Síða 1 af 1
Hjálp! Plz Skoða, Hallo
Sent: Sun 24. Ágú 2008 19:00
af Cous
sællir, afsakið asnalegan titill en ég er með harðan disk sem sýnir ekkert merki um að vera í lagi, eins og hann hafi bara drepist og fer ekki í gang, málið er á þessum harðadiski eru myndir af nýfæddu barninu minu, ein spurning er hægt að laga þetta? eða er allt farið í vaskinn?
Re: Hjálp! Plz Skoða, Hallo
Sent: Sun 24. Ágú 2008 19:08
af Allinn
Má ég spurja? léstu segul nálegt harða diskinn?
Re: Hjálp! Plz Skoða, Hallo
Sent: Sun 24. Ágú 2008 19:20
af Darknight
Hringdu í öll verkstæði í borginni og sjáðu hverjir eru ódýrastir og örruggastir með gagnabjörgun. Er mjög tæðið að ná neinu ef hann er alveg dauður enn ekki deyjandi. Það er hægt að ná gögnum af hvaða dauða disk sem er ef ekki er búið að margformata hann eða nota rafmagnssegul á hann. Það eru bara engir sérfræðingar í þessu hérna heima (það þarf að skrúfa diskinn í sundur, og lesa oní hvert bit á disknum (1 byte er 8 bit) og tekur nokkrar vikur.
Harðir diskar deyja alltaf eftir einhvern tíma. þarf bara smá hreyfingu á disk sem er í gangi til að kála honum. Er mjög ólíklega segull sem kom nálægt disknum
.
Re: Hjálp! Plz Skoða, Hallo
Sent: Sun 24. Ágú 2008 22:47
af lukkuláki
http://www.hivenet.is/hugtorg/Ég hef heyrt að þessir gaurar séu snjallir hef ekki reynsluna sjálfur samt.
Re: Hjálp! Plz Skoða, Hallo
Sent: Fim 11. Sep 2008 10:37
af Cous
ok takk, hvað heitir aftur enska síðan þarna sem tekur við svona diskum
Re: Hjálp! Plz Skoða, Hallo
Sent: Fim 11. Sep 2008 11:27
af Klemmi
Cous skrifaði:ok takk, hvað heitir aftur enska síðan þarna sem tekur við svona diskum
Líklega að tala um
http://www.ontrackdatarecovery.com/ ?
Þarna erum við hins vegar að tala um kostnað sem getur talið í tugum til hundruði þúsunda
En ég vona að þér takist að bjarga gögnunum, sama hvaða leið þú ferð að því, leiðinlegra að missa myndir og önnur persónuleg gögn. Mæli eindregið með því upp á framtíðina að gera að eiga alltaf back-up á sitt hvorum staðnum, t.d. upp í vinnu og svo heima, ef það er brotist inn á öðrum hvorum staðnum og allt tæmt þá sleppurðu við að missa allt.