Síða 1 af 1
Bilaður Harður Diskur
Sent: Mið 23. Apr 2008 23:02
af Zechron
Sælir félagar.
Ég er með harðan fartölvudisk, sem að konan átti í fartölvunni sinni og hann er núna ónýtur. Ég veit þið segið að það er ekkert hægt að gera en ég VEIT betur. Það er hægt að bjarga gögnum af diskum sem byrjaðir eru að hljóma eins og rispaðar plötur.
Það eru til fyrirtæki í USA sem sérhæfa sig í að ná gögnum sem voru taldar glataðar. sem dæmí má nefna
http://www.drivesavers.comþá langar mig að spurja.... er til fyrirtæki hér á íslandi sem sérhæfir sig í svoleiðis viðgerðum a diskum, eða gagnabjörgun.... eða verð ég að senda diskinn út?
með fyrirfram þökk um góð svör
Zechron
Re: Bilaður Harður Diskur
Sent: Mið 23. Apr 2008 23:17
af Kristján Gerhard
Sæll,
Svona gagnabörgunarævintýri geta verið stjarnfræðilega dýr ef að þau eru unnin af fyrirtækjum sem sérhæfa sig í því.
Mæli með því að þú skoðir
SpinRite það hefur svínvirkað fyrir mig hingað til.
KG
Re: Bilaður Harður Diskur
Sent: Mið 23. Apr 2008 23:21
af Zechron
Kristján Gerhard skrifaði:Sæll,
Svona gagnabörgunarævintýri geta verið stjarnfræðilega dýr ef að þau eru unnin af fyrirtækjum sem sérhæfa sig í því.
Mæli með því að þú skoðir
SpinRite það hefur svínvirkað fyrir mig hingað til.
KG
sæll, takk fyrir gott svar, ég prufaði spinrite og það fann ekki diskinn. Það getur verið að ég hafi ekki gert þetta nógu vel eða ekki kunnað á forritið. En ég er tilbúinn að punga út einhvern pening fyrir glataðar barnamyndir af fyrsta árinu hjá barninu mínu
Re: Bilaður Harður Diskur
Sent: Fim 24. Apr 2008 12:15
af lukkuláki
Ég hef heyrt að eitthvað fyrirtæki sem heitir HUGTORG sé ansi magnað í þessu
http://www.hivenet.is/hugtorgHef samt enga reynslu af þeim sjálfur.
Ég veit þið segið að það er ekkert hægt að gera en ég VEIT betur.
Ég held að við flestir vitum alveg að það er hægt að bjarga þessum gögnum með því að senda diskinn erlendis...
en við vitum líka að það getur verið mjög dýrt og varla þess virði nema mikið sé í húfi. Við erum að tala um 100.000 +?
http://www.togg.biz/buttonpage/thjonusta/gagnabjorgun.htmhttp://digital.is/gagnabjorgun.htm
Re: Bilaður Harður Diskur
Sent: Fim 24. Apr 2008 14:35
af IL2
Easy Recovery hefur yfirleitt fundið þá diska sem ég hef þurft að bjarga af. Fer diskurinn í gang og snýst?
Re: Bilaður Harður Diskur
Sent: Fim 24. Apr 2008 15:04
af Xyron
Ef þú ert sjálfur að reyna að recovera gögnunum, passaði þá þig á því að nota bara recovery forrit sem eru read-only ..
Re: Bilaður Harður Diskur
Sent: Sun 04. Maí 2008 19:03
af armada9
er ekki til einhvað Recovery forit sem þarf ekki að borga fyrir til að ná flum af disknum?
Re: Bilaður Harður Diskur
Sent: Sun 04. Maí 2008 19:11
af Pandemic
lukkuláki skrifaði:Ég held að við flestir vitum alveg að það er hægt að bjarga þessum gögnum með því að senda diskinn erlendis...
en við vitum líka að það getur verið mjög dýrt og varla þess virði nema mikið sé í húfi. Við erum að tala um 100.000 +?
Tja ég hef smá reynslu af svona erlendu fyrirtæki og það ævintýri endaði í 172.000kr
Re: Bilaður Harður Diskur
Sent: Sun 04. Maí 2008 20:34
af Dazy crazy