Síða 1 af 1

ADSL sjónvarp Vodafone

Sent: Fim 07. Ágú 2008 20:51
af Manager1
Þetta er nú líklegast í röngum flokki en hvað um það... fann engan betri stað fyrir þetta.

Ég var að spá hvor einhver hafi reynslu af ADSL sjónvarpi Vodafone? Er þetta sídettandi út og tómt vesen eða virkar þetta þokkalega?

Re: ADSL sjónvarp Vodafone

Sent: Fim 07. Ágú 2008 22:52
af GGG
Drasl, RUN AWAY, stuffið frá símanum er eina vitið.

Allir sem ég þekki eru farnir frá Vodashit til símanns, allt betra, myndgæði, hljóð, úrval........... bara MIKLU betra.

Re: ADSL sjónvarp Vodafone

Sent: Fim 07. Ágú 2008 23:26
af Sallarólegur
Er ágætlega ánægður með mitt frá símanum. Vantar bara svona internet í rafmagn, er með LAN-snúru þvert yfir húsið.

Re: ADSL sjónvarp Vodafone

Sent: Fim 07. Ágú 2008 23:56
af Joi_gudni
bara eitt ráð sama hvað þú gerir.... EKKI fá þér Hive tengingu.. mesta rusl í heimi.!

Re: ADSL sjónvarp Vodafone

Sent: Fös 08. Ágú 2008 00:47
af depill
GGG skrifaði:Drasl, RUN AWAY, stuffið frá símanum er eina vitið.

Allir sem ég þekki eru farnir frá Vodashit til símanns, allt betra, myndgæði, hljóð, úrval........... bara MIKLU betra.
Lol miðað við að Vodafone er búið að vera með sitt ADSL sjónvarp í mánuð finnst mér þetta rosalega fullyrðing. =D>

Annars fór ég úr Digital Ísland -> ADSL Sjónvarp Vodafone og þetta dettur allavega aldrei út hjá mér. Myndgæðin betri, sama úrval af stöðvum og á DÍ sem henta mér allavega betur en Skjárinn ( ekkert MUTV á skjánum :( ). Myndgæðin betri en á DÍ að mér finnst þegar ég er með tengt í Scart, en vá enginn smá munur með þetta eina tæki sem ég er með tengt í RF, það var bara eins og dagur og nótt, loksins fékk ég ásættanlega gæði í gegnum RFið, og BARA MJÖG góð.

Mér finnst interfaceið á ADSL sjónvarpinu hjá Vodafone mjög gott og ég fíla það hvernig að maður fer aldrei úr stöðinni þegar maður er að skoða dagskrá, stöðvar eða bíómyndir heldur bara leggst valmyndin yfir, þannig að maður veit alltaf hvað er í gangi. Eithvað sem var allavega ekki í Sjónvarpi Símans ( get ekki fullyrt hvernig það er núna eftir að þeir uppfærðu hef ekki prófað ).

Ég hef samt nokkrar kvartanir, sem gætu alveg verið einhverjir byrjunarörðuleikar þar sem þetta er ekki nema mánaðargamalt eða svo. Það er ekkert til að hrópa húrra fyrir úrvalið á Leigunni. Myndirnar eru frekar gamlar þarna og það virðist vera uppfært í svona "hollum", en ég er að vonast eftir að þetta fari að lagast. Ég myndi vilja sjá HDMI tengi, jafnvel þótt að það sé ekki HD efni þar. Ég reyndar er alveg svo sem ánægður með að þeir hafi ekki dottið í sama pakkan og Síminn og setti HD yfir ADSL, vegna þess að ég hef séð HD Símans vs HD Digital Ísland og mér finnst það alveg rosalegur munur á 1080p sjónvörpum.

Svo til að vera picky ( vegna þess að ég er það ) þá er ég ekkert sérstaklega hrifinn af fjarstýringunni, það er ekki hvað hún getur gert, heldur röðunin á tökkunum og hvernig hún fellur í hendi. Hún er basicly bein, ekkert curvuð, Menu takkinn í menuinn og takkar sem maður notar oft neðarlega á fjarstýringunni. Það er ekki að segja að ég sé að hrósa fjarstýringunni frá Símanum. En ég er með SkyHD, og það er einmitt perfect fjarstýring að mínu mati vegna þess hversu vel hún fellur í hendi og takkarnir sem maður notar mest eru efst ( ég skipti næstum aldrei um stöð með því að velja númerið á rásinni, þess vegna eiga númeruðu takkanir að vera neðst ).

Anyhow, þetta er bara mín reynsla, þannig að ég er sáttur, allavega í bili. Ég er búinn að vera með þetta í mánuð og gengið bara ágætlega, og get sagt að mér finnst þetta betra en minn standard gamli DI myndlykill.

Re: ADSL sjónvarp Vodafone

Sent: Fös 08. Ágú 2008 01:02
af GGG
Vá, sæll.... ertu að vinna hjá Vodafone eða..?

Að bera saman vodafone stuffið og síma stuffið er eins og að bera saman trabant og bmw.

Vodafone er með CRAP hjóð og myndgæði.

Veit ekki með RF og Scart gæðin þar sem ég er með þetta tengt HDMI,
en þau geta varla verið mikið betri.

En að reyna að bera þetta saman er bara rugl, sérstaklega bíómyndastuffið, ég meina common, ertu að grínast?!

Sem gaur sem er búinn að prófa bæði kerfin og þekki marga sem eru búnir að prófa bæði kerfin,
þá eru allir eins og ég farnir í síma dæmið, og ekki af ástæðulausu.

Re: ADSL sjónvarp Vodafone

Sent: Fös 08. Ágú 2008 02:52
af Hjöllz
Minnir nú að sjónvarpið hjá Símanum hafi nú ekki verið upp á marga fiska fyrst þegar það kom, hjá mér varð myndin bara frosin á skjánum hjá mér eða einfaldlega datt stöðin út, oft í margar mín. Þannig að kannski verða Vodafone menn búinir að laga þessa kvilla eftir örlítin tíma.

P.s.
Vinur minn er með myndlykil frá Símanum og hann er heppinn lykillinn heldur sambandi í meira en 5 mín....þannig að kannski eru sumir bara heppnari en aðrir!

Re: ADSL sjónvarp Vodafone

Sent: Fös 08. Ágú 2008 09:54
af depill
GGG skrifaði:Vá, sæll.... ertu að vinna hjá Vodafone eða..?

Að bera saman vodafone stuffið og síma stuffið er eins og að bera saman trabant og bmw.

Vodafone er með CRAP hjóð og myndgæði.

Veit ekki með RF og Scart gæðin þar sem ég er með þetta tengt HDMI,
en þau geta varla verið mikið betri.

En að reyna að bera þetta saman er bara rugl, sérstaklega bíómyndastuffið, ég meina common, ertu að grínast?!

Sem gaur sem er búinn að prófa bæði kerfin og þekki marga sem eru búnir að prófa bæði kerfin,
þá eru allir eins og ég farnir í síma dæmið, og ekki af ástæðulausu.
Sælir

Eins og hefur komið hérna fram á öðrum þráðum, þá er ég bæði fyrrverandi starfsmaður HIVE og Vodafone og eins og hefur ekki komið fram hérna á ég vini ennþá sem vinna hjá Vodafone, en líka hjá Símanum og líka hjá hinu nýstofnaða TAL.

Ég versla ennþá við Vodafone hreinlega vegna þess að þeir hafa enn ekki failað mér og sé þess vegna enga ástæðu til að skipta. Ef þú hefðir lesið það sem ég skrifaði þá bara ég ekkert saman í Skjánum við ADSL sjónvarp Vodafone fyrir utan það að mér líkar hvernig menuinn leggst yfir myndina í staðinn fyrir að taka yfir myndina.

Ennfremur hefurðiru lesið það sem ég skrifaði, þá var Leiguhlutinn akkurat það sem ég lastaði Vodafone fyrir @ the moment vegna lélegs úrvals.

Ég svona dreg það í efa að "margir" hafi prófað bæði kerfin en eins og þú hefur væntanlega tekið eftir að þá er þetta búið að vera til frá því 1. Júli 2008 og ekkert auglýst. Þannig að ég giska að annað hvort hafi Vodafone lamið mömmu þína og þú sért bara speeking out of your ass. Eða að þú ert að bera þetta saman við gamla góða Vodafone DÍ yfir loftið.

Re: ADSL sjónvarp Vodafone

Sent: Lau 09. Ágú 2008 20:05
af Manager1
Ef kerfið er stabílt og maður nær MUTV í gegnum það þá er mér nokk sama um allt hitt.

Þegar aðal umkvörtunarefnið er léleg hönnun á fjarstýringu og lítið úrval í bíómyndaleigunni þá er ég nokkuð sáttur bara :D

Mamma og pabbi hafa einmitt verið með Skjáinn síðan hann byrjaði og það dót er enn að detta út og frjósa í tíma og ótíma, þó eru símalínurnar ekki svo gamlar og ekki mjög langt í tengistöðina. Svo ég er ekkert voðalega spenntur yfir því að fá mér Skjáinn, fyrir utan það auðvitað að MUTV næst ekki í gegnum Skjáinn :D

Re: ADSL sjónvarp Vodafone

Sent: Sun 10. Ágú 2008 04:19
af Gúrú
Eruði að segja mér að þið séuð að tala um að það sé nauðsyn að hafa "Manchester United TeleVision"? :shock:
(Kom upp þegar ég googlaði MUTV)

Re: ADSL sjónvarp Vodafone

Sent: Sun 10. Ágú 2008 13:53
af depill
Gúrú skrifaði:Eruði að segja mér að þið séuð að tala um að það sé nauðsyn að hafa "Manchester United TeleVision"? :shock:
(Kom upp þegar ég googlaði MUTV)
Segji ekki nauðsyn, en defently mikill +, fínt að horfa á nokkra leiki hjá varaliðinu og fínir þættir þarna líka. 365 bjóða einfaldlega uppá meira fyrir íþróttaáhugamenn á sínu Fjölvarpi heldur en Skjárinn gerir á SkjáHeimi....

Re: ADSL sjónvarp Vodafone

Sent: Mið 13. Ágú 2008 02:22
af Hargo
Ég er með ljósleiðara gegnum Vodafone. Er með HD ready TV. Get ég tengt þennan myndlykil einhvern veginn öðruvisi við sjónvarpið en með scart til að fá betri gæði?

Annars til að taka þátt í umræðunni þá er ég mjög sáttur með sjónvarpskerfið hjá Vodafone. Hafði nú aldrei lagst í það að pæla svona mikið í fjarstýringunni, hehe. En ég hef verið með Skjáinn hjá Símanum, gafst upp á því þar sem það þurfti liggur við að endurræsa routerinn reglulega í hverri viku og þetta var að frjósa of oft fyrir minn smekk.

Re: ADSL sjónvarp Vodafone

Sent: Mið 13. Ágú 2008 04:15
af Gúrú
Tja, er hdmi tengi á sjónvarpinu og myndlyklinum?

(nenni ekki að checka á minn inni stofu og vekja allt pleisið)
http://en.wikipedia.org/wiki/HDMI" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: ADSL sjónvarp Vodafone

Sent: Fös 15. Ágú 2008 20:37
af Manager1
Myndlykillinn frá Vodafone er ekki með HDMI tengi...

Re: ADSL sjónvarp Vodafone

Sent: Fös 15. Ágú 2008 21:04
af Gúrú
Þá kemur HDMI ekki til greina :-({|=

Re: ADSL sjónvarp Vodafone

Sent: Lau 16. Ágú 2008 00:55
af beatmaster
Ég er nú bara með mína 8MB tengingu hjá Vodafone en læt keyra hana á kerfi Símans og er með Skjáinn og er hæstánægður :8)