Síða 1 af 1
Win Vista & Win7 boot'a ekki
Sent: Mán 23. Mar 2009 13:17
af hallib
Heyriði, ég var einn af þessum heppnu sem fékk beta útgáfu af Win7 en ákvað að bíða með að installa henni þar til núna fyrir helgi. Tölvan mín var á Windows Vista Home Premium sem gekk alveg fínt. Ég brenndi W7 á disk og smellti honum í diskadrifið og byrjaði að installa.. allt gekk samkvæmt planinu nema þá að þegar það kom að "complete installation" og var í ca 79% þá kom bara svartur skjár.
Ég prófaði að slökkva og ræsa í safe mode en þá kom bara að ég gæti ekki klárað uppsetninguna í safe mode. Ég ákvað því að setja bara Vista diskinn í aftur og fara bara aftur á Vista en það nákvæmlega sama gerðist og áður!, núna er ég bara fastur á einhverju XP.
Veit einhver hvað gæti verið að og hvort einhvað sé hægt að gera?
Með fyrirfram þökk,
hallib
Re: Win Vista & Win7 boot'a ekki
Sent: Sun 29. Mar 2009 00:11
af Maronz
Ég held að það sé bara diskurinn ég lenti í svipuðu um daginn með win vista mæli með því að skrifa bara diskinn aftur eða eitthvað annað.
Re: Win Vista & Win7 boot'a ekki
Sent: Sun 29. Mar 2009 00:16
af kiddi
Þú ert líklega að setja upp stýrikerfin á SATA disk?
Farðu í BIOS á tölvunni, sjáðu hvort þú finnir eitthvað sem heitir AHCI, SATA AHCI, eða álíka. Þetta er semsagt staður sem maður getur vanalega stillt "SATA MODE" sem Native IDE, Legacy IDE, RAID - og víxlaðu því sem er þar í dag. Þetta gerði mér kleift að setja upp Win7 eftir að hafa prófað mismunandi DVD diska og mismunandi HDD'a og ekkert gekk.
Re: Win Vista & Win7 boot'a ekki
Sent: Sun 29. Mar 2009 02:17
af olitomas
Einn af þeim heppnu? (Ég fór bara inn á windows.com og sótti mér þetta þar, var ég þá líka heppninn að download linkurinn virkaði?)
Re: Win Vista & Win7 boot'a ekki
Sent: Sun 29. Mar 2009 02:57
af KermitTheFrog
olitomas skrifaði:Einn af þeim heppnu? (Ég fór bara inn á windows.com og sótti mér þetta þar, var ég þá líka heppninn að download linkurinn virkaði?)
Það voru x mörg betu-download available á microsoft.com
Re: Win Vista & Win7 boot'a ekki
Sent: Mán 30. Mar 2009 13:41
af Stebet
KermitTheFrog skrifaði:olitomas skrifaði:Einn af þeim heppnu? (Ég fór bara inn á windows.com og sótti mér þetta þar, var ég þá líka heppninn að download linkurinn virkaði?)
Það voru x mörg betu-download available á microsoft.com
Nei. Það voru endalaus download... en það var bara hægt að downlóda í ákveðinn tíma.
Re: Win Vista & Win7 boot'a ekki
Sent: Mán 30. Mar 2009 15:00
af KermitTheFrog
Stebet skrifaði:KermitTheFrog skrifaði:olitomas skrifaði:Einn af þeim heppnu? (Ég fór bara inn á windows.com og sótti mér þetta þar, var ég þá líka heppninn að download linkurinn virkaði?)
Það voru x mörg betu-download available á microsoft.com
Nei. Það voru endalaus download... en það var bara hægt að downlóda í ákveðinn tíma.
Eða það