Laptop mini-mod
Sent: Lau 20. Des 2008 19:46
Jólafrí er gott til að modda, fyrst maður er búinn að kaupa jólagjafir. Er að vinna í að finna hljóðeinangrun fyrir "Quiet place" vélina og gengur illa (ef einhver veit um hlóðeinangrun endilega senda mér PM). Ákvað að drífa í smá hugmynd sem ég var búinn að hafa í svolítinn tíma.
Mála toppinn á fartölvunni.
Ég byrjaði á því að taka Pedobear af og slípa hana með 80 sandpappír (sem er full grófur, hann skildi eftir sig rispur sem sjást í gegnum málninguna).
Skellti einni umferð af "Skull-white" módelsprayi á flötinn og lét þorna í nokkra tíma. Svo teipaði ég yfir allt og mátaði prentuðu myndina við. Svo gerði ég nokkur göt á myndina og bjó til skemmtilega punktaþraut sem svo þurfti að tengja saman. Það er örugglega hægt að gera þetta á einfaldari hátt en, well, ég er kannski ekki skarpasta eggin í skúffunni....
Þegar punktarnir voru tengdir skar ég í línurnar og tók í burtu teipið sem hylur ekki myndina.
Svo fór ég út í snjóinn og smellti 1.5 umferðum af matt svörtu á herlegheitin.
Ég gat ekki beðið í 36 tíma svo ég lét 4 duga og tók þá límbandið af, var frekar hissa hvað línurnar voru skarpar, en amatörisminn og aðstöðuleysið sést hér og þar ef maður skoðar vel...
Final product (nánast)
Ég dríf á þetta svo glæru lakki á mánudaginn þegar 36 tímarnir eru liðnir og þá er vélin orðin töskuhæf aftur.
Hafið það gott í jólafríinu!
Mála toppinn á fartölvunni.
Ég byrjaði á því að taka Pedobear af og slípa hana með 80 sandpappír (sem er full grófur, hann skildi eftir sig rispur sem sjást í gegnum málninguna).
Skellti einni umferð af "Skull-white" módelsprayi á flötinn og lét þorna í nokkra tíma. Svo teipaði ég yfir allt og mátaði prentuðu myndina við. Svo gerði ég nokkur göt á myndina og bjó til skemmtilega punktaþraut sem svo þurfti að tengja saman. Það er örugglega hægt að gera þetta á einfaldari hátt en, well, ég er kannski ekki skarpasta eggin í skúffunni....
Þegar punktarnir voru tengdir skar ég í línurnar og tók í burtu teipið sem hylur ekki myndina.
Svo fór ég út í snjóinn og smellti 1.5 umferðum af matt svörtu á herlegheitin.
Ég gat ekki beðið í 36 tíma svo ég lét 4 duga og tók þá límbandið af, var frekar hissa hvað línurnar voru skarpar, en amatörisminn og aðstöðuleysið sést hér og þar ef maður skoðar vel...
Final product (nánast)
Ég dríf á þetta svo glæru lakki á mánudaginn þegar 36 tímarnir eru liðnir og þá er vélin orðin töskuhæf aftur.
Hafið það gott í jólafríinu!