Síða 1 af 1

Er að spá í Flat-TV, hvaða tæki ?

Sent: Sun 22. Mar 2009 02:18
af siggik
Sælir, kíkti í hátækni og svo Elko, ekki beint búinn að kíkja mikið í kringum mig

en þetta eru tækin sem mér leist best á sem eru á því verði sem við erum til í að eyða ... ~200k

http://www.hataekni.is/vorur/sjonvorp/plasma/pnr/747" onclick="window.open(this.href);return false; eða http://www.panasonic.dk/html/da_DK/Prod ... kInfo=true" onclick="window.open(this.href);return false;

OG SVO

http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... 5603D#elko" onclick="window.open(this.href);return false;



hvað segiði, hvernig lýst ykkur á þessi ? er eitthvað annað sem kemur til greina ?

Re: Er að spá í Flat-TV, hvaða tæki ?

Sent: Sun 22. Mar 2009 10:45
af mind
Get næstum lofað því að þú verður ekki fyrir vonbrigðum með Philips tækið. Er með 37" útgáfuna af sama tæki.

Ég eyddi örugglega svona 2 vikum í að skoða og plana hvaða sjónvarp ætti að kaupa.
Hef alltaf fattað LCD vs Plasma, upplausnir,contrast og fleira tæknidót sem er náskylt tölvugeiranum en það er bara svo mikið mikið meira bakvið sjónvörp heldur en "speccar".

Sölumaðurinn í heimilistækjum var svo góður að sýna og segja mér frá öllum hinum hlutunum sem ég hafði ekki hugmynd um, ólíkt sumum öðrum verslunum.

T.d. hvernig búnaðurinn sem sér um að uppfæra í 100ramma og sekúntu virkar, afhverju maður þarf að stilla inn sérstaklega ef maður er með tölvuleikjavél, hversu fáranlega öflugir hátalarnir eru, afhverju útlitið á því er svona, hvernig sjónvarpið sér sjálfkrafa um að aðlaga stærð myndarinnar fyrir sjónvarpið(16:9 , 16:10, 4:3 , 5,4) o.s.f.

Mín skoðun:
Fáðu þér LCD frekar en plasma
Heimilistæki, Hátækni, Elko og sjónvarpsmiðstöðin er allt mjög nálægt hvor öðru. Taktu konuna eða vininn með þér og skoðaðu dótið. Ættir að fá mjög fljótt sterka tilfinningu um hvað eru réttu kaupin.

Re: Er að spá í Flat-TV, hvaða tæki ?

Sent: Sun 22. Mar 2009 12:28
af olitomas
Ég myndi persónulega ALLTAF taka PHILIPS þó svo að það þurfi að borga örlítið meira fyrir það. Besta tækið af þessum 3.

Re: Er að spá í Flat-TV, hvaða tæki ?

Sent: Sun 22. Mar 2009 12:40
af bolti
Þegar ég var að skoða þessa hluti þá fór ég og skoðaði, las dóma og vesenaðist. Svo fór ég að pæla.

Hver er munurinn á sæmilegu tæki og góða tækinu....

Fór að skoða menua, skerpu og dót og keypti sæmilega tækið. 100-150þ kallinn þarna á milli var ekki réttlætanlegur

Re: Er að spá í Flat-TV, hvaða tæki ?

Sent: Mán 23. Mar 2009 10:18
af bjornvil
Ég var að festa kaup á Panasonic TH-42PX80 hjá Hátækni. Er helsáttur!

Fyrir mitt leiti var ég ekki lengi að ákveða að ég vildi fá plasma tæki eftir að hafa kynnt mér kosti vs galla (upplausn er ekki allt!). Reyndu bara að finna reviews fyrir bæði þessi tæki.

Ég get allavega mælt með Panasonic tækinu.

Re: Er að spá í Flat-TV, hvaða tæki ?

Sent: Mán 23. Mar 2009 15:03
af Matti21
Panasonic TH-42PX80 all the way. Phillips 5603 er ekkert sérstakt tæki. Örlítið betra en PHS-3403 en ekki mikið.
Skerpan, litirnir og hreyfingar margfallt betri í panasonic tækinu. 6ms í svartíma er algjört hámark ef þú spyrð mig.
42PX80 er búið að fá topp dóma út um allan heim. Bestu kaupin í 42" tæki í dag. Philips tækin toppa það ekki fyrr en þú ert kominn upp í 7xxx línuna og hún er töluvert dýrari.

Re: Er að spá í Flat-TV, hvaða tæki ?

Sent: Mán 23. Mar 2009 17:27
af ÓmarSmith
Rangt.

Hreyfingarnar eru ekki betri í panasonic tækinu, þær eru alveg á pari við Philips tækið en Philips tækið tekur samt finnst mér betur á móti 1080p signali og ræður betur við hreyfingar þar af leiðir.

EN, contrastið er miklu miklu betra í Panny og rústar alveg Philips tækinu þar.


Hvort viltu betri deitails og hærri upplausn, eða flottara contrast ( sem er einn mikilvægasti þátturinn )

Re: Er að spá í Flat-TV, hvaða tæki ?

Sent: Mán 23. Mar 2009 18:19
af siggik
takk fyrir svörin strákar

held að þið hafið vakið fleirri spurningar en eitthvað annað :)

núna veit ég nánast ekkert um HD og allt þetta en ég hef verið að reyna finna tæki sem er FULL HD, er það ekki sniðugra víst maður er að þessu ?

Re: Er að spá í Flat-TV, hvaða tæki ?

Sent: Mán 23. Mar 2009 18:52
af vesley
af þessum tækjum tæki ég philipsin

Re: Er að spá í Flat-TV, hvaða tæki ?

Sent: Mið 01. Apr 2009 15:37
af ÓmarSmith
Núna sel ég bæði þessi tæki daglega og verð að segja að ég tæki PX80 tækið frekar ;)


En ég ráðlegg þér að bíða aðeins, við erum að fá nýju 2009 módelin af Panasonic tækjunum núna fljótlega eftir páska. Vonandi ef gengið lagast eða hækkar amk ekki meira þá verða þau á mjög góðu verði.

Myndi giska á svona í kringum 200k fyrir X10 tækið sem tekur við af PX80.. plús það , að það er mikið betra en px80.


http://www.panasonic.co.uk" onclick="window.open(this.href);return false; kíktu á gripinn :)

Re: Er að spá í Flat-TV, hvaða tæki ?

Sent: Sun 05. Apr 2009 05:00
af gutti
'Eg mæli með Panasonic á sjálfur 50 tommu. Tæki top merki