skrifaði:Það er bólstrari í Garðabæ sem myndi sennilega gera það
Býr hann þar, vinnur þar eða á hann bara leið þar hjá?
Þetta er örugglega lélegasta svar sem ég hef nokkurn tíman séð.
Hann vinnur þar. Minnir að þetta sé í Iðnbúð í Garðabæ.
Garðabær er nú ekki það stór bær að það séu margir bólstrarar þar.
Re: Bólstrun á bílsæti/tölvustól
Sent: Fös 01. Maí 2009 14:11
af Predator
Bifreiðabyggingar SF staðsettir á Tangarhöfða 5 geta örugglega reddað þér.