Síða 1 af 1

VIÐVÖRUN - Niðurhal

Sent: Lau 15. Nóv 2008 11:55
af GuðjónR
Var að fá póst frá Símanum, þar sem þeir takmarka hraðann við 1,024 kílóbita á sec, sem er hvort sem er ekki mikið lakara en sá hraði sem maður er yfirleitt að fá eða um 1/12 af því sem þeir selja okkur.
Það sem mér finnst lélegast er ef þeir eru farnir að mæla upphal líka. Svo eru skilmálarnir meira en lítið loðnir; "Uppsafnað niðurhal er tekið saman á klukkustundar fresti og bandvídd færist sjálfkrafa í fyrra horf þegar erlent niðurhal er aftur innan hóflegra marka." Hvað eru hófleg mörk miðað við þessar forsendur?


Ágæti viðskiptavinur,

Á síðustu sjö dögum fór erlent niðurhal á gagnatengingunni þinni yfir 10 gígabæti Þar sem slík notkun er langt yfir meðalnotkun þá telst hún óhófleg samkvæmt skilmálum Internetþjónustu Símans og hefur áhrif á þjónustu annarra viðskiptavina. Af þessum sökum hefur bandvídd þín til útlanda verið takmörkuð við 1,024 kílóbita á sekúndu. Uppsafnað niðurhal er tekið saman á klukkustundar fresti og bandvídd færist sjálfkrafa í fyrra horf þegar erlent niðurhal er aftur innan hóflegra marka.

mbk,
Síminn


Úr skilmálum Internetþjónustu Símans:

Síminn áskilur sér rétt til að takmarka þjónustu til rétthafa tengingar, verði hann uppvís að síendurteknu óhóflegu erlendu niðurhali sem hefur áhrif á tengingar annarra viðskiptavina. Í þessum efnum skal miðað við að niður- eða upphal viðskiptavinar fari ekki umfram 10 gígabæti á 7 daga tímabili eða 40 gígabæti á 28 daga tímabili óháð áskriftar- og þjónustuleið hans. Fari notkun viðskiptavinar umfram nefnd mörk mun Síminn takmarka þjónustu hans tímabundið og lækka hraða tengingar hans. Síminn mun tilkynna viðskiptavini samstundis um slíkar þjónustutakmarkanir með tölvupósti. Bregðist viðskiptavinur ekki við þeim takmörkunum áskilur Síminn sér rétt á því að takmarka þjónustu til viðskiptavinarins enn frekar.

Re: VIÐVÖRUN - Niðurhal

Sent: Lau 15. Nóv 2008 12:32
af Cascade
Sææællll


Þá erum við að tala um 56k módem hraða sem þeir eru að bjóða upp á ( í non-stop downloadi) eða svona sirka


(56 / 8) * 60 * 60 * 24 * 10 = 6 048 000

56k módem tæki 6gb á 10 dögum sýnist mér


Það er aldeilis hvað við sitjum á hakanum hvað varðar internet


Prufaði að henda þessu í reiknivélina líka

(1 / (((12 000 / 8) * 60 * 60 * 24 * 10) / 10 000)) * 100 = 0.000771604938

Svo ef þetta er rétt þá fær maður að nýta 0.00077% af bandvíddinni (ef maður notar hana non-stop)

Re: VIÐVÖRUN - Niðurhal

Sent: Lau 15. Nóv 2008 13:24
af CendenZ
DC hubs anyone? :D

Re: VIÐVÖRUN - Niðurhal

Sent: Lau 15. Nóv 2008 13:28
af ManiO
CendenZ skrifaði:DC hubs anyone? :D

Það eru víst nokkrir lokaðir höbbar í gangi.