Síða 1 af 2
SLI eða Crossfire???
Sent: Mið 16. Jan 2008 14:11
af Zorglub
Ég var búinn að ákveða að fá mér nýa Asus 780 borðið, Intel 8400-500 og 2 x GTS 512 OC.
Nú er maður orðinn efins eftir þessar endalausu hártogannir milli nvidia og Intel og að það
eru ansi mörg Bios vandamál í gangi með þetta borð ef það á að nota nýu 45 nm örrana.
Sama má segja um 680 borðið.
Þannig að ég er að spá í að brjóta odd af nvidia oflætinu og fara bara í X38 borðið og 2 x Ati 3870
Líka sýnist mér að Crossfire komi oft betur út heldur en SLI.
Vélin yrði þá svona.
Gigabyte X38 DQ6
2 x Ati MSI 3870 OC
Intel 8400/500
OCZ Reaper HPC 4G
2 x WD Raptor 74G
Hvað skoðanir hafa menn á þessu?
Sent: Mið 16. Jan 2008 16:14
af GuðjónR
Lookar vel...spurning hvað þú hefur að gera með 2xgpu.
Sent: Mið 16. Jan 2008 16:46
af Blasti
Eru þessir Raptor diskar ekki orðnir outdated, eða semsagt nýjir 7400 snúninga diskar t.d. samsung spinpoint 500 gíg séu að gera það sama og þessir WD raptor..
Sent: Mið 16. Jan 2008 16:54
af Zorglub
GuðjónR skrifaði:Lookar vel...spurning hvað þú hefur að gera með 2xgpu.
Það er hugmyndin að setja saman ofvirka leikjavél sem úreldist ekki á 30 dögum.
Blasti skrifaði:Eru þessir Raptor diskar ekki orðnir outdated, eða semsagt nýjir 7400 snúninga diskar t.d. samsung spinpoint 500 gíg séu að gera það sama og þessir WD raptor..
Tja tja.... samkvæmt því sem ég hef lesið er Raptorin enn frekar ofarlega.
Ætli það sé ekki bara sérviska
Svo vil ég hafa sér disk undir stýrikerfið. (nema fara að skipta disknum upp eins og ég er með núna)
Sent: Mið 16. Jan 2008 18:48
af ÓmarSmith
En afhverju fara í þessi ATI kort þegar Nvidia kortin eru betri ?
Það er engin lygi að Nvidia eiga markaðinn ennþá því ATI hafa ekkert geta svarað Nvidia nógu vel því miður.
ég myndi frekar taka 2 x 8800GT OC eða 2 x 8800GTS ( G92 )
Eða einfaldlega splæsa ekki í SLI settup núna rétt um mánuði áður en 9800 kortin koma. Ef fer í sem horfir verður 1 x þannig kort öflugra en bæði SLI eða Crossfire settup í dag.
En þetta er þitt val.
Sent: Mið 16. Jan 2008 20:16
af Blasti
Hérna getur þú séð hvernig raptorinn er að standa sig í hinum ýmsu verkefnum miðað við aðra harða diska
http://www23.tomshardware.com/storage.html
Sent: Mið 16. Jan 2008 21:33
af Zorglub
Þú þarft ekki að sannfæra mig um að nvidia séu betri
enda stóð til, eins og ég sagði að taka 2 x 8800 GTS 512 MB OC, sem fer alveg að detta inn.
Það er hinsvegar pirrandi að geta ekki sett upp SLI borð með helstu nýungum útaf bulli í framleiðendum, þannig að hoppa yfir til Ati er kannski meira mín þögulu mótmæli
Mig langar að halda SLI eða CF til streitu þar sem þetta á nú að vera smá öfga vél. En að bíða eftir næstu línu, tja ég vil nú varla hugsa um það hvað það er stutt síðan ég með fyrstu mönnum keypti 320 MB GTS OC sem telst nú ekki merkilegt í dag. Held að biðin geti nefnilega lengst stöðugt eftir næstu og næstu nýung
Hinvegar ætla ég (eins og margir aðrir) að efast um að 9000 línan verði mikið betri þar sem nvidia menn kunna alveg að mjólka kúnna og haldi að sér höndum með nýungarnar.
Tommi lýgur ekki frekar en fyrri daginn, já Raptorinn hefur hrapað aðeins síðan ég kíkti þarna við síðast.
Var einhvernvegin fastur í að þetta væri ennþá besti kosturinn en þarf greinilega að skoða það betur
Sent: Fim 17. Jan 2008 00:12
af ÓmarSmith
Áttaðu þig samt á því að þetat er ný lína, 8800 línan er meira að mjólka sjálfa sig.
Þetta er önnur kynslóð af kortum rétt eins og 8800 var þegar hún kom í Okt 2006.
Þannig að þú mátt alveg reikna með þó nokkurri breytingu.
Sent: Fim 17. Jan 2008 00:41
af Pepsi
Nýja Nvidia línan verður ekki ný kynslóð, 9800 eða hvað sem þeir munu kalla hana. Spjallþræðir og Guruvefir segja að nýja línan sé ekkert annað en ofurtvíkuð 8800 kort....... Vona þó að svo sé ekki satt.
Það sem er staðfest er þó nýtt GX2 kort eins og 7950 var.
Ati eru að koma með 3870X2.
Crossfire og Sli, hvort er betra? Ég hallast á crossfire.....
Sent: Fim 17. Jan 2008 12:09
af Selurinn
Crossfire all the way
Sent: Þri 05. Feb 2008 09:38
af RaKKy
Það er nú samt þannig að 2 kort outperforma sjaldan eitt gott ^^
Margir ókostir við SLI og Crossfire ^^ Færi heldur í eitt ofur en tvö góð.
Sent: Þri 05. Feb 2008 12:53
af Selurinn
Í sumum tilvikum er það ekki svoleiðis.
T.d. 2 HD3870's
Crossfire performa betur heldur en 1 stykki HD3870X2.
Og þrátt fyrir það eru 2 HD3870 ódýrari
Sent: Þri 05. Feb 2008 14:17
af ÓmarSmith
Hversu oft og í hvaða forritum og leikjum ?
Og hvað endist það lengi með komandi búnaði. Oft líka spurning um það.
SLI og Crossfire h efur batnað mikið s.l ár en ég sjálfur var með 7800GTX SLI settup og gafst upp á því strax því ég fékk alveg sama performance út úr 1 7900GT korti.
Sent: Þri 05. Feb 2008 18:33
af Yank
ÓmarSmith skrifaði:Hversu oft og í hvaða forritum og leikjum ?
Og hvað endist það lengi með komandi búnaði. Oft líka spurning um það.
SLI og Crossfire h efur batnað mikið s.l ár en ég sjálfur var með 7800GTX SLI settup og gafst upp á því strax því ég fékk alveg sama performance út úr 1 7900GT korti.
Það má líka vonandi gera ráð fyrir því að með þessum nýju 2x GPU skjákortum eins og ATI HD3870X2 og væntanlega Nvidia 9800GX2 séu framleiðendur að fara að styðja betur við þessi kort með betri reklum fyrir tvískjákorta lausnir en áður.
Sent: Þri 05. Feb 2008 18:54
af ÓmarSmith
Iss, það þarf ekkert að vera. Maður vonar auðvitað það besta en við sáum hvað þeir voru allir tilbúnir að gera drivers fyri rVISTA þegar það kom út ... Kristur.. = Hörmung
Sent: Þri 05. Feb 2008 23:28
af Pepsi
VIð verðum líka að gera okkur grein fyrir því að það er engin tilviljun að bæði ATI og Nvidia eru að koma með 3870X2 og 98gx2, ég er farinn að verða hræddur um að þeir séu við það að toppa, en vonandi, vonandi hef ég rangt fyrir mér......
Sent: Mið 06. Feb 2008 07:23
af stjanij
Zorblub...afhverju færð þér ekki eitt 3870x2 kort og bíður með crossfire uppsetningu.
síðan þegar 3870x2 kortið lækkar þá tekurðu annað kort.
2 stykki af 3870 er rugl í mínum huga.
Sent: Lau 16. Feb 2008 14:19
af Zorglub
Jæja ég ætlaði nú að vera löngu búinn að bæta við hérna nokkrum línum.
Byrja á því að þakka svörin og pælingarnar, en ég er semsagt búinn að versla.
Evga 780 SLI
2 x Asus 8800 GTS 512
E8400 Wolfdale sem ég smellti strax í 3.6 GHz
Zalman CNPS9500 LED fyrir örrann
OCZ Reaper HPC 4G
2 x WD Raptor 74G
WD 500 G SE 16
Fortron Epsilon 1010W
Antec 900 kassi
Eins og sést þá var ekki verslað með sparnað eða hagkvæmni að leiðarljósi enda var það ekki hugmyndin í upphafi, heldur að leika sér aðeins og spreða
780 borðið er með nánast óendanlega fikt möguleika og peningana virði myndi ég segja.
8800, þarf eitthvað að ræða það eða?
8400, dual virkar mun betur í leiki heldur en quad.
Zalman, hefur staðið fyrir sínu hingað til.
OCZ, hmmm á að virka, kemur í ljós.
Raptor, já já ég veit, þetta er bara sérviska í mér og ekkert annað
WD 500, tja ekkert um það að segja.
Fortron, allt of dýr en góður. Þoli heldur ekki vattavesen.
Antec, fínn kassi með frábæru loftflæði, en dáldið hávær.
Er með þetta á Vista, í bili allavegana, rúm 17000 í 3D mark 06 í fyrstu atrennu en maður á nú eftir að leggjast yfir þetta og stilla og fikta.
Þegar menn reyna að segja mér að 250 kall í tölvu sé mikið þá horfi ég bara út um gluggann á sleðakerru á 500 kall með sleða innanborðs á 1000 kall, sem er notað 5 sinnum á ári og hugsa með mér "nei mitt áhugamál er ekki svo dýrt"
Sent: Lau 16. Feb 2008 14:31
af Weekend
Hvar keypturu : OCZ Reaper HPC 4G ???
nennuru að láta mig fá link !
Sent: Lau 16. Feb 2008 14:38
af Zorglub
Greip þetta í Tölvutek á síðasta ári og átti ofaní skúffu, varð ekkert úr því sem átti að gera þá
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=11448
Sent: Lau 16. Feb 2008 15:19
af Yank
Zorglub skrifaði:Þegar menn reyna að segja mér að 250 kall í tölvu sé mikið þá horfi ég bara út um gluggann á sleðakerru á 500 kall með sleða innanborðs á 1000 kall, sem er notað 5 sinnum á ári og hugsa með mér "nei mitt áhugamál er ekki svo dýrt"
Þetta kalla ég réttan hugsunar hátt
Sent: Fös 07. Mar 2008 22:22
af RaKKy
Grátlegt að sjá fólk eyða pening í raptor þegar hægt er að raid0 og fá helmingi meiri hraða.
Annars er ég sammála <.< sama hve dýrt þetta sport verður er það ekkert í samanburði við annað.
Það er þó engin afsökun til að spreða peningum.
Sent: Lau 08. Mar 2008 11:41
af Dr3dinn
Lýst rosalega vel á þessa vél hjá þér, þó það mætti hugsanlega fá sér betri/betra skjákort
Svo er málið bara að bíða nýja línan fer að koma
Situr sveitur og graður að bíða eftir nýju kortunum allt annað en 9600
Sent: Lau 08. Mar 2008 12:59
af Dazy crazy
Sveittur er með 2 t.
Svo er málið bara að bíða nýja línan fer að koma.
Mætti líka vera komma á milli bíða & nýja.
Sent: Lau 08. Mar 2008 13:33
af GuðjónR
Dr3dinn skrifaði:Situr sveitur og graður
...huggulegt.