Síða 1 af 1
[EDIT nr.2] Dualboot - xp vesen [ný spurning neðst]
Sent: Mið 10. Des 2008 19:15
af coldcut
Sælir
Jæja nú er ég í veseni. Ég var búinn að vera að plana í tvær vikur að dualboota tölvuna mína í dag í tilefni prófloka. Ég fór eftir
þessum leiðbeiningum og gekk allt vel þar til ég ætlaði að fara að installa XP.
Þá fór tölvan að boota af CD og það kom á skjáinn "Setup is inspecting the computers hardware configuration" . Textinn var á skjánum í svona 3 sek. og þá varð skjárinn bara auður.
-XP diskurinn er ekki vandamálið þar sem ég prófaði 3 diska og ég er nýbúinn að formatta tvær tölvur með tveim þeirra.
-Ég leitaði á netinu og sá að það voru margir að lenda í þessu vandamáli. Ég prófaði að taka IDE harða diskinn úr sambandi eins og margir sögðu að mundi virka en það virkaði ekki.
-Það eru mörg mismunandi og misróttæk ráð að finna á netinu, allt frá því að taka allt USB úr sambandi (virkar ekki), í það að updatea BIOS eða formatta allt uppá nýtt og setja XP upp fyrst (vill forðast það í lengstu lög)
Er einhver hérna sem hefur lent í þessu og/eða er með hugmynd um hvað ég get gert til þess að þetta virki?
Ætlaði nefnilega að hella mér niður í tölvuleikjaspilun um jólin en geri það ekki mikið úr þessu þar sem Ubuntu er ekki að keyra leikina mína eins og ég vil =/
EDIT: Já ég ætti kannski að útskýra þetta aðeins betur. Ég er með tvo HDD í tölvunni:
SATAII(500gb): Ubuntu 8.10 installað (swap, /boot, / og /home). Þegar ég fór í það að undirbúa XP-installið þá minnkaði ég /home um 20 gb til þess að búa til pláss fyrir XP.
IDE(320gb): Allt draslið mitt sem ég hef verið með síðan ég var með Vista uppsett.
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Fim 11. Des 2008 15:01
af coldcut
RISABUMP!!!
Er enginn sem hefur einhverja hugmynd?
Ég er búinn að prófa tugi ráða en ekkert virkar =/
Ef ég þarf svo að formatta allt og setja XP upp fyrst þá er ég mest hræddur um að þetta gerist þá líka, og þá er ég að sjálfsögðu engu nær.
kannski spurning um að setja þetta í annan flokk líka? Windows kannski?
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Fim 11. Des 2008 15:45
af peturthorra
ég er með Dual boot , með Windows Vista og Ubuntu 8.10 , ég setti fyrst inn windowsinn og svo Ubuntu 8.10 , gekk átakalaust fyrir sig
mæli því miður með að þú setjir fyrst upp windowsið og svo linuxinn. en eins og ég segi , ég tek samt sem áður ekki ábyrgð á því að það muni virka hjá þér , en gekk mjög vel fyrir sig hjá mér
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Fim 11. Des 2008 16:06
af coldcut
ertu með dualbootið á SATA disk eða IDE?
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Fim 11. Des 2008 16:28
af KermitTheFrog
Ég er að dualboota Ubuntu 8.04 og Win XP Home.. Setti Windowsið líka fyrst inn
Getur verið að það leysi eitthvað
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Fim 11. Des 2008 16:37
af ManiO
Það er sennilega einfaldasta lausnin þar sem að eins og greinin segir er Windows uppsetningar forritið hand ónýtt ef að diskurinn er ekki auður :p
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Fim 11. Des 2008 20:45
af coldcut
já en málið er líka að ég get ekki formattað diskinn nema að komast inní XP installið =/
eða er kannski hægt að formatta allt með því að skella bara Live CD í og formatta í gegnum partition editor þar?
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Fös 12. Des 2008 21:36
af gumminn
Þetta vandamál á ekki heima í *nix spjalli og er algerlega xp installer að kenna.
Það er hálf óheppilegt röðun á partition hjá þér, best hefði verið að geta tekið annann diskinn út á meðan að þú setur upp xp þar sem ég treysti þeim installar jafn mikið og Lalla nokkrum Johnes.
Ætla að búast við að þú sért ennþá með live cd af ubuntu þarna hjá þér frá því að þú settir það inn. Þú finnur gparted undir System → Administrator → Partition Manager (eða eitthvað), eða alt+f2 og skrifa "gparted". Getur tekið um klukkutíma að minnka og/eða færa til partitions ef þarf að færa til gögn.
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Fös 12. Des 2008 23:45
af coldcut
já ég veit að þetta á kannski ekki heima hérna en málið er nú bara að mér fannst mun meiri líkur að fá góð ráð hér, þar sem það er líklegra að þið hafið reynslu af þessu en Windows fanatics.
En allt dótið mitt er á IDE disknum mínum og í rauninni ekkert nema nokkrar ljósmyndir (sem mega tapast) á Sata disknum. Þannig að ef ég get straujað allt Ubuntu útaf til að leysa vandann þá geri ég það.
En get ég straujað diskinn alveg í gparted?
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Lau 13. Des 2008 16:06
af gumminn
Þú getur gert frekar margt í gparted.
Svona myndi ég gera þetta:
Taka afrit.
· Annaðhvort af live cd eða frá ubuntu
· Setja gögnin upp á færanlegan harðan disk á skipulagðann hátt þannig að eftir format þá þarf bara að henda inn folderum.
· Bakka upp lista yfir þau forrit sem þú ert með, ef þú ert að fara að setja inn sömu útgáfu og þú varst með áður. man ekki allveg hvernig þetta var, held að þú pípaðir bara inní lista öllum forritum með apt-get og henntir svo í nýja installinu úr listanum inní apt-get aftur. Ekki mjög mikilvægt imo.
Setja upp partition af live cd með gparted
· Gerðu skissu á pappír og reyndu að áætla alla notkun sem bestM; sameiginleg /data partition, passa að vera með meira en 8gibi fyrir /home... passa að gefa ekki win of mikið pláss (minnka notkun og nota win eingöngu fyrir viss forrit... vilt ekki vafram um á netinu þar)
Þú gætir viljað vera með partition til að prufa ný distro eða útgáfur af ubuntu áður en þú notar sem aðal OS.
Allar partitionir verða að vera tilbúnar áður en þú byrjar að installa
Installa fyrst xp
· Ekki snerta við neinum öðrum partition en þú hefur áður búið til, ntfs og fat verður sjálkraft mountað
Install Ubuntu
· Manual partitioning, vilt alls ekki að það sé fiktað í uppsetningunni sem komin er.
· Þegar allt er sett inn taktu afrit af /boot/grub/menu.lst (þetta getur breyst ef þú ert að fikta við að triple boota og kernel uppfærslur geta tekið út xp af listanum ef þú ert óheppinn þann daginn)
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Sun 14. Des 2008 21:12
af coldcut
Ókei skil reyndar ekki alveg hvernig afritin eru tekin en ég hlýt að finna það einhversstaðar.
En ég hafði hugsað mér að raða partitions upp svona:
XP --> 20gb
Ubuntu --> 423gb
-Root (/) --> 10gb primary, beginning, Ext3
-Home (/home) --> 395gb logical, beginning, Ext3
-swap --> 8gb logical, beginning
Boot (/boot) --> 10gb ????
Autt partition --> 22gb
Er eitthvað þarna algjör steypa, ef svo er þá megiði endilega benda á það. Ég hef nefnilega fengið mjög mismunandi leiðbeiningar um partitioning.
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Mán 15. Des 2008 15:57
af gumminn
coldcut skrifaði:Ubuntu --> 423gb
-Root (/) --> 10gb primary, beginning, Ext3
-Home (/home) --> 395gb logical, beginning, Ext3
-swap --> 8gb logical, beginning
Boot (/boot) --> 10gb ????
Autt partition --> 22gb
Er eitthvað þarna algjör steypa, ef svo er þá megiði endilega benda á það. Ég hef nefnilega fengið mjög mismunandi leiðbeiningar um partitioning.
Settu allar partitionir sem þú notar fyrir ubuntu í sér extended partition, þar sem ég býst við því að tölvan þín geti ekki haft fleiri en 4 parititons (hægt að hafa fleiri inní extended partition.
/
þú ert með ágætis pláss fyrir forrit.
/home
það er allt í lagi að vera með /home en það er fullt af notendaupplýsingum sem þú myndir ekki vilja nota þegar þú ferð yfir í nýrri útgáfur (ef þú gerir fresh install þegar þú uppfærir, sem ég mæli með).
En í staðinn fyrir að setja í sér /home er einnig hægt að stækka / smá og hafa /data þar sem þú geymir öll þau gögn sem þú myndir vilja eiga þegar þú ferð yfir í næstu útgáfur eða skiptir um distro.
swap partition
þetta er kannski heldur stórt. maður notar yfirleitt mjög lítið hlutfall af swap, þar sem það fer yfirleitt bara á ram. þú gætir komist upp með að hafa 500-1000 meg.
/boot
þú þarft ekki nema örfá meg fyrir /boot, en þú þarft ekki sér /boot nema ef þú ert með fleiri en eitt distro. Í raun gætirðu sleppt þessu algerlega, þarft bara að muna á hvaða partition það boot er sem er í notkun og vera með öryggis afrit af skránni sem ég nefndi áður: /boot/grub/menu.lst
Ef eitthvað fer í rugl með grub listann ertu þá með afrit af því hvernig það var.. mæli með að afrita það í hvert skipti sem grub listinn breytist á jákvæðann hátt.
... já þarft ekki /boot í þínu tilviki ef ég skil það rétt, myndi bara flækja þetta.
Hvað ætlarðu að gera með þessa auðu partition?
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Mán 15. Des 2008 16:40
af frr
Fyrst skaltu laga bootið á XP í repair console (Bootar af Windows XP diski. Nokkrir möguleikar þar sem þú getur prófað, t.d. fixboot). Ættir að nota Slipstreamed XP disk með SP2 a.m.k.
Þegar XP er farið að keyra, geturðu stillt grub. Það er ekkert mál að laga það að Linux booti ekki, eftir á.
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Mán 15. Des 2008 19:50
af coldcut
takk kærlega fyrir hjalpina allir og þa serstaklega gumminn. XP er komið upp og eg get loksins farið að lana.
auða partitionið er fyrir það ef eg aetla i framtiðinni að prufa ny styrikerfi.
...biðst velvirðingar a þvi að það vantar kommustafina. Hef ekki ennþa nað að redda þvi i Asus eee-inum minum.
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Mán 15. Des 2008 20:17
af Gúrú
20GB fyrir xp og alla leikina sem að á að lana í?
Lendirðu ekki í veseni með það? Ætlarðu að keyra þá af hd eða?
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Þri 16. Des 2008 02:53
af coldcut
ég lana bara cs maður
er líka með eitthvað 200mb xp.
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Mið 17. Des 2008 14:04
af Gúrú
coldcut skrifaði:ég lana bara cs maður
er líka með eitthvað 200mb xp.
TinyXP? Er það voðalega lan efficient?
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Mið 17. Des 2008 18:28
af coldcut
nei XP performance edition heitir það og það er að virka helvíti fínt sko :p
Re: [EDIT] Dualboot - xp vesen
Sent: Fös 09. Jan 2009 19:07
af coldcut
Sælir aftur
Eins og kom fram hér ofar þá gekk vel að setja upp XP eftir að ég notaði gparted.
En nú ætla ég loksins að fara að setja ubuntu upp og fattaði náttúrulega að þau gögn sem ég mun setja inní /home folderinn verða ekki aðgengileg i XP. Þá er ég að meina að ef ég er kannski á lani eða bara heima í tölvunni og langar að horfa á einhvern þátt eða einhverja mynd á milli leikja þá þarf ég að restarta til þess að horfa á það.
Þannig að ég var að spá hvort ég gæti minnkað 395gb /home partitionið niður í svona 10gb og formattað hitt sem ntfs? Munu stýrikerfin ekki bæði lesa partitionið örugglega?
Re: [EDIT nr.2] Dualboot - xp vesen [ný spurning neðst]
Sent: Fös 09. Jan 2009 19:34
af viddi
Þú getur haft Linux partition aðgengileg í XP notar
IFS Driver
Re: [EDIT nr.2] Dualboot - xp vesen [ný spurning neðst]
Sent: Lau 10. Jan 2009 15:54
af coldcut
var að googla þennan driver aðeins og sé að fólk er að lenda í veseni með þetta =/
þannig að ég er bara að spá í að skella gparted LIVE CD í og minnka /home partitionið í svona 15 gíg og svo formatta hitt sem NTFS. Því það er ekkert mál fyrir bæði stýrikerfin að lesa það
Re: [EDIT nr.2] Dualboot - xp vesen [ný spurning neðst]
Sent: Mán 12. Jan 2009 17:56
af gumminn
mæli með að skipta /home (395gb) í tvennt. Halda ext3 sem /home og mounta ntfs sem /data
eina sem þú þarft að passa uppá er að slökkva almenninlega á windy svo að þegar þú ert í ubuntu komi ekki upp villa um að log á ntfs partitioninu sé merkt að hún sé í notkun.
Re: [EDIT nr.2] Dualboot - xp vesen [ný spurning neðst]
Sent: Þri 13. Jan 2009 09:16
af coldcut
sorrý en ég fattaði þetta ekki sko =/
Re: [EDIT nr.2] Dualboot - xp vesen [ný spurning neðst]
Sent: Fös 16. Jan 2009 17:38
af viddi
coldcut skrifaði:var að googla þennan driver aðeins og sé að fólk er að lenda í veseni með þetta =/
þannig að ég er bara að spá í að skella gparted LIVE CD í og minnka /home partitionið í svona 15 gíg og svo formatta hitt sem NTFS. Því það er ekkert mál fyrir bæði stýrikerfin að lesa það
Hefur virkað fínnt hjá mér, er með alla geymsludiskana mína í Ext3 (þá losna ég við að defragga
) og windows les þá fínt