Síða 1 af 1

Hjálp með tölfræði

Sent: Fim 25. Sep 2008 23:25
af George W. Bush
Kvöldið vaktarar,
Hef heyrt að þið séuð nokkuð klárir strákarnir hérna. Ef það er einhver sem getur hjálpað mér með eitt dæmi þá væri sú hjálp vel þegin, þetta er alveg að gera mg geðveikann.

Dæmið er svona:

73% af hagfr. nemum annaðhvort fellur í tölfræði eða í stærðfræði. 39%
falla í tölfræði. 29% þeirra sem fellur í tölfræði falla líka í stærðfræði.
Hverjar eru líkurnar á því að hagfræði nemi valinn af handahófi sem nær
stærðfræði nái einnig tölfræði?

Allar tillögur eru vel þegnar.
Kv. Forsetinn.

Re: Hjálp með tölfræði

Sent: Fim 25. Sep 2008 23:31
af Nariur
15,89%

þ.e. 29% af 39% er 11,31%

þ.e. 11,31% fala í báðum

og 73% falla í annaðhvort stæ eða töl

=11,31%+73%=84,31% falla eða 100-84,31=15,69% ná

Re: Hjálp með tölfræði

Sent: Fim 25. Sep 2008 23:47
af George W. Bush
Jáhá, þakka þér kærlega fyrir þetta. Bjargar deginum ef þetta er rétt.

Re: Hjálp með tölfræði

Sent: Fim 25. Sep 2008 23:56
af Nariur
þetta er nú samt bara ef ég skildi dæmið rétt, afhverju vildir þú fá svarið við þessu?

Re: Hjálp með tölfræði

Sent: Fös 26. Sep 2008 00:00
af George W. Bush
Sæll,
þetta er eitt af dæmunum sem ég á að skila á morgun, er búinn að sjá nokkrar útgáfur af svarinu og var bara orðinn alveg lost í þessu.

Re: Hjálp með tölfræði

Sent: Fös 26. Sep 2008 00:08
af Nariur
ó, í hvaða skóla ertu? ég vona að þetta sé eittaf svörunum sem þú hefur heyrt áður

Re: Hjálp með tölfræði

Sent: Fös 26. Sep 2008 00:13
af George W. Bush
Er í HÍ, var ekki búinn að sjá þeta svar áður, en þetta meikar samt mesta sensið.

Re: Hjálp með tölfræði

Sent: Fös 26. Sep 2008 07:58
af blitz
Dáldið lame að biðja um hjálp með skiladæmi á vaktinni...

Hvernig ætlaru að ná stærðfræði I ef þú getur þetta ekki?

Re: Hjálp með tölfræði

Sent: Fös 26. Sep 2008 08:07
af urban
spurningin er eiginlega...

hverjar eru líkurnar á því að þú náir öðru hvoru ? :twisted:

Re: Hjálp með tölfræði

Sent: Fös 26. Sep 2008 09:34
af George W. Bush
Vó, særði ég blygðunar kennd þína blitz með því að spyrja að þessu hérna á vaktinni? Að lesa út úr svona líkindadæmum er ekki mín sterkast hlið og kemur stærðfræðikunnáttu minni ekkert við, get lofað þér því. Er heldur ekkert alveg víst að þetta sé rétt gert svona. Þakka þér fyrir að kommenta kútur.
PS. Er ekki í stærðfræði 1

Re: Hjálp með tölfræði

Sent: Fös 26. Sep 2008 12:50
af hsm
Er ekki einmitt málið að spyrja ef maður veit ekki og af hverju ekki hér eins og annarstaðar.
Hér er að finna fólk sem er stútfullt af gagnlegum og reyndar ekki svo gagnlegur upplýsingum :8)
Ég er sjálfur í stærðfræði, vélfræði og kælitækni sem eru allt stærðfræði áfangar og ekki það
léttasta sem ég kemst í og maður strandar oft á einhverjum dæmum,
en kveikir svo kanski á perunni ef maður sér hvernig þetta er reiknað.

Re: Hjálp með tölfræði

Sent: Fös 26. Sep 2008 20:53
af Dust
Virðist vera alltaf einhverjir vaktarar sem þurfa að koma með svona heimskuleg komment.

En eins og Nariur reiknaði þetta er líklegasta útkoman. Réttara get ég ekki séð hvernig svarið á að vera öðruvísi. Væri gaman að þú kæmir með rétta svarið ef það er einhvað annað þegar þú ert kominn með það ;)

En eins og hsm segir, þá eru sterkar líkur á því að hann sé kominn með þetta nokkuð í minnið núna, þar sem hann fékk útreikningana með en ekki bara 15,69%.

Re: Hjálp með tölfræði

Sent: Lau 27. Sep 2008 00:01
af dorg
Dust skrifaði:Virðist vera alltaf einhverjir vaktarar sem þurfa að koma með svona heimskuleg komment.

En eins og Nariur reiknaði þetta er líklegasta útkoman. Réttara get ég ekki séð hvernig svarið á að vera öðruvísi. Væri gaman að þú kæmir með rétta svarið ef það er einhvað annað þegar þú ert kominn með það ;)

En eins og hsm segir, þá eru sterkar líkur á því að hann sé kominn með þetta nokkuð í minnið núna, þar sem hann fékk útreikningana með en ekki bara 15,69%.


Reyndar held ég að þetta sé ekki rétt svar.

Gefið er að sá sem dreginn var út féll ekki í stærðfr.
Samkvæmt mínum kokkabókum myndi það vera 1 - 0,39 * 0,29 + 0,73 - 0,39 = 0,55
Sem sagt 55% nema ná stærðfræði
Nú 0,39 * 0,29 = 11% falla í báðum
Þannig að 0,39 - 0,11 = 28% falla í tölfræði án þess að falla í stærðfræði 27% falla í hvorugu
Þannig að 27/55 gefa líkurnar 49% á því að maður falli ekki heldur í tölfræði fyrst þú varst svo hepinn að ná stærðfræði.

Re: Hjálp með tölfræði

Sent: Lau 27. Sep 2008 00:14
af Selurinn
OMG! M3T@L G34R!1

Re: Hjálp með tölfræði

Sent: Lau 27. Sep 2008 00:30
af Nariur
dorg skrifaði:
Dust skrifaði:Virðist vera alltaf einhverjir vaktarar sem þurfa að koma með svona heimskuleg komment.

En eins og Nariur reiknaði þetta er líklegasta útkoman. Réttara get ég ekki séð hvernig svarið á að vera öðruvísi. Væri gaman að þú kæmir með rétta svarið ef það er einhvað annað þegar þú ert kominn með það ;)

En eins og hsm segir, þá eru sterkar líkur á því að hann sé kominn með þetta nokkuð í minnið núna, þar sem hann fékk útreikningana með en ekki bara 15,69%.


Reyndar held ég að þetta sé ekki rétt svar.

Gefið er að sá sem dreginn var út féll ekki í stærðfr.
Samkvæmt mínum kokkabókum myndi það vera 1 - 0,39 * 0,29 + 0,73 - 0,39 = 0,55
Sem sagt 55% nema ná stærðfræði
Nú 0,39 * 0,29 = 11% falla í báðum
Þannig að 0,39 - 0,11 = 28% falla í tölfræði án þess að falla í stærðfræði 27% falla í hvorugu
Þannig að 27/55 gefa líkurnar 49% á því að maður falli ekki heldur í tölfræði fyrst þú varst svo hepinn að ná stærðfræði.


þetta gengur ekki upp í mínum huga... ég hlakka til dagsins sem bush segir okkur svarið sem kennarinn hans sagði honum

Re: Hjálp með tölfræði

Sent: Lau 27. Sep 2008 00:51
af Urður
Já þetta var það sem ég þurfti á þessu annars ágæta föstudagskvöldi!

Látum T = falla í tölfræði og S = falla í stærðfræði. Þá er:

P(T) = 0.39

P(S | T ) = 0.29 = P(S snið T)/P(T) => P(S snið T) = 0.1131

P(T sam S) - P(T snið S) = 0.73 (miðað við að dæmið segir annað hvort eða)

P(T sam S) = P(T) + P(S) - P(T snið S) => P(S) = 0.34

=> P(T sam S) = 0.8431

og svo

P(ekki T | ekki S) = P(ekki T snið ekki S)/ P(ekki S)
= (1-P(T sam S))/(1-P(S))
= 0.2372

Re: Hjálp með tölfræði

Sent: Fim 02. Okt 2008 21:41
af George W. Bush
Sælir, svarið er víst 49,4%. Vildi endilega deila þessu með ykkur. Þakka fyrir mig.