Gleymdi alveg því þegar ég lét systur mína fá hennar fyrstu tölvu og ákvað að gera hana eins örugga og ég gæti með því að loka á að hún gæti breytt hinu og þessu og sett eitthvað óæskilegt inná tölvuna svo ég fór í MMC og fór í gegnum allar helstu stillingar þar. Hélt svo að allt væri gott og blessað þar til hún lenti í vandræðum með að setja einhvern leik inná, reyndi þá að setja leikinn inn sem admin en það var ekki að virka þar sem mér var líka bannað það sem admin
Fór þá í MMC aftur til að reyna að laga þetta en komst þá ekki í fjandans stillingarnar þar sem ég hafði bannað aðgang að því, ekki bara fyrir venjulega notendur heldur líka admin
Náði síðan sem betur fer að laga allt á endanum með repair install á XP ef ég man rétt, þurfti amk. ekki að gera clean install
Svo hef ég einstaka sinnum fengið í hendurnar tölvu fulla af vírusum með enga vírusvörn, þá er alltaf gaman að sjá hve slæmt ástandið getur orðið án varnar
Fékk t.d. einu sinni til mín fartölvu sem var varnarlaus, byrjaði á því að setja vírusvörn inná og fór síðan að skanna. Gleymdi að slökkva á hljóðinu sem kemur alltaf þegar vírus finnst og heyrði því speakerpíp á 2ja sekúnda fresti í næstum 3 tíma
Nennti ekki að stoppa skannið bara til að slökkva á hljóðinu, hehe
Það endaði svo með því að það fundust nokkur þúsund sýkingar og það bara allt í einni möppu á desktop innan um hundruðir af mp3 lögum... hefði alveg getað bara eitt öllu *.exe í þeirri möppu, skannað svo og fundið ekkert
Keypti síðan einu sinni nýjan disk í tölvuna (frá Computer.is) en um leið og ég steig útúr bílnum heima, með diskinn og nýjan síma í fanginu, þá missti ég diskinn í jörðina
Prófaði samt að tengja hann í tölvuna, gera format og svo scandisk, en að sjálfsögðu komu endalausar villur svo ég skilaði honum daginn eftir. Þá tók við löng bið því það þurfti að senda diskinn út til að fá framleiðandan til að skera úr um ábyrgð en um ári seinna þá hringdi ég til að athuga málið, eins og ég var búinn að gera reglulega, og þá var mér sagt að ég fengi diskinn bættann, fékk bara annan alveg eins í staðinn
Eyðilagði svo einu sinni nýjann aflgjafa sem var líka keyptur í Computer.is
Var bara eitthvað að vesenast fyrir aftan tölvuna og tók eftir takka á aflgjafanum þar sem á stóð 230, prófaði að ýta takkanum til hliðar og sá þá 115 í staðinn en um leið heyrði ég aflið minnka og svo komu tveir hvellir ásamt blossum og rafmagnið sló út
Ýtti takkanum þá bara til baka en það lagaði þetta ekki svo ég skilaði honum og sagði hvað gerðist, en sleppti auðvitað að nefna að ég hefði ýtt takkanum til hliðar, og fékk svo bara nýjan aflgjafa nokkrum dögum seinna
Og svo má ekki gleyma því hvernig ég gerði fyrstu tölvu heimilisins ónothæfa
Það var Sirius Victor, 286 kvikyndi, en ég lærði mjööög mikið á henni, sérstaklega um dos og hvernig allt þarf að vera í sér möppum og svoleiðis. Var nefnilega einn daginn eitthvað að fikta í einhverjum filemanager í henni, datt í hug að taka smá til og fór því í það að færa ALLT úr öllum möppum yfir í EINA möppu
Það var að sjálfsögðu ekki sniðugt enda komst maður bara ekkert meira í hana eftir það