Síða 1 af 1
Laptop mod
Sent: Mið 18. Mar 2009 18:05
af KermitTheFrog
Nú hefur mann lengi langað til að leika sér eitthvað með skólalappann og "lappa" aðeins uppá hann, if you catch my drift. Lappinn er af gerðinni HP Pavilion dv1599ea og lítur einhvernveginn svona út:
(erfitt að finna stærri mynd eða bara heimska í mér)
--------------------------------------------------------
Pælingin var sú að mála allt sem er grátt svart og það er semsagt öll bakhliðin, litlar rendur á hliðunum, og svo þarna framaná þar sem hátalararnir eru. Ég var samt að hafa áhyggjur af því að fara að spreyja á hátalarana eða er það kannski bara bull í mér?
Svo langar mig að setja
þessa mynd á. Veit ekki hversu flókið það verður. Prenta út, koma þessu á pappa og skera myndina út? Myndi það ganga?
Svo langaði mig að lakka yfir þetta allt eða koma því fyrir að þetta skrapist af þegar ég set tölvuna í töskuna.
--------------------------------------------------------
Svo nú langar mig að biðja um álit á þessu og ráðgjöf. Notar maður ekki bara venjulegt málningarsprey úr BYKO í svona aðgerðir?
Re: Laptop mod
Sent: Fim 19. Mar 2009 18:49
af KermitTheFrog
Re: Laptop mod
Sent: Fim 26. Mar 2009 18:01
af KermitTheFrog
Bumpum þetta. Væri til í álit
Re: Laptop mod
Sent: Mán 30. Mar 2009 10:48
af Halli25
http://www.lapjacks.com/Spurning hvort þetta sé ekki gáfulegra?
Re: Laptop mod
Sent: Sun 24. Maí 2009 12:18
af supergravity
Mér líst vel á þetta hjá þér.
Tjekkaðu á því hvernig
ég fór að þessu. Þakti alla bakhliðina með málningarlímbandi og teiknaði á það, skar svo út og tók í burtu það sem átti að vera svart (líklega öfugt í þínu tilfelli þar sem þú ert með svartan grunn) og svo spreyjaði ég yfir með litnum. Þegar það þornar þá plokkar maður restina af límbandinu varlega af.
Þú gætir hugsanlega notað svipaða aðferð. Þetta virkar samt best þegar maður er með einfaldar myndir, þú verður að dæma sjálfur hvorrt myndin sem þú ert með sé of flókin til að skera út.
gangi þér vel
Re: Laptop mod
Sent: Sun 24. Maí 2009 14:20
af KermitTheFrog
Ok, töff. Hvar færðu spreiið og lakkið? Er eitthvað sem er betra en annað?
Re: Laptop mod
Sent: Sun 28. Jún 2009 22:01
af KermitTheFrog
Heyrið, nú fer maður kannski að henda þessu í gang. Helvítis tímaleysi.
Vantar bara að vita hvernig sprey og lakk maður á að kaupa?
Re: Laptop mod
Sent: Fim 06. Ágú 2009 21:50
af supergravity
ég notaði matt svart sem er víst gert fyrir málm, annars held ég að úðabrúsar séu svona ,,one size fits all" þ.e. það sama fari á málm, plast og fl.
Re: Laptop mod
Sent: Fim 10. Sep 2009 22:52
af KermitTheFrog
Jæja, kannski maður reyni að gera eitthvað um helgina
Held það væri einfaldara að útfæra þessa mynd á lappann:
Ætli það ekki? Var að spá í að reyna að tússa eða mála myndina bara með hvítum málningarpennum eða einhverju þannig. Kann einhver á það hvernig penna er hægt að kaupa í þetta og hvernig er hægt að koma myndinni á lappann?
Re: Laptop mod
Sent: Lau 19. Sep 2009 16:22
af Sphinx
KermitTheFrog skrifaði:Nú hefur mann lengi langað til að leika sér eitthvað með skólalappann og "lappa" aðeins uppá hann, if you catch my drift. Lappinn er af gerðinni HP Pavilion dv1599ea og lítur einhvernveginn svona út:
(erfitt að finna stærri mynd eða bara heimska í mér)
--------------------------------------------------------
Pælingin var sú að mála allt sem er grátt svart og það er semsagt öll bakhliðin, litlar rendur á hliðunum, og svo þarna framaná þar sem hátalararnir eru. Ég var samt að hafa áhyggjur af því að fara að spreyja á hátalarana eða er það kannski bara bull í mér?
Svo langar mig að setja
þessa mynd á. Veit ekki hversu flókið það verður. Prenta út, koma þessu á pappa og skera myndina út? Myndi það ganga?
Svo langaði mig að lakka yfir þetta allt eða koma því fyrir að þetta skrapist af þegar ég set tölvuna í töskuna.
--------------------------------------------------------
Svo nú langar mig að biðja um álit á þessu og ráðgjöf. Notar maður ekki bara venjulegt málningarsprey úr BYKO í svona aðgerðir?
http://www.fartolvur.is gerðu þitt eigið skinn
Re: Laptop mod
Sent: Þri 24. Nóv 2009 23:51
af KermitTheFrog
Hvurt er gamanið ef maður fær ekki að leika sér sjálfur með þetta?
En nú koma próf í næstu og þarnæstu viku og svo jóóóóólafrí
Draumur minn að rætast
Er staðráðinn því að ráðast í þetta í jólafríinu. Nenni ekki að sitja aðgerðarlaus í mánuð.
Re: Laptop mod
Sent: Mið 25. Nóv 2009 00:16
af lukkuláki
Þessi er cool
Góður með airspray ?
Re: Laptop mod
Sent: Mið 25. Nóv 2009 09:42
af KermitTheFrog
lukkuláki skrifaði:Þessi er cool
Góður með airspray ?
Enga reynslu :/
Hafði hugsað mér að finna einfaldari leið til að setja myndina á.
En ég ætla allavega að spraya hana svona matt-svarta. Sé til hvort ég legg í myndina.
Re: Laptop mod
Sent: Mið 25. Nóv 2009 20:21
af lukkuláki
Tekið af Live2Cruize.com
"Airbrusha á kvað sem er, hjálminn, hjólið, sleðann, bílinn, sjóbrettið, hjolabrettasandpappír, konuna og fleira.
Gerðu gamla draslið aftur flott í ástandinu í staðin fyrir að kaupa nýtt. Er í síma 6162828 kv. Hallur"
http://www.live2cruize.com/spjall/showt ... t=Airbrush