Hvenær er besti tíminn að kaupa sér tölvu
Sent: Fös 20. Feb 2009 14:50
Er málið að kaupa sér tölvu strax eða bíða aðeins?
Hvenær mun þetta allt lækka í verði?
Hvenær mun þetta allt lækka í verði?
Tölvu og tækniáhuga samfélagið.
https://gamma.vaktin.is/
GuðjónR skrifaði:Það er aldrei besti tíminn að kaupa sér tölvu.
hagur skrifaði:Bíða eftir hverju?
Að verð lækki? Að nýir hlutir komi á markað?
Þetta er eiginlega mutually exclusive. Verð eldri hluta lækkar þegar nýir hlutir koma á markað, en fæstir vilja eldri hluti, þannig að þeir fara að einblína á nýju, dýrari hlutina og fara þá jafnvel aftur að spá í að bíða eftir enn nýrri hlutum. Þetta er vítahringur.
Langar þig í nýja vél núna? Keyptu hana þá núna.
hagur skrifaði:Langar þig í nýja vél núna? Keyptu hana þá núna.
TwiiztedAcer skrifaði:Á þetta eftir að lækka eitthvað?
Eða borgar það sig að bíða svona 5 vikur r sum
Gunnar skrifaði:í guðana bænum hvað ertu buinn að gera marga þræði um þetta? hvernig væri að halda sig við einn þráð og kaupa tölvuna sem er buið að setja saman fyrir þig. buinn að sjá minnst 3 korka frá þér um að þú ætlir að kaupa þér tölvu og síðan kemuru með nýjan kort hálfum mánuði seinna.
maxbruno skrifaði:Svarið er einfalt: ALDREI.
Hundskastu og kauptu þér gönguskó og reiðhjól. Þú þakkar mér eftir 20 ár
Glazier skrifaði:maður hefur ekki mikið við tölvu að gera í sumar fríinu
Gúrú skrifaði:Glazier skrifaði:maður hefur ekki mikið við tölvu að gera í sumar fríinu
GGG skrifaði:"kaldhæðni on"
Mæli með að bíða til 2016 þá kemur Intel N00Bion II með 1024Mb swapfly PDF-MB CompFlop3 minni, klárlega eitthvað til að bíða eftir!
ps. Ekki fara í bíó fyrr en 2033, en þá kemur Ferris Bueller 4.032 út í VampMax 11.1 DTZ á iGláp 3.01, massa gæði!
pps. Best er bara fyrir þig að loka augunum, flytja til Raufarhafnar og gera ekkert þangað til 2047, þá færðu nefnilega IonQuantum 11 TUX drive EPIC á LodPoD 43, á tilboði í BTELKOS, spez fermingartilboð á 3499 EURODOLLARA!
"kaldhæni off"
Það er alltaf/aldrei besti tíminn...