Síða 1 af 1
TV Elko tilboð
Sent: Þri 03. Mar 2009 00:31
af svanur
Elko er með tilboð í gangi frá 2-8 mars:
42" Samsung PLASMA (1024x768 *100Hz*) HD Ready, viðbragðstími nálægt núlli... = 200k
37" Sharp LCD (1920x1080p) Full HD... = 200k
42" Philips LCD (1920x1080p) Full HD... = 250k
Hvaða sjónvarp líst ykkur best á ?
Re: TV Elko tilboð
Sent: Þri 03. Mar 2009 00:37
af Gets
Endilega láttu linkana á viðkomadi tæki fylgja með, það mun liðka fyrir svörum.
Re: TV Elko tilboð
Sent: Þri 03. Mar 2009 02:39
af svanur
Re: TV Elko tilboð
Sent: Þri 03. Mar 2009 10:24
af dadik
Farðu og skoðaðu þessi tæki - vonlaust að bera þetta saman á speccunum einum saman.
Re: TV Elko tilboð
Sent: Þri 03. Mar 2009 14:46
af ÓmarSmith
Gleymdu þessu Samsung plasma tækji, no way
Sharp er líka no way
Philips tækið er langbest af þessum 3.
Skoðaðu bara specca og review á t.d cnet , avforums og fl.
Einu plasma tækin sem eru solid eru Panasonic ( NEfni ekki Pioneer þar sem þeir eru hættir með Panela )
Re: TV Elko tilboð
Sent: Þri 03. Mar 2009 17:18
af Matti21
http://www.hataekni.is/vorur/sjonvorp/plasma/pnr/747Án efa.
Nýja línan frá Panasonic bara gjörsamlega slátrar Philips. Það var á 280.000 bara um daginn en hátækni eru greinilega búnir að lækka það. Klárlega besta 42" tækið sem þú færð í 200.000 kallinum í dag.
Verð eiginlega að vera sammála ómarsmith. Mundi ekki fá mér plasma tæki frá öðrum en panasonic í dag.
Re: TV Elko tilboð
Sent: Mið 04. Mar 2009 21:55
af Nariur
720p stendur ekki undir nafninu HD þar sem 1024*768 er alls ekki há upplausn. Maður kaupir sér ekki 720p í dag, þetta er LÁG upplausn! þó hún sé betri en á gömlum sjónvörpum
Re: TV Elko tilboð
Sent: Mið 04. Mar 2009 22:17
af Arena77
Ég myndi taka phillips tækið, ef ég þyrfti að velja á mill þessara þriggja.
En samt myndi ég mæla með Sony W línunni , á svoleiðis sjálfur, og hafa aðrir framleiðendur ekki komist, nálægt
því í gæðum, hef allavina ekki séð neitt annað sjónvarp frá öðrum framleiðanda sem skákar myndgæðunum á því.
Re: TV Elko tilboð
Sent: Mið 04. Mar 2009 22:50
af hagur
Nariur skrifaði:720p stendur ekki undir nafninu HD þar sem 1024*768 er alls ekki há upplausn. Maður kaupir sér ekki 720p í dag, þetta er LÁG upplausn! þó hún sé betri en á gömlum sjónvörpum
Hvaða tengsl eru á milli 720p og 1024x768? Alls ekki sami hluturinn ...
Ég er sammála því að maður kaupir ekki "HD" tæki sem ræður bara við 1024x768 upplausn, því það er einfaldlega ekki HD upplausn og þar að auki er hún 4:3. Hversu vitlaust er að vera með 16:9 tæki með native 4:3 upplausn? Hef aldrei skilið það.
Ég get samt engan veginn verið sammála þér að "maður kaupi ekki 720p í dag". Að mínu mati lookar 720p stórkostlega vel og margfalt betur en SD. Ég er sjálfur með 720p skjávarpa sem varpar 110" mynd og ég sit í c.a 4 metra fjarlægð frá myndinni. Mér finnst 720p jaw-dropping í honum, sem og öllum sem sjá HD efni hjá mér.
Re: TV Elko tilboð
Sent: Mið 04. Mar 2009 23:01
af Nariur
ó, vá, ég biðst afsökunar, það munaði nokkrum pixlum, ég var aðeins utan við mig (fór bara eftir því sem stóð á hátækni linknum, ég sá bara 7xx*1xxx og hugsaði strax 720p notaði svo þær tölur) það se samt svo lítill munur á pixlafjölda á 1024*768 og 1280*720.... 1024*768=786432 og 1280*720=921600 eða ~15%
á meðan 1920*1080=2073600 sem er meira en tvöfalt 1280*720
720p er ekki há upplausn annað en 1080p en eins og ég sagði áðan 720p er samt fjandi mikið betra en sd
Re: TV Elko tilboð
Sent: Fim 05. Mar 2009 00:55
af Matti21
Í guðanna bænum ekki detta í helvítis Full HD gildruna. Þetta er markaðsettning og ekkert annað.
Draumur allra sjónvarpsframleiðenda því núna geta þeir framleitt hvaða drasl tæki sem er, hennt í það Full HD panel, sett á það fallegan FullHD límmiða, rukkað tugir þúsunda meira fyrir það og þá allt í einu halda allir að þetta sé hörku tæki.
1024x768 er hin fínasta upplausn í 42" tæki og það er víst HD upplausn, HD ready þýðir að lágmarki 720 pixlar í lóðrétta ásinn. Í 42" sjónvarpi hættirðu að sjá muninn á 720p og 1080p um leið og þú ert kominn tvo metra frá tækinu.
http://s3.carltonbale.com/resolution_chart.htmlhttp://www.cnet.com/hdtv-resolution/?ta ... Body#truth1080p er nú lika alveg sérstaklega gagnslaust fyrir okkur hérna á klakanum nema fyrir þá sem vilja endilega sjá discovery og einstaka fótboltaleiki í HD. Mörg ár í að almenn sjónvarpsútsending hérna fari í háskerpuna.
Re: TV Elko tilboð
Sent: Fim 05. Mar 2009 09:38
af Arena77
Heyrðu þetta er bara tómt bull hjá þér, ég sé sko greinilegan mun á 1080P og 720P , ég þarf ekkert að vera 2 eða
10 metra frá tækinu , það sést alltaf munur, ef þú villt sjá hann, síðan er ég ekkert að bíða eftir að þessar aumu sjónvarpstöðvar hérna á klakanum fari að senda út í HD, ég er með HD flakkara og Blue Ray spilara, og nýt fullra HD gæða
úr sjónvarpinu mínu. Ef þú ætlar bara að horfa útsendingu sjónvarps þá myndi ég fá mér túbu sjónvarp, því þá eru myndgæðin best, þegar er sent út í svona lágri upplausn.
Re: TV Elko tilboð
Sent: Fim 05. Mar 2009 16:31
af ÓmarSmith
720p og 1080p, NEI, það er ekki mikill munur
Sama hvað þú þykist sjá þá er marg sannað að augun í okkur greina varla muninn nema í um 4 feta fjarlægð og þá í 50" tæki .
Jaw dropping er SD yfir í 720P, síðan er 720P yfir í 1080P sára lítill munur þó hann sé vissulega til staðar. Smáatriði verða vissulega betri en þú tekur lítið eftir þeim í standard fjarlægð frá svona tæki sem eru um 2.5-4 metrar.
Vinn við þetta daglega og þykist vita hvað ég segi.
PS, þetta PX80 Panasonic tæki er aleg snilld. Þetta er líka mest selda 42" tækið held ég í heiminum um þessar mundir og skil ég það vel. Það er frábær mynd í því.
Soldið gróf að vísu þar sem þetta er stór panell með ekki hærri upplausn, en litir, skerpa og black level er alveg frábært.
Re: TV Elko tilboð
Sent: Fim 05. Mar 2009 17:48
af Arena77
'Eg er með 40 tommu tæki og ég sé greinilegan mun á 720P og 1080P, sumir sjá reyndar engan mun á dvd rip myndum 604X304 og fullum dvd gæðum 720X576 eða Full HD eða 1920X1080, og Dvd þetta fer bara eftir hvaða kröfur þú gerir og hvað þú skynjar. Allvina veit ég það að framleiðendur eru ekki að gera að gamni sínu að hafa hærri, upplausn í tækjunum
til að selja betur, það er líka til fólk sem sér engan mun á trabant og Benz.
Re: TV Elko tilboð
Sent: Fim 05. Mar 2009 18:40
af ÓmarSmith
"það er líka til fólk sem sér engan mun á trabant og Benz"
Ekki vera viljandi að spila þig heimskan með svona kommenti
Það er bara löngu vitað og viðurkennt að 1080P er meira sölugymmik en real life Rosa munur. Auðvitað ER betra að hafa hærri upplausn en hvort þú nýtir það eða sjáir e-n mun er allt önnur saga.Maður sér alveg smá mun ef maður virkilega rýnir í þetta en þú hættir að taka eftir því eftir tjahh .. 2 mínútna áhorf því þá er heilinn hvort eð er að einbeita sér að myndinni en ekki e-m deitailum
Svo er endalaust hægt að bera þetta saman milli tækja, sum tæki höndla illa 1080p og önnur betur, tæki eru líka rosalega misgóð að skila frá sér 1080i signali eins og er algengt í upskölun og HD TV efni.
Re: TV Elko tilboð
Sent: Fim 05. Mar 2009 19:08
af svanur
ÓmarSmith skrifaði:PS, þetta PX80 Panasonic tæki er aleg snilld. Þetta er líka mest selda 42" tækið held ég í heiminum um þessar mundir og skil ég það vel. Það er frábær mynd í því.
Soldið gróf að vísu þar sem þetta er stór panell með ekki hærri upplausn, en litir, skerpa og black level er alveg frábært.
Hörkuumæður að skapast hérna
"Nýja línan frá Panasonic bara gjörsamlega slátrar Philips."
Hvar fæst þetta PX80 Panasonic Plasma tæki ? Eru Sony W línan (eða Sony almennt) ekki rándýr ?
Hver er umboðsaðili fyrir Toshiba á Íslandi ?
Og hvenær fara sjónvarpsstöðvar hérna á Íslandi að senda út efni í High Definition ?
Re: TV Elko tilboð
Sent: Fös 06. Mar 2009 12:48
af Halli25
svanur skrifaði:ÓmarSmith skrifaði:PS, þetta PX80 Panasonic tæki er aleg snilld. Þetta er líka mest selda 42" tækið held ég í heiminum um þessar mundir og skil ég það vel. Það er frábær mynd í því.
Soldið gróf að vísu þar sem þetta er stór panell með ekki hærri upplausn, en litir, skerpa og black level er alveg frábært.
Hörkuumæður að skapast hérna
"Nýja línan frá Panasonic bara gjörsamlega slátrar Philips."
Hvar fæst þetta PX80 Panasonic Plasma tæki ? Eru Sony W línan (eða Sony almennt) ekki rándýr ?
Hver er umboðsaðili fyrir Toshiba á Íslandi ?
Og hvenær fara sjónvarpsstöðvar hérna á Íslandi að senda út efni í High Definition ?
http://www.ef.is er umboðsaðili Toshiba á Íslandi.
Re: TV Elko tilboð
Sent: Mán 09. Mar 2009 23:43
af ÓmarSmith
Toshiba er að detta inn hjá Sjónvarpsmiðstöðinni og Heimilistækjum.
En annars þá er þetta PX80 tæki EKKI að slátra neinum Philips tækjum. Mjög langt í frá.
Það er kannski að hafa betur hvað svartann lit varðar í ódýrari tækjunum en þegar þú ert kominn í 7XXX línu frá Philips og uppúr á það ekki séns. Ekki sömu deitailar, ekki eins góðar hreyfingar ( höktir ) og ekki eins crisp all over mynd.
PX80 er samt klárlega best buy fyrir Tv á verðbilinu 200-240k.