Síða 1 af 1
Hvar fæ ég afruglara með hörðum disk?
Sent: Sun 23. Nóv 2008 14:06
af Geita_Pétur
Ég er með breiðbandið hjá símanum og er með afruglara með hörðum diski til upptöku og þetta er náttúrulega snilld!.
Nú er svo komið að fjarstýringinn er hætt að virka og vandamálið er í tækinu sjálfu en ekki í fjarstýringunni.
Ég er búinn að tala við þá hjá símanum og þeir bjóða mér bara venjulegan afruglara í staðinn þar sem þeir eru hættir að bjóða upp á þessa harðdisk afruglara (hversvegna í fjandanum ættur þeir að hætta því?)
Nú þar sem maður er orðinn illa háður þessum afruglara hef ég hafið mikla leit að nýjum og leita því til ykkar um hjálp.
Ég get fengið hérna í verslunum dvd spilara með hörðum diski en það nýtist mér ekki þar sem ég get ekki sett afruglarakortið í þá.
Ég hef líka fundið fullt af stafrænum DVB-T móttökurum með hörðum diski á netinu sem eru bara fyrir free-tv semsagt ekki með smartcard slotti
Þannig að ég spyr þá sem mögulega vita hvar get ég fengið breiðbands (cable) afruglara sem er með smartkorts slotti.
Og kannski þá í leiðinni er einhverstaðar hægt að fá adsl afruglara sem gæti nýst hér sem er með upptökumöguleika?
Re: Hvar fæ ég afruglara með hörðum disk?
Sent: Sun 23. Nóv 2008 14:48
af Cikster
Ég hef ekki fundið neinn sem er að selja DVB-C afruglara á íslandi, hvorki með né án hd.
Ástæðan fyrir að þeir hættu að bjóða upp á breiðbands afruglara með hd er örugglega það að þeir eru að reyna lokka fólk yfir í adsl sjónvarpið og breiðbandsnotendur mundu ekki sjá ástæðu til að skipta ef afruglarinn sem það er með fyrir væri betri en sá sem þeir eru að bjóða uppá fyrir adsl.
ADSL afruglari með hd hef ég ekki séð en grunar reyndar að vissar týpur sem þeir séu með geti notað usb tengdan hd en hugbúnaðurinn í þeim afruglara er gjörsamlega geldur varðandi usb hlutann og líka þann hluta að geta sent frá afruglaranum gegnum loftnets tengið sem er á honum.
Ég held að þú sért ekkert í sérstaklega góðum málum með að fá sambærilegan afruglara.
Re: Hvar fæ ég afruglara með hörðum disk?
Sent: Sun 23. Nóv 2008 19:59
af methylman
Ég fór til þeirra hjá Símanum um daginn og bað um þetta tæki til leigu vildi skifta mínum út (án disks) og fékk ap vita það að þeir létu ekki móttakara með disk nema til þeirra sem væru með þann samning við þá til að leysa af hólmi bilaða móttakara svo það er verslun símans í Ármúla karlinn minn
Re: Hvar fæ ég afruglara með hörðum disk?
Sent: Sun 23. Nóv 2008 21:11
af Geita_Pétur
methylman skrifaði:Ég fór til þeirra hjá Símanum um daginn og bað um þetta tæki til leigu vildi skifta mínum út (án disks) og fékk ap vita það að þeir létu ekki móttakara með disk nema til þeirra sem væru með þann samning við þá til að leysa af hólmi bilaða móttakara svo það er verslun símans í Ármúla karlinn minn
Hmm já merkilegt.
Ég hringdi nefnilega í þá fyrir c.a. tveimur vikum síðan þá var mér sagt að þeir væru hættir með þessa afruglara og buðu mér enginn skipti nema þá á venjulegum afruglara án hdd
En ég ætla að kanna þetta betur á morgun...
Re: Hvar fæ ég afruglara með hörðum disk?
Sent: Mán 24. Nóv 2008 11:20
af Halli25
Sælir,
bróðir minn er með skjáinn og nær að taka uppúr honum með sjónvarpsflakkara:
http://www.raidsonic.de/en/pages/produc ... ectID=5385sjá umfjöllun um hann hérna:
viewtopic.php?f=40&t=19609athugaðu að það er bara hægt að fá stærri gerðina núna sem er með þráðlausu neti og HDMI tengi.
Re: Hvar fæ ég afruglara með hörðum disk?
Sent: Mán 24. Nóv 2008 16:42
af depill
Cikster skrifaði:ADSL afruglari með hd hef ég ekki séð en grunar reyndar að vissar týpur sem þeir séu með geti notað usb tengdan hd en hugbúnaðurinn í þeim afruglara er gjörsamlega geldur varðandi usb hlutann og líka þann hluta að geta sent frá afruglaranum gegnum loftnets tengið sem er á honum.
Þetta er til, það eru til STB með hörðum disk, ennfremur eru til tvær lausnir fyrir upptöku á ADSLTV sem ætti að vera í boði í báðum kerfum þeirra sem bjóða uppá þetta. Ein lausn er að fólk kaupi svæði hjá símafyrirtækjunum og upptakan fer fram þar, eða þá að lykilinn sé með hörðum disk og upptakan fer fram þar.
Hins vegar vegna þess að bæði fyrirtækin eru með sínar lausnir sem eru custom ( það eru eiginlega bara custom lausnir fyrir IPTV ), getur þú ekki einhliða ákveðið að taka upp afruglara eins og á Breiðbandinu og DÍ.
En það fyrirtæki sem hér á landi mun byrja fyrst með ADSLTV með hörðum diski ( eða upptökumöguleika ) fær mig í viðskipti. Ég er löngu búinn að henda videótækinu ( og reyndar dvd spilaranum þegar um það er spurt ) uppí skáp og langar ekkert að taka það niður. Þetta er snilld á Sky HD lyklinum mínum, og ég vill þetta líka fyrir Íslenska dæmið.
Hægt er að skítmixa þetta með einhverjum external lausnum eins og hér er boðið, en ég vill færri tæki, ég er kominn í þrjú og ef ég gæti myndi ég fækka þeim