Síða 1 af 1
Keyra XP á Acer Aspire 5720Z
Sent: Þri 27. Jan 2009 18:13
af smuddi
Sælir. Ég er með fartölvu hér á heimilinu sem er að gerðini Acer Aspire 5720Z og þegar hún var keypt fylgdi með henni Windows Vista. Ég hef heyrt frá sumum að það er ekki hægt að setja upp Windows XP á slíkar vélar vegna einhverrar ástæðu en mér finnst það hljóma eins og eintómt bull þar sem að það stóð ekkert um það í upplýsingunum um tölvuna áður en að hún var keypt. Er einhver sem veit eithvað um þetta og gæti frætt mig meira um þetta til að hægt sé að setja upp XP á þessa vél.
Öll hjálp yrði vel þegin
mbk
Unnsteinn
Re: Keyra XP á Acer Aspire 5720Z
Sent: Þri 27. Jan 2009 19:45
af einarhr
Mjög einfallt að skoða þetta td a Acer heimasiðunni.
http://support.acer-euro.com/drivers/no ... _5720.htmlSe að ef þu velur ur efsta scrolllistanum þa eru þar einhverjir XP driverar en kanski ekki allir.
Re: Keyra XP á Acer Aspire 5720Z
Sent: Þri 27. Jan 2009 20:59
af lukkuláki
Það er nú bara þannig að það verður æ algengara að nýjar tölvur supporti ekki XP.
Ég var með einhverja tölvu hérna hjá mér um daginn nýlega ASUS hún kom með Vista en eftir að það krassaði þá vildi hann ekkert nema XP og það tók mig nánast allan daginn að kryfja vélina, finna alla driverana og fá allt til að ganga upp.
Heimasíða framleiðanda var ekki með neina XP drivera í vélina og sagði einfaldlega að XP is NOT supported.
Re: Keyra XP á Acer Aspire 5720Z
Sent: Þri 27. Jan 2009 21:02
af grimzzi5
Prófaðu að setja xpinn í hana.
Re: Keyra XP á Acer Aspire 5720Z
Sent: Mið 28. Jan 2009 10:05
af Halli25
flestir fartölvuframleiðendur í dag supporta ekki XP á vista vélum nema það sé Vista Business á þeim, þeir láta þá oftast fylgja XP Pro leyfi í pakkanum.
Re: Keyra XP á Acer Aspire 5720Z
Sent: Fim 29. Jan 2009 14:28
af smuddi
lukkuláki skrifaði:Það er nú bara þannig að það verður æ algengara að nýjar tölvur supporti ekki XP.
Ég var með einhverja tölvu hérna hjá mér um daginn nýlega ASUS hún kom með Vista en eftir að það krassaði þá vildi hann ekkert nema XP og það tók mig nánast allan daginn að kryfja vélina, finna alla driverana og fá allt til að ganga upp.
Heimasíða framleiðanda var ekki með neina XP drivera í vélina og sagði einfaldlega að XP is NOT supported.
En náðiru að setja upp XP á hana að lokum?