Síða 1 af 1
Spennubreytir (USA í Europe)
Sent: Mið 06. Feb 2008 18:15
af GTi
Var að versla mér ljós að utan. Með því fylgdi bæði hleðslutæki fyrir bíl og hleðslutæki fyrir heimili.
En þetta var pantað frá Bandaríkjunum og vantar mig því nýtt hleðslutæki þar sem að ég nenni ekki að hlaða alltaf í bílnum.
Á hleðslutækinu stendur:
Input: 120V 60Hz 25W
Output: 13.8VDC 750mA
Hvað mælið þið með að ég geri?
Skemmist hleðslutækið ekki hægt og rólega ef að ég set bara framlengingu á klónna.
Tengið er þetta hefðbundna sem er á mjög mörgum raftækjum.
En mig vantar tæki með rétta spennu.
Sent: Mið 06. Feb 2008 18:31
af Blackened
eyðileggst ekki hægt og rólega..
það tekur svona 20millisek
verður bara að finna þér spennubreyti 230v í 110v
Eða að finna þér spennubreyti sem er með nákvæmlega sama output
Þarft ekki stóran spennubreyti samt þarsem að þetta eru bara 25w.. þannig að það ætti ekki að vera svo dýrt
Sent: Mið 06. Feb 2008 19:27
af GTi
Einhver með hugmynd hvert maður ætti að leita eftir svona spennubreytum?
Sent: Mið 06. Feb 2008 21:00
af Danni V8
Ég var einmitt með svona vandamál þegar ég keypti PS3 tölvuna mína 3 dögum eftir að hún kom út í Ameríku, og fór svo með hana heim viku seinna.
Ég leitaði í nokkrum búðum en það átti engin til 220V í 110V heldur bara 110V í 220V.. sem ég botnaði ekkert í þar sem hvergi á landinu er notast við 110V nema uppi á kanavelli sem var þá alveg að fara.
En ég var ekki að leita neitt mjög mikið heldur endaði með að kaupa bara á
Amazon.co.uk
Sent: Mið 06. Feb 2008 21:02
af Pandemic
Farðu niðrí íhluti og þeir eiga svona gaur fyrir þig
Sent: Fim 07. Feb 2008 13:20
af Baldurmar
Þetta er líka til í computer.is
og Elko
Sent: Fim 07. Feb 2008 13:31
af GTi
Ég veit bara ekki hvað ég á að velja... :S Mér sýnist þetta vera allt fyrir aðrar spennur. Sé ekkert sem er ætlað fyrir 220 -> 110.
Er búinn að skoða bæði Elko og computer.is
Sent: Fim 07. Feb 2008 14:06
af Dagur
GTi skrifaði:Ég veit bara ekki hvað ég á að velja... :S Mér sýnist þetta vera allt fyrir aðrar spennur. Sé ekkert sem er ætlað fyrir 220 -> 110.
Er búinn að skoða bæði Elko og computer.is
Þetta er það sem þig vantar
http://computer.is/vorur/3107 eða
http://computer.is/vorur/6027. Lýsingin er þveröfug hjá þeim en ef þú kíkir á myndina þá stendur input 230V og output 110V
Sent: Fim 07. Feb 2008 14:44
af GTi
Það hlaut að vera að þetta væri eitthvað bull hjá þeim... Fannst eitthvað bogið við þetta.
Takk fyrir... ég kíki á þetta.
PS3 er dual-voltage
Sent: Mán 18. Feb 2008 12:46
af Khayman
PS3 er dual-voltage þ.a. þú getur stungið henni beint í rafmagn hérna á Íslandi. Ég keypti mína líka í USA.
Danni V8 skrifaði:Ég var einmitt með svona vandamál þegar ég keypti PS3 tölvuna mína 3 dögum eftir að hún kom út í Ameríku, og fór svo með hana heim viku seinna.
Ég leitaði í nokkrum búðum en það átti engin til 220V í 110V heldur bara 110V í 220V.. sem ég botnaði ekkert í þar sem hvergi á landinu er notast við 110V nema uppi á kanavelli sem var þá alveg að fara.
En ég var ekki að leita neitt mjög mikið heldur endaði með að kaupa bara á
Amazon.co.uk