Síða 1 af 1

Brotinn takki á fartölvulyklaborði.

Sent: Fim 23. Apr 2009 18:34
af Kruder
Ég braut hvíta "bracketið" undir B takkanum á lyklaborðinu á Packard Bell Easynote MT85-T-149NC

Takkinn var að standa á sér útaf skít undir honum svo ég tók hann af, ég hef tekið aðeins of fast á þessu því í stað þess að takkinn sjálfur poppaði af eins og á að gerast, þá kom "bracketið" sem maður festir hann á með líka og var greinilega brotið.

Jæja, hvað er best að gera? Haldiði að Tölvuvirkni geti hjálpað mér, ætla að hringja á morgun (í dag er frídagur) eða haldiði að ég geti fundið þetta á netinu?

Með von um skýr og góð svör

Mynd

Hér sést hluturinn sem um ræðir.

Re: Brotinn takki á fartölvulyklaborði.

Sent: Fim 23. Apr 2009 20:13
af Kruder
ÉG LEYSTI MÁLIÐ MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA VARAHLUTINN ÚR CAPS LOCK OG LÍMA NIÐUR CAPSLOCK. EINI GALLINN ER AÐ NÚNA ÞARF ÉG AÐ TALA SVONA!
































































































Nei nei, bara grín...

Re: Brotinn takki á fartölvulyklaborði.

Sent: Fim 04. Jún 2009 02:13
af kjarribesti
haha en hey ef þú vissir til að taka úr og í capslock skaltu hafa on-screen keyboard opið

Re: Brotinn takki á fartölvulyklaborði.

Sent: Fim 04. Jún 2009 08:46
af lukkuláki
Það er frekar líklegt að Tölvuvirkni eigi svona lyklaborð í varahluti sem mætti laga þetta með.
Það er ekkert mál að skipta um þetta stykki og þetta er örugglega eins í mörgum fartölvu lyklaborðum.

Renndu bara með þetta til hans og tékkaðu á þessu ég hef sjaldan fengið eins góða þjónustu eins og hjá þeim.

Re: Brotinn takki á fartölvulyklaborði.

Sent: Fim 04. Jún 2009 13:23
af Glazier
lukkuláki skrifaði:Það er frekar líklegt að Tölvuvirkni eigi svona lyklaborð í varahluti sem mætti laga þetta með.
Það er ekkert mál að skipta um þetta stykki og þetta er örugglega eins í mörgum fartölvu lyklaborðum.

Renndu bara með þetta til hans og tékkaðu á þessu ég hef sjaldan fengið eins góða þjónustu eins og hjá þeim.
Þú hlítur þá að þekkja einhvern þarna.. því ég og margir aðrir sem ég veit um fá allveg hræðilega þjónustu þarna.. ég hringdi til að spurja þá eitthvað út í fartölvu vinnsluminni og hann sagði geturu hringt seinna ég er upptekinn, þvílíkt góð þjónusta þarna.. ? ég hringdi sko ekki aftur heldur hringdi bara í kísildal og keypti vinnsluminni þar vegna þess að hann nennti að svara spurningunum mínum og meira að segja beið eftir mér þótt það væri komið fram yfir lokun.. :)

Re: Brotinn takki á fartölvulyklaborði.

Sent: Fim 04. Jún 2009 15:45
af KermitTheFrog
Ég hef alltaf fengið fínustu þjónustu hjá Tölvuvirkni. Það getur vel verið að það varíeri eftir því hverjum þú lendir á, en mín reynsla er góð.

Re: Brotinn takki á fartölvulyklaborði.

Sent: Fim 04. Jún 2009 18:53
af lukkuláki
Glazier skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Það er frekar líklegt að Tölvuvirkni eigi svona lyklaborð í varahluti sem mætti laga þetta með.
Það er ekkert mál að skipta um þetta stykki og þetta er örugglega eins í mörgum fartölvu lyklaborðum.

Renndu bara með þetta til hans og tékkaðu á þessu ég hef sjaldan fengið eins góða þjónustu eins og hjá þeim.
Þú hlítur þá að þekkja einhvern þarna.. því ég og margir aðrir sem ég veit um fá allveg hræðilega þjónustu þarna.. ég hringdi til að spurja þá eitthvað út í fartölvu vinnsluminni og hann sagði geturu hringt seinna ég er upptekinn, þvílíkt góð þjónusta þarna.. ? ég hringdi sko ekki aftur heldur hringdi bara í kísildal og keypti vinnsluminni þar vegna þess að hann nennti að svara spurningunum mínum og meira að segja beið eftir mér þótt það væri komið fram yfir lokun.. :)

Ég veit hvað eigandinn heitir en þekki engann þarna persónulega en ég og margir sem ég þekki hafa fengið afburða þjónustu hjá þeim.
Tek það fram að ég hef ekki verslað neitt massíft mikið hjá þeim en þegar ég hef lent í vandræðum með eitthvað sem ég hef keypt þá er það leyst fljótt og vel. Það er topp þjónusta hjá Kísildal líka það veit ég :)

Re: Brotinn takki á fartölvulyklaborði.

Sent: Fim 04. Jún 2009 19:02
af ManiO
Glazier skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Það er frekar líklegt að Tölvuvirkni eigi svona lyklaborð í varahluti sem mætti laga þetta með.
Það er ekkert mál að skipta um þetta stykki og þetta er örugglega eins í mörgum fartölvu lyklaborðum.

Renndu bara með þetta til hans og tékkaðu á þessu ég hef sjaldan fengið eins góða þjónustu eins og hjá þeim.
Þú hlítur þá að þekkja einhvern þarna.. því ég og margir aðrir sem ég veit um fá allveg hræðilega þjónustu þarna.. ég hringdi til að spurja þá eitthvað út í fartölvu vinnsluminni og hann sagði geturu hringt seinna ég er upptekinn, þvílíkt góð þjónusta þarna.. ? ég hringdi sko ekki aftur heldur hringdi bara í kísildal og keypti vinnsluminni þar vegna þess að hann nennti að svara spurningunum mínum og meira að segja beið eftir mér þótt það væri komið fram yfir lokun.. :)

Tjah, kannski var afgreiðslumaðurinn með kúnna, en ákvað í stað þess að láta þig hringja út að biðja þig um að hringja aftur eftir smá? Þú hlýtur að gera þér grein fyrir að þú ert ekki einn í heiminum.

Skal taka það fram að ég hef aldrei verslað við Tölvuvirkni né þekki ég ekki einn einasta mann sem kem að því fyrirtæki en hef heyrt frá flestum að þeir bjóði upp á góða þjónustu.

Re: Brotinn takki á fartölvulyklaborði.

Sent: Fim 04. Jún 2009 20:54
af Glazier
Þegar ég fór í kísildal eftir þetta sama dag fórum við aðeins að spjalla saman þarna niðurfrá og ég sagði þeim frá þessu og hann hló og sagði já þetta er allveg þekkt þeir eru svolítið ófélagslyndir þarna, og þeir höfðu meira að segja heyrt af því að þeir hafi hreinlega rekið fólk út þarna í verluninni hjá sér..

Re: Brotinn takki á fartölvulyklaborði.

Sent: Fim 04. Jún 2009 22:04
af lukkuláki
Glazier skrifaði:Þegar ég fór í kísildal eftir þetta sama dag fórum við aðeins að spjalla saman þarna niðurfrá og ég sagði þeim frá þessu og hann hló og sagði já þetta er allveg þekkt þeir eru svolítið ófélagslyndir þarna, og þeir höfðu meira að segja heyrt af því að þeir hafi hreinlega rekið fólk út þarna í verluninni hjá sér..
Þessu trúi ég ekki.
Hvorki trúi ég því að kísildals menn láti svona rusl út úr sér né trúi ég því að tölvuvirknismenn reki fólk út úr búðinni nema þá kannski þjófa, róna eða álíka.

Re: Brotinn takki á fartölvulyklaborði.

Sent: Fim 04. Jún 2009 22:11
af info
Hef verslað við tölvuvirkni lengi og aldrei lent í neinu veseni við þá eða slæmri framkomu hef bara gott um þá að segja og allir eigum við slæman dag kannski lentir þú á einum svoleiðis.

Re: Brotinn takki á fartölvulyklaborði.

Sent: Fim 04. Jún 2009 23:59
af KermitTheFrog
Það er alveg æðislegt að hitta á Björgvin sem er held ég rekstrarstjóri hjá Tölvuvirkni. Hann er mjög sveigjanlegur og þægilegur þjónustari.