Klukkuhraði á Dell Inspiron 640m
Sent: Fös 06. Feb 2009 11:44
Sælir félagar
Ég var að setja upp fyrir vinnufélaga Windows XP frá grunni á Dell Inspiron 640m og er að taka eftir því að það virðist sem örgjörvinn, sem á að heita T2300 og keyra á 1,66 GHz, sé bara að keyra á um 990 MHz.
Ég tók eftir þessu þegar ég var að skoða system properties eftir að ég restartaði og sá þar að klukkuhraðinn væri 980Mhz. Þá sótti ég CPU-Z og það staðfesti að klukkuhraðinn er í kringum 995MHz. Svo þegar ég skoðaði system properties aftur sá ég að þá sagði það að klukkuhraðinn væri 1,66GHz, en CPU-Z er ennþá að segja 995MHz.
Hvað er í gangi? Er eðlilegt að örgjörvinn sé að keyra á þessum hraða?
Ég hef ekkert fiktað í neinu, ég straujaði bara tölvuna, setti upp XP, drivera, lét XP uppfæra sig alveg og setti inn eitthvað af forritum. Ég veit ekki hvernig hún var fyrir straujun.
Sjá hérna fyrir neðan skjáskot af þessum gluggum, CPU-Z, System Properties þegar hann sýnir 980MHz og svo System Properties þegar hann sýnir 1,66GHz.
Ég var að setja upp fyrir vinnufélaga Windows XP frá grunni á Dell Inspiron 640m og er að taka eftir því að það virðist sem örgjörvinn, sem á að heita T2300 og keyra á 1,66 GHz, sé bara að keyra á um 990 MHz.
Ég tók eftir þessu þegar ég var að skoða system properties eftir að ég restartaði og sá þar að klukkuhraðinn væri 980Mhz. Þá sótti ég CPU-Z og það staðfesti að klukkuhraðinn er í kringum 995MHz. Svo þegar ég skoðaði system properties aftur sá ég að þá sagði það að klukkuhraðinn væri 1,66GHz, en CPU-Z er ennþá að segja 995MHz.
Hvað er í gangi? Er eðlilegt að örgjörvinn sé að keyra á þessum hraða?
Ég hef ekkert fiktað í neinu, ég straujaði bara tölvuna, setti upp XP, drivera, lét XP uppfæra sig alveg og setti inn eitthvað af forritum. Ég veit ekki hvernig hún var fyrir straujun.
Sjá hérna fyrir neðan skjáskot af þessum gluggum, CPU-Z, System Properties þegar hann sýnir 980MHz og svo System Properties þegar hann sýnir 1,66GHz.