gumol skrifaði:Uuu, nei. Ef þú vinnur eitthvað verk fyrir einhvern í tímavinnu og verkið tekur klukkutíma þá er það bara svik að rukka tvo tíma. Hvorki hóflegt né eðlilegt að rukka meira.
Þetta er svona eins og að segja að einhver vara sem ég er að selja (td. harður diskur) kosti 7000 kr. og taka svo 14.000 kr. útaf greiðslukorti viðkomandi. Algjört rugl.
Dazy crazy skrifaði:T.d. látir gera við bílinn þinn, setur hann í viðgerð á mánudagsmorgni og færð hann til baka um kvöldið en það er rukkað um tvo daga.
Ég ætla að vera ósammála ykkur báðum.
Það sem ég á við, er að þið eruð ekki að taka með inn í dæmið þekkinguna sem er á bakvið verkið.
Mörg bifreiðaverkstæði eru einmitt með fasta tímavinnu (x tímar) fyrir ákveðin verk.
Og tökum bara bíla"viðgerð" sem dæmi. Segjum sem svo að þú farir með bílinn á verkstæði og þú þurfir að láta skipta um bremsuklossa/borða allan hringinn.
Það eru tveir gaurar að vinna á verkstæðinu, annar þeirra er lærður bifvélavirki og whatnot og búinn að vera í "bransanum" í mörg ár.
Hinn aðilinn er rétt nýbyrjaður í svona.
Fyrri aðilinn er kannski 1-2 tíma að redda öllum pakkanum.
Seinni aðilinn er 6 tíma að gera þetta, því hann er alltaf að lenda í einhverju basli.
Hvort á að rukka 1-2 tíma fyrir verkið, eða 6 tíma?
Eða finnst ykkur kannski að það ætti að rukka based á hversu langan tíma þetta tekur í hvert skipti?
Og þið mynduð þá að sjálfsögðu sætta ykkur við það, að ef að "góði" aðilinn er upptekinn, að þið neyðist til að láta nýgræðinginn gera þetta fyrir ykkur, og borga 4 klst aukalega fyrir að láta einhvern sem er ekki jafn góður?
Eða væri kannski ásættanlegt að segja, að skipta um allt heila klabbið sé 4tíma vinna? Og ef það tekur lengur, þá þarft þú ekki að bera kostnaðinn, en ef það tekur skemur, þá færðu bara bílinn þinn fyrr. Og þú veist nákvæmlega hverju þú gengur að?
Það er mjög einfalt að yfirfæra þetta yfir á tölvubransann.
T.d. þegar það er verið að setja upp e-ð flókið kerfi eða gera einhverja breytingu á flóknu kerfi.
Þá tekur aðila sem að hefur fullt af þekkingu bakvið sig kannski 30-60mín að klára verkið.
En aðili sem að hefur varla hugmynd um hvað hann er að gera tekur kannski 4-5 tíma, jafnvel lengur, í að klára verkið.
Sá fyrri kemur einfaldlega til með að verðleggja þekkinguna sína, og rukkar einfaldlega tvo tíma fyrir þetta.
gumol skrifaði:(þótt ég quote-i þig er ég ekki bara að gagnrýna þig, heldur alla sem finnst svona viðskiptahættir í lagi
)
Þetta eru bara "fair use" viðskiptahættir. Viðskiptavinurinn veit circa að hverju hann gengur.
Og þetta kemur í veg fyrir öll rifrildi sem byrja á "jói frændi hefði nú verið fljótari að þessu en þú, þannig að mér finnst að þú ættir að skera klukkutíma af þessu."
Ég lít svo á að báðir aðilar græða.
Sá sem er góður í sínu fagi er ekki að tapa á því að vera fljótari með verkin sín.
Og viðskiptavinurinn er ekki að lenda í að tapa á því að einhver kjáni sé óeðlilega lengi að klára verkið.
Þannig að ég ætla að standa við það að mér finnst ekkert óeðlilegt við svona lagað.