Setja harðan disk í IB-MP3010HW (icybox)
Sent: Sun 15. Feb 2009 21:48
Keypti mér Icy Box IB-MP3010HW um daginn (eingöngu hýsingu) og harðan disk (WD green).
Í kvöld ætlaði ég svo að fara að setja harða diskinn í græjuna og það gengur ekki jafn vel og ég hafði hugsað mér.
Aðal vandamálið er það að eftir að ég losaði 2 skrúfur (stóð að það yrðu 3) sem áttu að vera til staðar aftan á boxinu, þá losnar viftuspjaldið ekki burt af hýsingunni. Á útskýringarmyndum sem fylgdu með og eru í manualinum er alltaf reiknað með að það séu 3 skrúfur fastar aftan í til að byrja með, en hjá mér voru eingöngu 2 til staðar og ástæðan fyrir því er að fyrir ofan HDMI tengið er (í öllum bæklingum og myndum) gert ráð fyrir að sé skrúfa föst í.
En í mínu tilfelli er engin skrúfa og ekki einu sinni gat fyrir skrúfu.
Allir staðir sem merktir eru með hvítu örinni (fyrir þá sem hafa skoðað review um IB græjurnar) eru nú lausir við skrúfu, en samt haggast þetta ekki.
Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá eru það leiðbeiningar sem stangast á við vöruna (sbr flest það sem ég hef keypt í IKEA/Rúmfatalagernum), en í þessu tilviki erum við að tala um eitthvað annað en ódýrustu tegund af hillu sem ég finn, svo ég reiknaði ekki með þessari flækju.
Dettur ykkur eitthvað í hug í fljótu bragði?
Get sett inn myndir ef það hjálpar eitthvað.
Ég er amk búinn að missa google-þolinmæðina og ég treysti mér ekki til að halda áfram fyrr en einhver með reynslu af slíkum græjum gefur sig fram og segir mér hvað er að fara úrskeðis.
annars er þetta bara pirrandi af því að ég ætlaði mér að horfa á kvikmynd þegar ég er búinn að læra í kvöld
Þakka fyrir mig.
Í kvöld ætlaði ég svo að fara að setja harða diskinn í græjuna og það gengur ekki jafn vel og ég hafði hugsað mér.
Aðal vandamálið er það að eftir að ég losaði 2 skrúfur (stóð að það yrðu 3) sem áttu að vera til staðar aftan á boxinu, þá losnar viftuspjaldið ekki burt af hýsingunni. Á útskýringarmyndum sem fylgdu með og eru í manualinum er alltaf reiknað með að það séu 3 skrúfur fastar aftan í til að byrja með, en hjá mér voru eingöngu 2 til staðar og ástæðan fyrir því er að fyrir ofan HDMI tengið er (í öllum bæklingum og myndum) gert ráð fyrir að sé skrúfa föst í.
En í mínu tilfelli er engin skrúfa og ekki einu sinni gat fyrir skrúfu.
Allir staðir sem merktir eru með hvítu örinni (fyrir þá sem hafa skoðað review um IB græjurnar) eru nú lausir við skrúfu, en samt haggast þetta ekki.
Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá eru það leiðbeiningar sem stangast á við vöruna (sbr flest það sem ég hef keypt í IKEA/Rúmfatalagernum), en í þessu tilviki erum við að tala um eitthvað annað en ódýrustu tegund af hillu sem ég finn, svo ég reiknaði ekki með þessari flækju.
Dettur ykkur eitthvað í hug í fljótu bragði?
Get sett inn myndir ef það hjálpar eitthvað.
Ég er amk búinn að missa google-þolinmæðina og ég treysti mér ekki til að halda áfram fyrr en einhver með reynslu af slíkum græjum gefur sig fram og segir mér hvað er að fara úrskeðis.
annars er þetta bara pirrandi af því að ég ætlaði mér að horfa á kvikmynd þegar ég er búinn að læra í kvöld
Þakka fyrir mig.