Síða 1 af 1
Vatnskæling
Sent: Fös 11. Júl 2008 20:49
af Predator
Hef verið að daðra við hugmyndina um að skella mér í það að smíða mér vatnskælingu. Eina sem vantar er að ég hef ekki hugmynd um það hvar ég get fengið kopar, vatnsdælu og radiator. Var líka að spá í sambandi við pumpuna hvað er oftast við hana, er henni bara skellt á kaf í vatn og geymd þar í lokuðu rými?
Langar líka að vita hvort það sé í lagi að sjóða koparinn með rafsuðu ef eitthver veit það?
Re: Vatnskæling
Sent: Fös 11. Júl 2008 20:58
af Allinn
Að smíða vatnskælingu gétur verið dýrara en að kaupa hana sjálfa út í búð.
Re: Vatnskæling
Sent: Fös 11. Júl 2008 21:07
af Predator
Já hugsanlega í tíma en stór efa að það sé mikið dýrara þegar maður horfir í peninga hliðina.
Skiptir nokkuð máli hvort að móðurborðið hjá manni liggji eða sé á hlið eins og venjulega?
Re: Vatnskæling
Sent: Fös 11. Júl 2008 22:14
af Sallarólegur
Predator skrifaði:Já hugsanlega í tíma en stór efa að það sé mikið dýrara þegar maður horfir í peninga hliðina.
Skiptir nokkuð máli hvort að móðurborðið hjá manni liggji eða sé á hlið eins og venjulega?
Móðurborð geta starfað í öllum stellingum, bara festa þau tryggilega. Hefur hinsvegar komið fyrir mig að harður diskur bootaði ekki nema hann snéri rétt

Örugglega ekki algengt vandamál.
Re: Vatnskæling
Sent: Fös 11. Júl 2008 22:16
af Predator
Haha veit það orðaði þetta svoldið vitlaust

var aðalega meina upp á vatnskælingu

Hvort að þyngdaraflið hefði eitthver dramatísk áhrif á hana ef að cpu blockin snýr niður og slöngurnar þar af leiðandi upp

Re: Vatnskæling
Sent: Mán 14. Júl 2008 15:50
af Sallarólegur
Predator skrifaði:Haha veit það orðaði þetta svoldið vitlaust

var aðalega meina upp á vatnskælingu

Hvort að þyngdaraflið hefði eitthver dramatísk áhrif á hana ef að cpu blockin snýr niður og slöngurnar þar af leiðandi upp

