Síða 1 af 1

SIP fjarskiftafyrirtækið

Sent: Lau 04. Apr 2009 15:44
af roadwarrior
Hefur einhver heyrt um verð eða um meiri upplýsingar frá þessum nýju aðilum?
td. hvort þeir séu farnir að bjóða uppá ADSL til einstaklinga og þá á hvaða kjörum?

Re: SIP fjarskiftafyrirtækið

Sent: Lau 04. Apr 2009 15:48
af Gúrú
Engar fleiri upplýsingar hafa borist í dagsljósið annað en tilvist fyrirtækisins, að þeir bjóði upp á net og símaþjónustu, og hvaða númer þeir fengu.
Símanúmerin sem SIP fékk úthlutað eru 415-xxxx fyrir fyrirtæki, 546-xxxx fyrir heimili og 497-1xxx fyrir flökkusíma eða svokallaða IP-síma.

Re: SIP fjarskiftafyrirtækið

Sent: Sun 05. Apr 2009 20:20
af Butcer
roadwarrior skrifaði:Hefur einhver heyrt um verð eða um meiri upplýsingar frá þessum nýju aðilum?
td. hvort þeir séu farnir að bjóða uppá ADSL til einstaklinga og þá á hvaða kjörum?
Ég von aað þeir bjóða alvöru ótakarmað dl og ef svo er þá mun ég hringja í tal og segja þeim að éta skít og hætta hjá þeim strax

Re: SIP fjarskiftafyrirtækið

Sent: Sun 05. Apr 2009 23:27
af depill
Hmm, mér finnst þetta nottulega sorglegt að hér skuli enn eitt fyrirtækið birtast á Íslenska markað ( ekki bara fjarskiptamarkað ) og getur ekki birt verð, shit hvað ég þoli ekki heimasíður þar sem fyrirtæki segja ekki verð, verður að hringja, verður að fá tilboð, og svona b.s. svo við getum verð mismunað á milli fyrirtækja/einstaklinga..... ættu að vera til lög gegn þessu.

Anyhow, þettu eru gamlir HIVE starfsmenn, sem eru greinilega að byggja á Atlassíma grunninum, væntanlega keypt út Atlassíma grunninn. Finnst þessar fréttir hjá Íslenskum fjölmiðlum allt að því sorglegar, í stað þess að fara og athuga hvað er verið að gera er birt hreinlega óbreytt fréttatilkynning frá fyrirtækinu og sagt frá hvaða númeraseríur þeir hafa fengið úthlutaðar ( sem hver sem er getur þannig séð fengið, hvert númer kostar 10 kr ).

Annars vona ég það að þessu fjarskiptafélagi vegni vel, en hins vegar held ég að þetta sé ekkert sérstök hótun fyrir "hina" aðilana, ætli þetta verði ekki svipað og Atlassími sem var nú ekki glæsilegt félag. Félagið er lítið sem er að vissuleyti gott, en virðist( samkv frétta yfirlýsingu, þar sem að eingöngu starfsmennirnir sem virðast vera frekari ungir eiga í félaginu ) fjárhagslega tiltölulega veikt. Það þarf virkilega fjárhagslega sterka aðila til þess að koma inná Íslenska fjarskiptamarkaðinn. Ennfremur stendur í "fréttinni"
mbl.is hefur engan metnað i fréttamennsku]auk heildsöluþjónustu fyrir einstaklinga gegnum smásöluaðila skrifaði:Í tilkynningu fyrirtækisins segir að markmið SIP sé að bjóða hagkvæma og hágæða síma- og netþjónustu fyrir fyrirtæki, auk heildsöluþjónustu fyrir einstaklinga gegnum smásöluaðila.
, sem þýðir basicly að þeir ætla að fara bjóða uppá Fastforval og/eða SIP þjónustu yfir Internetið ala Atlassími. Þeir eru greinilega með samtengingar við Vodafone/Símann ( væntanlega vegna Atlassíma uppsetningar ), hins vegar eiga þeir ekki neitt "grunnet" per-say og þeir eru ekki að fara að verða ( allavega í "nánustu" framtíð ) einhver raunverulegur möguleiki á einstaklingsmarkaðinum, þar sem þeir þurfa annað hvort að byggja upp sitt eigið xDSL/Netkerfi á milli þeirra ( sem b.t.w hefur aldrei verið gert á Íslandi án þess að ríkið hafi i raun og veru lagt í stofnkostnaðinn ( já líka HIVE, FirstMile er fósturverkefni Lina.net ) ) eða leigja xDSL bandvídd af Vodafone eða Símanum sem cuttar vel inní hagnaðinn......

Þannig ég óska þeim góðs gengis, en ég held að þetta verði ekki alvöru valkostur fyrir Íslenska neytendur ekki frekar en að Atlassími(þar sem þetta virðist vera soldið Atlassími reborne ) var það í raun og veru....