Síða 1 af 1
Y viftutengi með viftustýringu
Sent: Fös 28. Nóv 2008 02:00
af O.Johnson
Hvar er hægt að fá svona Y tengi fyrir viftur ?
Eins og þetta
http://www.endpcnoise.com/cgi-bin/e/std/sku=3PinYCableFinn þetta hvergi í tölvubúðunum hérna á vaktinni.
Ætli þetta muni hafa áhrif á það hvernig viftustýring er að vinna, þ.e.a.s. sýna rangan snúningshraða á viftunum ?
Re: Y viftutengi með viftustýringu
Sent: Fös 28. Nóv 2008 09:22
af zedro
Þetta myndi bara sýna snúningshraða á einni viftu ekki samblöndu af báðum.
Ef þú horfir vel á myndina þá er það guli vírinn sem miðlar upplýsingar um
snúningshraða og eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá fer
guli vírinn bara í eina kló.
Re: Y viftutengi með viftustýringu
Sent: Fös 28. Nóv 2008 09:34
af urban
Zedro skrifaði:Þetta myndi bara sýna snúningshraða á einni viftu ekki samblöndu af báðum.
Ef þú horfir vel á myndina þá er það guli vírinn sem miðlar upplýsingar um
snúningshraða og eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá fer
guli vírinn bara í eina kló.
reyndar þá væri ég ekkert hissa (er satt best að segja ekkert öruggur á því) þó svo að hraðinn á báðum mundi minnka (rökrétt væri um helming en það þarf samt alls ekki að vera) þar sem að þetta er að taka ákveðin (langt síðan að ég var í rafmagnsfræði, þið sem að vitið hvað ég við(já eða er að fara með rangt mál) leiðréttið mig)
já.. þar sem að....
þetta tekur ákveðin straum (sem að væntanlega er miðaður við eina viftu) og deilir því á 2 viftur
Re: Y viftutengi með viftustýringu
Sent: Fös 28. Nóv 2008 11:33
af O.Johnson
En veit einhver hvar þetta fæst ?
Re: Y viftutengi með viftustýringu
Sent: Fös 28. Nóv 2008 12:04
af KermitTheFrog
http://www.computer.is/vorur/4960Sýnist þetta breyta úr 4pin í 3pin en veit ekki hvort þetta breyti úr 1 í 2.. Prufaðu að hringja í þá
Re: Y viftutengi með viftustýringu
Sent: Fös 28. Nóv 2008 13:31
af AngryMachine
Ef þig vantar fleiri viftu tengi geturðu líka notað
þetta, þetta klýfur eitt 3ja pinna tengi úr molex tengi.
Re: Y viftutengi með viftustýringu
Sent: Fös 28. Nóv 2008 23:03
af IL2
Myndi þetta ekki sýna sama hraða á báðum viftunum ef þær eru eins?